laugardagur, desember 31

Klaufastelpa

Já, ef fall er fararheill þá verður 2006 rosalega flott ár hjá mér. Ég hef verið svo mikill klaufi seinustu daga að meira að segja mér hálf bregður við það sjálfri og er ég nú vön ýmsu.

Fyrst týni ég lyklunum að geymslunni rétt fyrir utan dyrnar hjá mér, en þrátt fyrir ákafa leit hurfu þeir i snjóinn. Ég ákvað að finna þá bara þegar það hætti að snjóa en þá er auðvitað búið að moka alla götuna og lyklarnir "gone with the snow". Ég gat því ekki hent í þvottavél eða náð i skautana mína niður i kjallara :o(

Sama dag átti að koma kall i 3ja skiptið og lesa á mælana hjá okkur, hann lét auðvitað aldrei sjá sig frekar en hin skiptin og skellti svo bara á mig þegar ég vildi spyrja manninn að því hvort hann væri nú örugglega með rétt heimilisfang. Ég var nú frekar fúl, búinn að hanga heima i fleiri klukkutíma og aflýsa date-i með vinkonu minni til at gefa honum séns í þriðja skiptið en það er víst lítið að gera við því. Nú er þetta amk orðið of seint, hann er búinn að senda alla pappíra inn til hitaveitunnar, svo við höldum bara áfram að borga of mikið i hita.

Svo i gær tekst mér að rífa hálfa litlu tásuna af mínum fæti þegar ég með gummisköfu reyni að fjarlægja vatnið á gólfinu inni á baði... ég er snillingur, held að ég hafi slasað mig á öllum þeim heimilistækjum sem bara gefa minnsta séns á því. Ég hef kveikt i hendinni á mér (og fengið stud) með hárþurrkunni hennar mömmu,sama dag brenndi ég mig á straujárninu (voða klaufalegt og bara af þvi að betri höndin var öll innpökuð eftir hárblásarann), ég hef skorið mig á skúringarfötu, ískáp og gólfmöppu, ég hef brennt mig á tánum við að elda, brotið litlutánna á stól, (hina litlutána braut Brynjulf svo þegar hann hoppaði á mig þegar hann vildi vera fyrstur til að ná i þvottinn sinn), ég skar mig ansi illa i vörina á skærum núna fyrir stuttu, brenndi mig á bakinu við að skúra ganginn og svona gæti ég lengi haldið áfram.

Nóg af væli, ég vildi nú bara smella nýárskveðju á ykkur öll, vona að nýja árið verði voðalega gott við ykkur. Ég ætla að gera það nýársheit að vera heppin í ár og svo kanski að taka aftur upp þráðinn i ræktinni, hver veit kanski það takist.

fimmtudagur, desember 29

Snestorm i Danmark

Ja thad er nu meira, allur bærinn er ad fara yfirum utaf snjostorminum ogurlega - sem okkar a milli er bara oskop venjuleg snjokoma!! Thad er svo fyndid ad hlusta a utvarpid, ekki talad um annad og allt voda hættulegt, svo kikir madur ut og ju vist, thad snjoar og aldrei thessu vant er lika sma snjor a vegunum en thad er ekki einu sinni hvasst. Vitleysingar :o)

En ja, vid Brynulf erum buin ad hafa thad alveg vodalega notalegt nuna um jolin. Fengum ønd i appelsinu a jolunum, sænska svinaskinku a joladag og thad gekk nu bara vel ad galdra matinn fram :o) Vid fengum fullt af finum gjøfum i ar, thad var hreinlega ekkert sem ekki slo i mark - eg hreinlega man ekki eftir ødrum eins jolum. En audvitad søknudum vid bædi fjølskyldunnar sem var vids fjarri.

Vid kiktum til Sverige a afmælinu pabba. Eg thurfti ad fa einu nummeri stærri brettasko og Binni hafdi fengid gjafakort i utivistarbud. Thad var mjøg svo jolalegt og sætt i Malmø enda slappa sviarnir af med ad salta allar gøtur upp a lif og dauda svo madur nadi ad heyra brakid undan fotunum thegar madur gekk i snjonum :o) Thannig ad eg fekk svona extra jolaskapssprautu beint i æd vid ad kikja yfir sundid. Elska thetta brak!

Ja, nuna er eg svo buin ad koma mer vel fyrir a Panum, er ad reyna ad berja saman CV-i svo eg geti farid ad sækja um vinnu. Thad tekur ottalega langan tima ad gera svona, eg er lika svo oviss um hvernig their vilja ad thetta se gert herne i DK. Eg vona bara ad einhver sjai aumur a mer og radi mig i vinnu.

