miðvikudagur, október 27

Hrakfallabálkurinn ég

Það hefur nú aldrei verið leyndarmál að ég sé nú stundum frekar óheppin en núna er ég eiginlega komin með nóg. Bara á seinustu dögum hef ég:
  • Lent i þeirri tragidíu að síminn minn bilaði
  • Pantað nýjan síma, hlakkað mikið til og svo eftir langa bið og allskonar aukaútgöld fékk ég hann i hendurnar og viti menn - hann virkar ekki
  • Dröstlast til Ikea til ad kaupa blaðagrind, fætur undir rúmið og til að skipta nýju dýnunni. Blaðagrindin var ekki komin, fæturnir voru ekki til i réttri stærð og við gátum ekki fengið að skipta dýnunni akkúrat þennan dag, því fólkið sem átti að gera það var ekki í vinnunni. Ekki nóg með það, heldur þurfti endilega gamall "vinur" sem mig langaði ekkert að hitta, að standa við hliðina á okkur þegar við ræddum frekar fúl við kundeservice.
  • Brotið nýja rúmið mitt - og ekki útaf action! Vorum bara að setja lappirnar sem voru lengri en við vildum undir rúmið með þessum afleiðingum. Núna eigum við voðalega hátt rúm sem þyrnirós yrði stolt af- reyndar með stafla af bókum undir einni hliðinni.
  • Svekkt mig á því að það var ekki bara rúmið sem brotnaði, haldiði ekki að einn ramminn hafi líka verið brotinn við heimkomuna úr IKEA.
  • Misst hjólalykilinn minn niður rist úti á götu.
  • Fengið bréf frá skattinum um að ég sé í vondum málum.

Svona gæti ég haldið lengi áfram en ég ætla ekki að gera það. Það hafa líka verið góðir punktar inn á milli. Hitti elsku Ali i gær þegar hún kom í smá heimsókn til Köben. Hún er svo yndisleg og maður er farinn að sjá kúlu :o) Hlakkar til að geta heimsókt hana bráðum i Norge i litla húsinu þeirra. Svo átti ég voða næs date með Brynjulfi á mánudaginn, fórum fínt út að borða og í bío - reyndar var mér bannað að sjá myndina sem mig langaði að sjá, kanski því ég var búin að hrósa Gael Garcia Bernal aðeins of mikið :o)

Verslunarferðin i Forum var svona la la. Það var ekki svo mikið eftir af spennandi hlutum en ég skemmti mér vel með Höbbu og Ingu. Náði nú að versla ódýra skó og bleikan tupperware bol - geri aðrir betur.

Jú, svo fékk ég sendingu frá Pabba. Þannig að einhverntímann á næstunni get ég boðið upp á hangikjét - ef Binni verður ekki búinn að henda mér á dyr útaf lyktinni af hákarlinum sem fylgdi með :o)

Jæja, verð að fara að ibba mig útaf símanum, verst að búðin er bara á netinu. Krossið fingur fyrir stelpunni. Ég ætti kanski að hafa sambandi við svona heilara sem gæti rekið þessa illu óheppnis anda burt frá mér, en það myndi nú með minni heppni bara enda i enn meiri vitleysu.


sunnudagur, október 24

Erum a leid i merkjavøruutsølu i Forum... gaman gaman :o)

Godverk a dag kemur skapinu i lag :o) Posted by Hello

fimmtudagur, október 21

ARG...

Haldiði ekki að síminn minn hafi gefist upp, hann bara dó á mig. Ekki nógu hress með það en endilega segið mér frá sniðugum símum á lágu verði - eða varið mig við þeim sömu áður en ég panta mér nýjann síma. Gæti talað lengi um hvað verður um símana mína en ætla ekki að fara út í þá sálma hér og nú :o)

Annars lítið nýtt að frétta, bara búin að vera á fullu í skólanum. Náði prófinu i því að skrifa recept - átti nú ekki von á öðru, en það vantar ennþá öll gögn um það að ég hafi lokið stóra verkefninu og prófinu í því fyrir meira en mánuði síðan... hélt að það væri nóg að þurfa að hlaupa á eftir köllunum aftur með nýtt einkunnablað en núna er annar farinn úr landi og ég ekki með adressuna hjá hinum. Alltaf svo heppin :o)

Verð að fara, nóg að gera hjá mér áður en við förum i dansinn i kvöld.

laugardagur, október 16

Tíminn flýgur

Tíminn líður hratt og margt hefur gerst. Síðan ég bloggaði síðast hef ég:

  • Lesið voðalega mikið i skólabókunum
  • Haldið lestrargrúppu á föstudagskvöldi
  • Klárað eina skáldsögu og byrjað á annarri
  • Loksins platað mömmu til þess að nota skype-ið
  • Ekkert mætt i ræktina :o(
  • Hleypt heilum hóp af skátum inn i stofu til mín og leyft þeim að nota eldhúsið mitt, með þeim afleiðingum að ég kom alltof seint i afmæli
  • Notið góðra stunda i góðra vina hóp
  • Lesið upp i skóla þar sem íslendigarnir voru búnir að taka undir sig bókasafnið
  • Verið andvaka heila nótt af of mikilli kaffidrykkju
  • Hætt ad drekka kaffi
  • Byrjað aftur :o)
  • Sofið út i fyrsta skipti i margar vikur
  • Farið á kaffihús en endað á slysó
  • Hlakkað mikið til jólanna

Já þarna hafiði það, bara alveg týpisk vika :o) Verð að segja að síðasti punkturinn hefur verið mikið á ferðinni. Það er ekki hægt að segja frá því hversu mikið ég hlakka til þess að halda upp á jólin heima i ár. Það allra besta er að ég verð i fríi - aldrei þessu vant verða engin próf hjá mér í janúar. Ég er búin að plana þetta allt i kollinum, margar ferðir niður i bæ að kíkja á jólagjafir, kíkja á kaffihús og hlýja sér yfir kakói, fara i sund, baka, liggja undir teppi með bók, hitta fjölskylduna og vinina, borða íslenskan mat og nammi, fara i göngutúra og njóta Íslands alveg i botn. Ásta systir verður búin í prófunum svo við verðum í góðum gír. Gugga vinkona kemur líka heim um jólin svo það lítur allt út fyrir að allur vinahópurinn getur hisst á einu bretti. Bæði Mamma og Ásta eru fluttar og þetta verður i fyrsta skipti sem ég sé nýju hýbílin þeirra, það hefur líka það með sér i för að það verður ekki nauðsyn að samhæfa allt og standa i samningaviðræðum um það hver á að fá bílinn hvert og hvenær. Æði!

Jæja, nú er ég búin að teygja lopann ansi lengi, klukkan að verða 12 og mín ekki byrjuð á lestrinum. Verð bara að óska ykkur góðrar helgi, verð að lesa i dag og vinna á morgun svo það verður ekki mikið fútt í mér þessa helgina. Vonandi hafið þið frá meiru að segja.

sunnudagur, október 10

Það er svo rosalega mikill sunnudagur i mér i dag. Svaf lengur en ég ætlaði en náði nú samt að lesa smá i skólabókunum fyrir hádegi, las inn á milli líka í nýju bókinni hennar Marian Keyes (sú sem skrifaði Sushi for beginners) sem er alveg hægt að mæla með.

Fékk allt í einu þá flugu i höfuðið að ég hefði gott af því að fara i ræktina, og i staðinn fyrir bara að hugsa um það skellti ég mér i snilldar tíma með uppáhalds step-leiðbeinandanda mínum, 2 ár síðan ég fór seinast i tíma hjá henni - skammarlegt en satt. Ég var viss um að lungun á mér myndu springa nokkrum sinnum en það var vel þess virði, ég er búin að svifa á rósrauðu skýji síðan.

Það sem af er degi hef ég svo eytt heima i náttfötum með kveikt á kertum, bara huggulegheit hjá mér. En varð fyrir miklum vonbrigðum með instant café latte blönduna sem ég keypti i vikunni, stendur ekki undir væntingum. Fuss og ojbarasta bara. Náði að lesa það sem ég ætlaði fyrir skólann og hef gripið i hina bókina i pásunum. Nú ætlaði ég svo að planta mér fyrir framan kassann og horfa á stelpu sjónvarp en þá er bara ekkert í gangi. Það er ótrúlegt hvað það er ömurlegt helgarsjónvarp hérna i DK, ekkert virði að horfa á fyrr en eftir miðnætti. Allt einhverjir þreyttir realityþættir eða íþróttir... hvað varð um seriesöndag með endalausum þáttum fyrir okkur stelpurnar? Hefði haldið að með 30 stöðvar að maður gæti fundið eitthvað sniðugt.