Jæja, eg verd ad halda afram, sendi stort jolaknus a ykkur øll!

föstudagur, desember 23


Madur er nu duglegur ad skreyta... Posted by Picasa

og a medan f�r husbondinn ad hvila luin bein (fallegri utgafan) Posted by Picasa

Jól í Dk

Jamm, við Brynjulf ætlum að halda jólin hérna i DK, hann er að vinna svo mikið og ekki getur maður farið að skilja kallinn sinn eftir einan um jólin. Ég er handviss um það að það eigi eftir að vera voðalega notalegt hjá okkur yfir hátíðarnar, en ég efast heldur ekki um að maður eigi eftir að sakna fjölskyldunnar og vina.

Við eigum enn eftir að stússast fullt fyrir jólin, allir pakkar komnir en vantar eitt og annað matarkyns i kofann. Svo var ég líka að fá sendingu frá kertasníki svo það verður að fara og kíkja á föt svo maður lendi ekki í jólakettinum :o) svo langar mig aðeins i tivoli að komast i aðeins meira jólaskap (reyndar er sanni tilgangurinn að finna jólate), og svo á að búa til konfekt og kanski baka jólakökur. Hugsa að þetta taki daginn i dag og jafnvel vel það.

miðvikudagur, desember 21

Loksins komin i jólafrí

Ég er svo fegin að vera komin i jólafrí!! Það er ekki hægt að ímynda sér hvað ég er sátt við lífið og tilveruna akkúrat núna.

Það er búið að ganga vonum framar i prófunum, ég var alveg við það að gefast upp fyrir seinasta prófið en einhvernveginn tókst mér að klöngrast í gegnum þann lestur líka. Eftir næstum 7 ára háskóla nám er ég komin með nett ógéð á prófalestri. Núna á ég ekki nema 1 próf eftir og þá er ég bara búin! (það er ekki fyrr en i janúar)
Það er hálf skrýtið að hugsa til þess að eftir næsta próf verð ég bara læknir og í staðinn fyrir að vera hundleiðinleg og geta ekki hitt fólk og svona útaf lestri verður það útaf vöktum i staðinn. Annars er ég ekki komin með neina vinnu ennþá fyrr en í júni, hef ekki mátt vera að því að sækja um neinstaðar ennþá, þannig að kanski verð ég bara atvinnulaus og hef nógan tíma.

Eftir að hafa komið mér heim frá Holbæk i dag, hef ég þrifið kofann hátt og lágt og er við það að komast i jólaskapið. Ásta sendi Binna með piparkökur og malt á undan sér og Ámunda, en þau koma hérna bráðum og svo á að kíkja út að borða. Þau eru á heimleið og gista hér i nótt mér til mikillar ánægju. Ég ætla að kveðja að sinni og skella mér i sturtu áður en þau koma.

laugardagur, desember 10

Nýr prins

Kominn glærnýr frændi i heiminn i dag, Guðrún kærastan Kára frænda þvílíkt búin að hafa fyrir þessu i 2 daga svo það er greinilega verið að vanda sig :o) Óska þeim auðvitað til hamingju með prinsinn.

Annars er lítið fréttnæmt, það tókst vel til i jólagjafakaupunum í gær, vid erum næstum komnar með alla fjölskyldupakkana. Restina tek ég bara eftir próf 21.des ef það verður eitthvað eftir i búðunum. Var voða gott að komast til Malmö, í búðunum hérna er allt troðfullt af fólki, mestmegnis íslendingum. Fékk líka að komast i kökuboxið hjá Ástu og Ámunda :o)

Jæja, meiri laugardagurinn, sit heima og nenni ekki að læra - frekar glatað. Vona að ykkar kvöld sé aðeins meira spennandi.

Fullt of flottum ljosum i Malm�, Asta ad komast i jolagjafagirinn. Posted by Picasa

föstudagur, desember 9

Próf og pakkar!

Nú þarf bara að lifa prófið af svo ég komist til Sverige að kaupa pakka!!

Veit orðið allt um niðurgang og smitsjúkdóma í Indlandi, vona bara að prófdómarinn fari nú inn á það en ekki eitthvað allt annað, maður veit sko aldrei með svona kalla. Ef einhver er á leiðinni til Indlands get ég verið innan handar ef ykkur vantar heilsuráðgjöf :o)

Já, svo var ég að komast að því að það gæti farið þannig að ég þurfi að flytja frá DK núna þegar ég klára í janúar. Skatturinn gæti verið mér fjötur um fót ef ég flyt ekki úr landi i nokkra mánuði og kem aftur. Meira um það seinna þegar ég sjálf veit meira.

Wish me luck

fimmtudagur, desember 8

Flensa skensa

Það er sko ástand á stelpunni! Er búin að vera með flensu(r) núna síðan á laugardaginn og er ekki búin að gera mikið af viti á meðan. Hélt ég væri orðin fersk á sunnudaginn en þá tók bara ný flensa við á mánudeginum. Ég hefði átt að dissa danina meira fyrir það að vera svona miklir vælukjóar þegar þeir verða veikir, við Berglind vorum einmitt að tala um hvað þeir væru nú miklir aumingjar og mæta ekki við minnsta kvef en svo hefnist okkur heldur betur fyrir sögð orð.

Fyrsta prófið mitt er á morgun, get ekki beðið eftir að það sé búið. Ég er ekkert farin að stressa fyrir þetta próf enda ekki mikið hægt að undirbúa sig fyrir svona kjaftapróf, árangurinn veltur allur á því hver er að prófa mann og hvort þeir fíli hvernig maður talar við sjúklingana og hvort maður sé sammála þeim i hvernig eigi að meðhöndla ýmsa kvilla. Mér ætti að vera nokkuð sama svo lengi sem ég næ en ég þykist nú samt vita að ég verð voðalega pirruð ef þeir verða ekki góðir við mig, nenni ekki að byrja prófin illa núna á seinustu önninni.

Á morgun ætla ég svo að þeysa yfir til Malmö og versla jólagjafirnar með Ástu systir, hlakka mikið til að sjá stelpuna og fara i búðir :o) Ef þið sem eruð svo heppin að eiga rétt á pakka frá okkur systrunum viljið vera viss um að þið fáið eitthvað sem þið viljið þá er ekki seinna vænna en að senda okkur óskalista.

Jebbidi, ég verð víst að kíkja aðeins í bækurnar til að friða samviskuna svo ég sofi nú i nótt.

sunnudagur, desember 4


Oli og Sunna l�gdu til husn�did i julefrokost okkar bradavaktarinnar. Vard reyndar mikid mannfall vegna veikinda en vid hin h�fdum thad voda huggulegt - verdur samt ad vidurkennast ad thetta var nu liklega rolegasti julefrokost aldarinnar :-) Posted by Picasa

Fengum kengurur, krokodila og annad godg�ti Posted by Picasa

Bj�ssi baud okkur ut ad borda :o) Posted by Picasa

fimmtudagur, desember 1

Komin i gírinn

Halló halló! Já, ég loksins komin á netið aftur, veit samt ekki hversu lengi það endist i þetta skiptið.

Af okkur er allt gott að frétta, nóg að gera og ég er fyrst núna að komast i prófgírinn. Fyrsta prófið er eftir viku og ég er svo langt frá því að vera tilbúin i slaginn.
Bjössi frændi kom i heimsókn seinustu helgi og við fórum í leiðangur með honum og Helgu, voða gaman að sjá kallinn, en annars erum við nú bara búin að vera frekar róleg upp á það síðasta. Thad hafa bara verið spilakvöld og þessháttar herlegheit á döfinni. Stefnan er að reyna að halda sér rólegum fram að jólum, en sjáum nú til - bráðavaktin heldur julefrokost um helgina og það er sko aldrei að vita hvað gæti gerst þar.

Guðmundur Árni litlibróðir á svo afmæli i dag, óska honum innilega til hamingju með daginn :o) Ciao i bili

laugardagur, nóvember 12

Netlaus!

Já það er ekkert net heima hjá okkur þessa dagana. Fyrirtækið sem sér um nettenginguna hjá öllum leigjundum Lejerbo fór í fílu við þá og lokaði bara á alla kúnnana rétt sí svona. Við verðum því að treysta á nágranna med netlausar tengingar i næstu húsum til að komast online - þess vegna hefur lítið verið um blogg hjá mér síðustu viku.

Ætla að henda inn myndum úr brúðkaupinu Alisu núna á eftir ef ég helst inni á netinu. Þetta var fínasta brúðkaup, þau héldu það jafn langt frá Kaupmannahöfn og hægt er að komast án þess að fara úr landi, þetta var því alveg heillrar helgar prógram :o)

Það gékk líka áfallalaust að verða árinu eldri, hélt að ég tæki nú kanski léttann tremma yfir því að vera orðin svona gömul en það fór allt vel, munar svo miklu að vera með unglambi. Hafði líka í nógu að snúast að hafa áhyggjur af matnum ;o) Já, svo má ég ekki gleyma að þakka þeim sem mundu eftir deginum.