Kveð i bili, ætla að skriða upp í rúm og lesa meira i "the other side of the story" Knus og kossar

föstudagur, október 8

Loksins komin helgi

Loksins komið að því, það er komin helgi. Ekkert smá anægð með það. Fékk snemma frí í skólanum, búin að lesa pínu og endurraða öllu í stofunni 2 sinnum. Brynjulf vildi endilega fá að hengja upp myndir en við þurftum nú að ræða það aðeins hvað færi upp og hvert. Við erum með mjög mismunandi skoðanir á þeim málum, en komumst næstum að samkomulagi :o) En maður fer ekki að hengja upp myndir fyrr en maður fær á hreint hvar hlutirnir eiga að vera, og við vorum ekki heldur alltof sammála um það - sko það er alveg hægt að fá smá drama útúr daglega lífinu.

Er eiginlega á leiðinni til að hitta Guggu vinkonu, við ætlum að kíkja á dagskrána og ræða hvert á að halda í kvöld, þannig að við verðum komnar með smá plan áður en allir hinir bætast i hópinn. Verður bara gaman i kvöld held ég, það er líka ágætis veður þannig að það ætti ekki að vanta fólkið. Þið fáið svo að heyra ef við lendum í einhverjum ævintýrum.

Hasta luego XXX



Hildur er afmælisbarn dagsins :o) Til hamingju med daginn. Posted by Hello

fimmtudagur, október 7

it is almost over now

Loksins, vikan er að verða búin. Búið að vera svo mikið að gera i skólanum að ég get ekki beðið eftir að það komi helgi. Verst að hún verður líklega ekkert svo mikið öðruvísi en vikan, fullt af lestri, en það eru nú ljósar hliðar á öllu.
Það er kúlturnat hérna á föstudaginn og ég ætla að rækta menningarlegu hliðina af stelpunni en þar sem ég hef ekki komist yfir dagskrána ennþá er ég ekki komin með nein nánari plön.
Svo er ég að hugsa um að skella mér á næturvagt laugardagsnóttina til að bæta fyrir alla bolina sem ég álpaðist til að kaupa um seinustu helgi, ég er nú samt ekki búin að bóka mig á vagt ennþá, gæti alltaf verið að ég endi einhverstaðar annarstaðar. Það þarf yfirleitt ekki stórt tilefni til að ég taki það fram fyrir vinnuna.

Fékk fyrstu kaffiheimsóknina i frímerkið i gær, og það gékk bara vel þrátt fyrir að við séum ekki með almennilega kaffidrykkjaraðstöðu i stofunni. Gugga vinkona var voða sæt að setja ekki útá neitt - ekki einu sinni kaffið sem var ekkert svo gott, og hún hrósaði meira að segja kofanum. Það var voða næs að fá heimsókn, maður ætti nú að bjóða fleirum að kíkja i kaffi, það er samt bara einhvern veginn eitthvað sem maður gerir ekki svo mikið af i DK. Maður endar yfirleitt með að mæla sér mót á einhverju af kaffihúsum borgarinnar ef maður ætlar að hittast yfir kaffibolla.

Jæja, nú er ég bæði búin með lúrinn, og það að kíkja á póstinnn minn svo ég á víst ekki fleiri afsakanir uppí erminni til að sleppa við að sitja yfir bókunum. A morgun mun ég svo vita allt um lungnasjúkdóma... (eins gott að ég sé hætt að reykja)

miðvikudagur, október 6


Eg er bara ad æfa mig ad setja myndir inn.. veit ekki hvar thær koma en eg er alveg jafn threytt nuna og asta skasta var herna :o) Posted by Hello

Bútar héðan og þaðan

Ég veit að ég var búin að lofa fréttum af helginni en svo hef eg bara ekkert mátt vera að því, vantar reyndar líka fréttir af helginni á undan líka, ég er rétt að byrja á þessu bloggdæmi þannig að ég hlýt að vera afsökuð.

Seinasta helgi hafði ansi góðan "potentiale" til að djamma en eg var engu að síður voðalega róleg. Byrjaði á huggulegu kvöldi hjá Berglindi með Steinu, Hildi, Ingu og Sunnu. Fyrsta skipti sem við allar náðum að hittast i einu en það er ekki fyrir hvern sem er að heyra hvað gengur á á okkar fundum svo ég held því bara leynilegu. Það var amk voðalega gaman hjá okkur skvísunum.

Laugardagurinn fór i vinnu og smá lúr áður en haldið var á fund íslensku læknanemanna i Kaupmannahöfn. Vorum 28 sem mættum í matinn - hálf scary hvað við erum orðin mörg (ca 40 held ég) en það voru víst teknir inn 11 íslenskir nemar á þessu ári. Samt voru ekki nema 2 sem byrjuðu i haust, kemur líklega hrúga i janúar en það eru alltaf margir sem mæta aldrei þó þeir komist inn í skólann. Held að íslensku strákarnir þori ekki að mæti nema þeir hafi kærustu sem geti leitt þá í gegnum flutninginn til DK, stelpurnar eru aftur á móti miklu duglegri við að rífa sig upp með rótum (- eins og Elías) og takast á við nýtt land og nýja þjóð.
Það var góð stemmning og það var með tárin í augunum að ég fór heim þegar allir voru á leið áfram á djammið. Það var laaangur dagur í vinnunni framundan.

Og dagurinn varð bara lengri og lengri... klikkað að gera og auðvitað mætti ekki einn tappinn í vinnuna, og ekki neitt með að svara í símana sína þegar við reyndum að ná i hann, og ekki var hægt að kalla bakvaktina út því hún var mætt í vinnuna. Gæjinn hringdi svo eftir hádegi og sagðist KANSKI hafa sofið yfir sig, en að hann væri fastur í Svíðþjóð!!! Halló, er ekki allt í lagi með fólk. Týpisk ég.

Já, ég er svolítið seinheppin. Eins og i dag, þegar ég komst að því að það er bara ekki búið að skrá að ég sé búin með Osval verkefnið mitt. Lá yfir því í allt sumar og lét það skemma byrjunina á þessari önn og svo er það bara hvergi skráð. Væri týpiskt að þurfa að búa til nýtt verkefni. Hafði samband við prófdómarann sem svo gott sem var á leið úr landi og ætlaði að vera í nokkra mánuði, ég spurði hvort hann hefði ekki ábyggilega látið vita að ég væri nú búin með þetta. Það virtist bara koma flatt uppá gæjann að ég vildi fá þetta skráð, hann vissi ekki alveg hvert hann hefði sett pappírana ef hann hefði nokkuð fengið þá, hvort ég hefði ekki bara tekið þá eða vissi hvert hann hefði sett þá. Það virðist vera rétt að prófesorar séu eilítið utan við sig, langaði að vera reið við hann en gat það bara ekki, hann er svo mikið grey.

Já, en aftur að helginni, ekki seinustu heldur þeirri á undan. Þá var sko nóg að gera. Gugga vinkona dró mig með i hina alræmdu Ársfest i RUC. Voða fínt partý, minnir einna mest á verslunarmannahelgi. Fullt af fólki, fullt af partý tjöldum, risa svæði, allskonar tónlist og allskonar fólk og svo flýtur auðvitað allt fljótandi í bjór. Vorum í ansi góðum gír.
Ég var líka svo heppin að fá heimsókn þessa helgi. Þóra Gísla kom frá Odense og fékk að krassa hjá mér - rosalega er ég góður gestgjafi sem bara stingur af í partý og kemur ekki heim fyrr en sólin kemur upp aftur.. en ég er nú bara mjög stolt af því að hafa drattast á lappir um 10 leytið til að kíkja á sjopping með skvísunni. Ég var nú ekki i besta ásigkomulagi en það kom ekki niður á verslunnarhæfileikunum, keypti 3 boli sem ég er hæst ánægð með. Þóra var nú virkari en ég. Við hittum líka Möttu og Ásdísi sem fannst við vera heldur betur sjopping óðar. Þær hafa ekki séð mig í ham, annars fyndist þeim varla mikið til mín koma þennan dag :o) Höfðum það svo bara gott með þeim þar sem eftir var dags, en ég skreið heim þegar þær ætluðu að kíkja á lífið, gat bara ekki meira.

Við Brynjulf erum svo búin að ganga frá og skila af okkur Öresundsíbúðinni, urðum svo gripin af að mála að við tókum okkur til og slengdum málingu á vegg hérna heima líka... klikkaði samt aðeins, liturinn varð frekar ljós, frekar blár og frekar væminn í staðinn fyrir flotta koksgráa litinn sem við vorum að vonast eftir. Að fráskyldu því að verja heimili mitt fyrir nýrri kóngulóa árást er lítið búið að gerast i innflutningsmálunum, jú við erum reyndar komin með rúm fyrir það sem var stolið en ég er hrædd um að við þurfuð að drösla því aftur í búðina og fá annað - aðeins mýkra. Það var eitthvað ekki í lagi með okkur þegar við völdum dýnuna, fannst hún voða góð i búðinni en enda vorum við búin að sofa á gólfinu dagana á undan.

Jæja, ég er orðin sybbin og ætla að skríða upp í umtalað rúm og kúra. Mikill lestur framundan svo það gæti orðið langt í næstu skrif. Góða nótt Zzzzzzzzzzzzz

föstudagur, október 1

um þjófa, bilaða bíla og kóngulær

Jæja, þá er ég komin aftur. Þessi töf stafaði aldrei þessu vant ekki bara af leti, heldur því að ég er búin ad vera net-laus og þar af leiðandi ansi fötluð hér upp á síðkastið. En núna erum við loksins komin með netaðgang heim i frímerkið.