Annars hefur vikan bara lidið frekar hratt, mamma Brynjulfs kom i heimsókn og svo kíktu Katrine og Mathias aðeins á okkur fra Esbjerg. I gær skelltum við okkur svo i jóla-tivoli og smá get2gether i nyhöfn með Ástu, Áma, Önnu og Abba. Nú er ég nýkomin úr IKEA og er að fara i partý hjá Idu (hef ekki djammað lengi lengi og nú er sko aldeilis tilefni því ég er loksins búin með dvölina i Holbæk)!!! Verð nú að fara að hætta þessu blaðri ef ég á að ná að hafa mig til.

Góða helgi

fimmtudagur, nóvember 3

Sudoku

Ja, eg er greinilega ekki su eina sem er ordin hukkt a thessu sudoku ædi. Eg er alltaf ad reyna ad spara sudokuid i Metro express i lestinni a morgnana en HERNA er hægt ad prenta ut sudoku vid hvers mans hæfi.

Aldrei thessu vant eitthvad frettnæmt :o)

Ja, thad vill oft verda langt a milli thess ad eg blogga, thad gerist litid frettnæmt og svo thykist eg alltaf vera jafn upptekin i skolanum.

Annars er eg nu med sma frettir, Sigga vinkona og Thomas eignudust son- Kristoffer Thor! nuna 25. oktober, stor og sætur strakur og allt gengur vel hja theim. Svo eru Habba og Henry flutt i "hvita husid" sem thau eru thvilikt buin ad taka i gegn. Frekar fullt ad missa hana ur gøtunni en frabært fyrir thau ad vera komin i sitt eigid. Hlakka til ad sja hvernig ibudin verdur thegar allt er komid a sinn stad.

Svo litur lika ut fyrir ad helgarferdin okkar Brynjulfs til Helsingør thar seinustu helgi se heldur betur farin ad vinda upp a sig, vid Brynjulf erum nokkurnveginn buin ad kaupa okkur ibud thar en thad a eftir ad ganga fra smaatridunum. Reyndar er thetta enntha bara hola i jørdina, thad er ekki byrjad ad byggja thetta enntha en vid fellum svona lika fyrir planinu og slogum bara til. Eg held vid seum half klikkud, erum i hæstalagi buin ad vera klst i bænum og ætlum ad kaupa hus thar! Svo byrjudu audvitad vextirnir a lanunum ad thota upp daginn sem vid skrifudum undir, vona bara ad thaeir slappi af aftur fyrir næsta haust thegar vid gøngum fra thessu.

Ja, thetta voru nu helstu frettirnar i bili. Thad fer ad styttast i thad ad eg verdi buin med dvølina i Holbæk, ekki nema rum vika eftir. Eg hlakka svo til ad komast aftur til Kbh og geta hitt folk og æft aftur, eg er svo daud eftir dagana thar. Eina astædan fyrir thvi ad eg næ ad blogga nuna er ad eg er ad skropa, hefdi ekki komist i klippingu og thurfti lika ad thvo og lesa. Frekar lelegur rebel sem skropar bara til ad thrifa og læra :o)
Framundan er svo J-dagur a morgun, brudkaup i Jotlandi a laugardaginn, thynnka og laaaangt ferdalag heim aftur a sunnudaginn, afmæli a manudaginn, tengdo i heimsokn og matarbod hja Hildi a thridjudaginn. Strembid program sem tho lofar godu!

föstudagur, október 21

Dvali svali!

Ég var réttspá, heldur betur búin að vera i dvala þessa vikuna.
Það var voðalega erfitt að byrja aftur i Holbæk, maður sofnar aldrei á réttum tíma en þarf samt að vakna fyrir allar aldir og kemur ekki heim fyrr en seint um síðir. En það er góð stemmning á deildinni og það skiftir öllu. Mikið eru börn líka yndisleg :o) Ég var nú samt fegin að fá helgarfrí i dag eftir laanga sólarhringsvakt.

Brynjulf kom aðeins heim á þriðjudaginn (er að kenna fótbolta í Sports camp i Farum þessa vikuna svo ég hef verið mest ein á meðan), og svo fór ég i mat og hygge til Sifjar og Gríms á miðvikudaginn, annars er ég búin að vera límd fyrir framan skjáinn (annaðhvort tölvuna eða sjónvarpið) þá tíma sem ég hef haft hérna heima. Hef ekkert komist i gymmið alla vikuna, svo ég á líklega ekki eftir að passa í nýju íþróttafötin þegar ég loksins kemst í það að fara að nota þau :o)

Helgin verður buisy hjá mér. Auður heldur upp á afmælið sitt í kvöld, svo á að gæsa Alisu allann daginn á morgun, kíkja á aðstæður i Helsingör sunnudagsmorguninn og skella sér svo yfir til Sverige til að plana skíðaferð með fjölskyldunni og halda upp á útskriftina hjá Skástu systir á sunnudaginn. Uff.. og mér sem er skapi næst að skríða beint upp í rúm og sofa alla helgina - Gugga gamla!!!

sunnudagur, október 16

Sunday, bloody sunday

Þetta var ekkert smá löng vagt i gær.... uff, ég var næstum búin að gleyma því afhverju ég hætti að taka FADL vagtir en ég fer víst á aðra vagt i kvöld en er ekki enn búin að fá að vita hvert ég á að fara ennþá.

Á morgun byrjum við Berglind svo aftur á Holbæk, að þessu skipti í barnalækningum sem verður án efa mjög áhugaverður kúrs. Hlakkar bara til að byrja aftur þó það þýði að við þurfum að koma okkur út úr húsi um 6 leitið og komum ekki heim fyrr en um kvöldmat aftur. Við endum líklegast i social-dvala á meðan :o)

Jamm, svo er Magnús bróðir byrjaður að blogga, skelli inn link á strákinn eftir 5.

laugardagur, október 15

Prinsinn fæddur!

Já, þá er prinsinn fæddur!
Mary og Friðrik orðin foreldrar. Daninn er alveg búinn að bíða sperrtur eftir þessu í næstum 9 mánuði svo það á nú aldeilis eftir að vera umfjöllun um litla krónprinsinn í öllum fjölmidlum næstu vikurnar. Greyin fá ekkert að vera i friði með litla unganum sínum.

Já, ég er skriðin upp úr flensunni en ekki alveg orðin tip top ennþá. Kíkti á kulturnat i gær með Sunnu og Óla, við vorum pínulítið seint á ferð en náðum nú samt að fanga stemninguna og heyrðum Green Concord spila á Studenterhuset. Ég verð nú samt að viðurkenna að mér fannst Hollenska hjómsveitin sem spilaði með þeim einginlega bara betri. Fannst söngurinn vera svo einhæfur (bædi texti og tónn) hja GC þó að lögin væru flott, en hvaða vit hef ég líka á tónlist :o) Við reyndum líka að ná á sýninguna um stríðsárin sem var á national museum-inu en náðum að koma akkurat þegar þeir voru að loka.

Ég er að hugsa um að slæpast aðeins núna, kanski lesa smá, og svo fer ég á kvöldvagt i Hvidovre. Búin að versla aðeins of mikið og þarf að fara að borga fyrir það ;o)

þriðjudagur, október 11

Flensa skensa

Eftir ágætis sunnudag þar sem ég slappaði af, vann húsverk og fór útá Lombardivej að hjálpa Höbbu með nýju íbúðina, náði ég að krækja mér i flensu og er búin að vera hálf ónýt síðan. Taldi mig vera að batna i morgun og stalst i brunch á Þvottó með Auði en verð víst að viðurkenna að ég er ekki alveg i toppástandi - er komin upp í sófa, i náttfötin og undir sæng og ætla að eyða deginum i vorkenna mér og glápa á seriur.

Binni kemur svo heim fra Frakklandi seinnipartinn, ætli ég nái ekki að heyra nýjustu plönin um bátakaup áður en hann stingur af á næturvakt :o) Er nú orðin hálf þreytt á því að hafa hann ekki hérna hjá mér. Verð að plotta plan til að halda honum heima i nokkra daga :o)

Ups, má ekki gleyma. Fékk að vita i gær að ég byrja i turnus 1.júni 2006 i Helsingör - ekki alveg draumurinn en ok samt. Vona núna bara að ég fái frí í júli svo ég nái nú að mæta i mitt eigið brúðkaup!

laugardagur, október 8


Flutningar i gangi Posted by Picasa

Tuttilutti

Eg er buin ad vera otrulega hress i dag. Var buin ad pretta Astu systir til thess ad koma og læra med mer en stakk svo af til thess ad hjalpa Sunnu skvisu ad flytja. Hun var ad versla ser ekkert sma sæta ibud a mjøg godum stad og ekkert svo langt hedan :o) Annars veit eg nu ekki hvort eg vard ad svo miklu gagni i dag thvi min let mig hverfa aftur tæpum tveim timum eftir ad eg kom, en tha vorum vid bunar ad flytja pinu dot og thrifa ibudina. Aumingja Oli var vist pinu tyndur a Amager thar sem hann var ad na i sofa, eg hugsadi thvi med mer ad thad yrdi ansi løng bid eftir næsta hlassi svo eg stakk bara af, var nu einu sinni med Skastu i heimsokn.