Það er margt búið ad gerast síðan síðast og hér verður því bara stiklað á stóru. Það merkilegasta er auðvitað það að ég er flutt. Nú bý ég bara steinkast frá bæði vinnunni og Panum (skólanum mínum) og líkar það bara ansi vel, íbúðin er reyndar aðeins minni en sú sem við vorum í, en hvað gerir maður ekki til að fá að sofa næstum heilum hálftíma lengur á morgnana?
Hlutirnir eru svo smátt að komast i réttar skorður í frímerkinu, en það hefur ýmislegt gengið á. Fyrst var rúminu mínu stolið þegar við vorum að flytja... jebb, ekki djók. Einhverjum vegfaranda hefur litist svona líka vel á gripinn að hann hefur tekið hann með sér þessar örfáu mínútur sem við brugðum okkur frá til að ná í meira dót niður. Habba og Hildur settu allt á fullt til þess að hafa hendur i hárinu á glæpamanninum en allt til einskis. Fyrstu nóttunum var því eytt á gólfinu milli allra kassanna.

Svo bilaði flutningabíllinn - auðvitað beint fyrir framan lögguna og akkúrat þegar við vorum of mörg i bílnum. Löggan skipti sér samt ekkert af okkur svo við máttum fara út að ýta, og ansi langt. Hugsuðum næstum því fallega til þjófótta nágrannans á meðan fyrir að losa okkur við hluta af hlassinu :o) En annars var ekki hægt að búast við því að hlutirnir gengu alveg klakklaust fyrir sig þar sem ég á í hlut. Ég er eiginlega bara farin að búast við allskonar óhugsanlegum truflunum i öllu sem ég geri, og ef eitthvað bara getur ekki gerst, þá gerist það samt fyrir mig. Murphy kallinn ætti bara að vita af mér :o)

Svo beið ekkert smá móttökunefnd eftir okkur hérna, fólkið sem bjó hérna á undan okkur er frekað skrýtið og voru svaka sóðar, þegar við komum voru því yfir 50 stórar kóngulær við útidyrnar, aðeins færri inni í gangi og slatti við gluggana líka. Ég sem var á barmi taugaáfalls útaf litlu flugunum á Öresundskollegíinu fannst tilhugsunin um kóngulær i hárinu og matnum frekar óspennandi og dreymdi lengi allskonar kóngulóardrauma. Ég hugsa að ég hafi náð að koma flestum fyrir kattarnef en með þeim afleiðingum að nágrannarnir halda ad ég sé biluð. Þeim fannst amk eitthvað skrýtið við nýju stelpuna sem stóð um miðja nótt og þvoði húsið að utanverðu með gólfmoppu og hoppaði svo af og til i burtu þegar það kom kónguló fljúgandi á móti henni. Síðan hafa þær hlupið frá mér þegar ég birtist á ganginum, en þær eru ekki jafn hræddar við Brynjulf. Það fer nú samt að vera óhætt fyrir ykkur að kíkja i heimsókn, the spiders are under control now.

Já, annars var næsta krísa auðvitað verkefna vörnin 2 dögum eftir flutningana. Þeir sem þekkja til vita að ég er búin að vera að sjást við OSVAL II verkefni i allt sumar og nú er því loksins lokið. Ég náði nú samt að stressa mig vel upp fyrir prófið, held ég hafi hrætt aumingja Binna meira en lítið með skömmum sem hann átti ekki skilið og allskonar stelpu stælum. Vejlederinn minn gleymdi auðvitað prófinu svo ég þurfti að skemmta prófdómaranum þangað til við náðum i gæjann. Það fór samt allt vel að lokum, svo þjáningar sumarsins eru hægt og rólega að gleymast. Endalaus gleði.

Núna er svo allt á hundraði i skólanum, ég hef ekki náð að fylgjast neitt sérstaklega vel með útaf flutningunum og verkefninu, en núna er komið að því að setjast niður og vera dugleg. Næsta próf reyndar strax eftir helgi, þegar Binni komst að því var hann ekki lengi að panta aukavaktir i vinnunni - held að hann hafi verið hræddur um að lenda i klónum á mér i prófskapi dauðans. Ég verð nú að fara að hætta þessu röfli i bili og skella mér i bækurnar. Lofa að bæta vid fréttum núna um helgina.

Rock on....