Eg er buin ad vera ok dugleg ad lesa med Astu en vid thurftum audvitad ad taka sma pasur i ad update-a hvor adra um eitt og annad og ad læra nokkur ny prjonamunstur :o) Ja, eg er alveg ordin hooked a thessum prjonaskap, madur er bara buin ad hoppa yfir fullt af timaskeidum og er bara komin a ellifilinginn løngu fyrir allar barneignir og annad sem ætti ad koma inn a milli.

Thad var god mæting a FILD dæmid i gær, vorum yfir 30 sem mættum i snæding og svo var haldid afram a Ideal bar. Vorum reyndar nokkur sem kiktum adeins yfir a Fredagsbar i skolanum en flestir mættu nu aftur a Ideal bar ad mer skilst. Eg er ordin svo gømul ad eg helt nu bara heim frekar snemma til ad vera hress i dag, var samt svo gaman ad hitta gamla gengid. Madur rekst ordid svo sjaldan a hina Islendingana thar sem vid erum øll i klinik hingad og thangad um bæinin - og fyrir utan hann :o/
Annars erum vid i mestu vandrædum, thad er endalaust mikid af islenskum stelpum i læknisfrædinni en bara ørfair strakar, veit ekki hvernig thetta væri ef Jon Hallur og Ørvar væru ekki duglegir ad mæta thegar vid gerum eitthvad. Hurra fyrir theim!

Jæja, ætla ad skella inn nokkrum myndum svo thetta verdur ekki lengra i bili.

Ups, ju eg oska audvitad Hildi svo innilega hjartanlega til hamingju med daginn!

Flutningar i gangi Posted by Picasa

Alltaf jafn s�tar og katar Posted by Picasa

Nyju skvisurnar a Panum Posted by Picasa

Hey svo var bara ein prjonamynd a minni vel :o) verdid bara ad afsaka svipinn Posted by Picasa

föstudagur, október 7

I, myself and me

Ja, eg er ordin ein i kotinu. Mamma for aftur heim (og afram til Hull) a midvikudaginn og Binni skellti ser til Frakklands i gær. Eg thykist ætla ad læra heilann helling a medan kallinn kikir a bata og skemmtir ser i Monako, en hingad til er eg buin ad halda ansi margar pasur, borda allt i skapunum heima og updatea sapuoperukunnattuna.

Endadi a vinkynningu upp i skola i gær komst ad thvi sem mig grunadi ad eg hef litid sem ekkert vit a vinum en thad a nu ad vinna adeins i thvi, madur verdur ad mæta a næsta "namskeid" lika. Verst ad madur gerir vodalitid snidugt eftir agætis lotu med 10 mismunandi vinum ;o)

I kvøld ætlum vid (allir islendingarnir i læknisfrædi i Kbh) ad hittast og snæda saman, svei mer ef thad a ekki eftir ad enda skemmtilega. Vona bara ad eg komist i girinn, buin ad vera ansi virk i smasulli nuna i lestrarfriinu minu og langar akkurat nuna ekkert i afengi.

Sidustu helgi heimsottum vid Mamma Astu og Ama i Malmø. Vid komumst yfir til Sverige beint fra Kastrup eftir mikid basl med lestarmidana. Asta og Ami toku vodavel a moti okkur, hvitvin og ostar og svaka luxus, mikid "hygge" thad kvøldid. Føstudagurinn for svo i ad thræda budirnar og endadi med veislumatid thar sem vid tøpudum okkur alveg i fettum og grettum (myndir a myndasidunni minni). Vid nadum svo sma auka leidangri a laugardeginum adur en vid mutta heldum til kbh til ad heilsa upp a Binna adur en vid færum til Pollands.

Ferdin til Pollands var hin finasta, vid fengum thrusu vedur og komumst heilar a høldnu fram og til baka - annars munadi nu minnstu ad vid misstum rutunni til Pollands og af ferjunni heim en thad slapp allt fyrir rest.
Eg akvad ad nota tækifærid ad rifja upp prjonakunnattuna fyrst mamma var med i før og thad var liklega stor thattur i ad okkur fannst 9 tima rutuferdin bara fin :o) Annars for svo i skapid a mer ad eg thurfti ad rekja 3 tima prjonavinnu utaf sma klaufavillu ad eg var nanast buin ad stinga prjonunum a bolakaf i alsaklausa manneskju mer vid hlid. (Hefdi skellt inn fullt af prjonamynum herna hefdi kortid i myndavelinni mømmu ekki bara gefist upp a fyrsta verkefni - ekkert sma pirrandi, vona ad hun fai nytt kort i nyju myndavelina)

Vid vorum a svaka finu hoteli og versludum meira en eg atti von a (serstaklega i ljosi thess ad vid vorum bunar ad fylla tøskurnar i Sverige fyrir brottfør), en thad var alveg passlegt ad vera bara i 2 næur i Stettin, vorum bunar ad ganga um allann gamla bæinn og skoda allar kirkjur strax a ødrum degi. Gleymdum svo ad panta tima i nudd og dekur og misstum thess vegna af the royal treatment. Allt i allt var nu samt voda huggulegt og gaman hja okkur mømmu.

miðvikudagur, september 28

ZZZZzzzzzzzzz.....

Bokasafnid nuna rett adan. Mer tokst ad vekja stelpuna a næsta bordi tvisvar vid thad ad hausinn a mer skall i bordid thegar eg sofnadi sjalf yfir lestrinum, akvad ad nu væri nog komid og ad folkid sem er a bokasafninu verdi nu ad geta sofid i fridi fyrir mer. Eg ætla thvi ad jata mig sigrada og finna mer eitthvad annad ad gera i bili.

Foturinn er aftur kominn i lag eftir steppid i seinustu viku, en eg tok svona lika vel a thvi i ræktinni bædi i dag og i gær ad eg a bara half erfitt med ad standa og sitja i dag, verdur thvi haldin ønnur (vonandi stutt) pasa fra ræktinni. Eg er nu samt sattari vid thessa pasu en tha fyrri thar sem eg get haldid thvi fram ad eg hafi nu bara verid of dugleg ;o) Annars er thad half hættulegt ad vera farin ad stunda gymmid aftur, manni finnst ordid allt i lagi ad henda i sig allskonar køkum, nammi og ødru sukkfædi.

Thad helsta i frettum er svo ad mamma kemur annadkvøld og eg ætla ad skella mer med henni ad heimsækja Skastu i Sverige fram a laugardag - heppilegt lika ad mamma kemur med nyja visakortid mitt svo eg get tekid upp gledi mina og verslad fyrst eg kemst ekki i skolann :o) Eg veit amk um nokkra boli sem eg verd ad eignast!

A sunnudaginn ætlum vid mamma svo ad halda af stad i ferdalag. Vid tokum upp a thvi ad panta okkur rutuferd til Stettin i Pollandi thar sem vid ætlum ad lata stjana vid okkur i 2 nætur a finu hoteli (eftir øll othægindin i rutunni) og svo ad menningardundast eitthvad adur en vid høldum aftur heim.
Eg thykist nu vita ad thad eigi eftir ad koma nokkrar godar søgur ur thessari ferd, hlyt ad geta tynt vegabrefinu minu, latid handtaka mig eda lent i einhverskonar ogøngum eins og mitt eitt er lagid. Eg veit ad thid bidid spennt eftir ad heyra hvernig thetta fer allt saman hja okku en thangad til eru allar uppastungur um thad hvernig eg geti best kryddad ferdina vel thegnar :o)

Jæja, ætla ad koma mer hedan af biblio a medan eg get, ætla ad kaupa i matinn og kanski taka til adur en eg fer til Randiar ad plana gæsapartyid hennar Alisu skvisu.

sunnudagur, september 25

Ja, fyrst eg er løt i dag vildi eg bara benda ykkur a thessar myndir af okkur i pudinu tharseinustu helgi... thad var ekki sama letin tha.

Vikan sem leid

Uff... algjør sunnudagur i stelpunni. Mætti i afmæli/kandidatsfest hja Thor Magnusi i gær og tok vel a thvi. Mjøg vel heppnad party med mikid af godu folki, eg var nykomin heim thegar Brynjulf mætti ur vinnuni kl 7 i morgun.
Eftir morgunlur forum vid svo nidur a beboermøde - atti nu von a thvi ad thad yrdi fundad og svona og nøldrad yfir hinu og thessu, en viti menn, thad var vist bara matur, kaffi og køkur til ad vid gætum kynnst hvort ødru herna i husinu. Eg kvarta ekki yfir thvi ad fa serverad mat thegar madur er i svona sunnudags-sofadyrs-stemmningu :o)

I sidustu viku hefur skolinn legid svolitid a hillunni, enda er min aftur mætt a rikid og tharf ekki ad fara til Holbæk fyrr en eftir 3 vikur. Social lifid hefur thvi verid prioriterad hærra en undanfarid. Nadi thvi ad skella inn opnun a listasyningu (Ali vinkona ein af listamønnunum), heimsokn i Tivoli, einni kaffihusaferd og heilum 3-ur matarbodum i vikunni. Eg ætladi nu lika ad taka a thvi i ræktinni thessa vikuna, en eg tognadi all illilega thegar heilar 5 minutur voru lidnar af fyrsta step timanum og matti thvi endurmeta thau pløn. Alltaf sama lukkudyrid!

Er reyndar lika mikid buin ad reika um budirnar i leit ad stigvelum til ad koma i stad theirra gølludu. Fann eitt par sem passadi en sem ekki stodst gædakrøfurnar thegar heim var komid og Brynjulf var sendur i ad skila theim thvi eg var hrædd um ad annars myndi eg bara tritla heim med enntha eitt parid af skom svo voru ekki alveg ad gera sig. Sem betur fer akvadu Asta, Amundi, Hildur og Oskar ad koma yfir til Kbh og djamma a føstudeginum, thannig ad eg gat dregid Astu (sem er thvilikt lukkudyr ad hafa med i budirnar) med mer i leidangur - og viti menn med hana i eftirdragi rambadi eg beint a bud sem seldi stigveli eins og thau sem eg fell fyrir i seinustu viku og nuna er eg aftur ordin stoltur eigandi ad brunum ledurstigvelum.

Nu ætla eg svo bara ad dunda mer heima, legg ekki i ad lesa enda komin svo langt aftur ur lestrarplaninu okkar Berglindar (ætludum ad klara hvert fag a einni viku, frekar metnadargjarnt og audvitad alveg ogeranlegt). Kvøldid fer svo liklega i sofalegu og sjonvarpsglap. Planid er ad lesa bara meira a manudaginn ;o)

laugardagur, september 17

Sagan um finu stigvelin

Jamm eg ætladi ad fara ad segja ykkur fra nyju finu stigvelunum minum sem eg versladi i dag, ekkert sma anægt med thau thangad til ad eg syndi Binna thau nuna thegar hann kom heim og viti menn, thad er stor galli a stigvelunum og min tharf bara ad skila theim (var seinasta parid). Eg sem er buin ad vera i skyjunum yfir theim i dag er nuna ordin frekar leid. (Stigveli sem passa a mig eru jafn sjaldsed og hvitir hrafnar).

Annars er thad sem lidid er af helginni buid ad koma skemmtilega a ovart. Føstudagurinn for i spjall a msn, allskonara utrettingar a netinu og samhlida bakstur, thangad til ad Asta systir kom og vid forum med Binna i bæinn. Hittum Thori og forum svo ad versla og allir fengu sko eitthvad nytt og fint. Vid huggudum okkur svo yfir videoi og nammi undir sæng.
Vid Asta heldum svo afram ad versla thegar vid vøknudum, og svo komu Alisa og Katrine i kaffi og køkur thegar Asta for heim til Sverige.

Ætli eg neydist ekki til ad læra a morgun og sinna heimilinu, thad er vist ekki hægt ad spreda peningum og vera latur marga daga i rød :o) en nuna er Binni nykominn heim ur vinnunni og vid ætlum ad gera eitthvad snidugt. Heyrumst bara seinna.

fimmtudagur, september 15


Gleymdi svo alveg ad segja fra thvi ad eg vann i poker (fyrsta skipti sem eg spila svoleidis) og er her ad gledjast yfir pottinum!! Liklega bara byrjanda heppni, en thad er nu engu ad sidur frettnaemt thegar heppnin fylgir stelpunni. Posted by Picasa

Komin helgi i stelpuna :o)

Ja, fimmtudagsmorgunn kl rumlega 8 og min komin i helgarfiling. Spilar kanski inn i ad min er ad skropa i fyrstu timana i skolanum i dag, otrulegt hvad madur er miklu hressari ad vakna 8 en ekki half 6. Eg vaknadi i nott og fann ekki hringinn minn og leitadi daudaleit ad honum og var thessvegna adeins of threytt til thess ad vakna a rettum tima i morgun, en sem betur fer er hann fundinn (gleymdist i sloppnum eftir adgerd i gær eins og eg vonadi).

Vid nadum med klækjum ad færa skyldutimana a morgun til kl 3 i dag = seinasti dagurinn hja okkur a Holbæk i bili. Mikid hlakka eg til ad geta sofid lengi alla morgna næsta manudinn... mmmm

Nu er eg veik i ad flytja til Sverige, fekk alveg bakteriuna thegar eg heimsotti Astu og Amunda a Sunnudaginn. Thau bua i huge ibud, beint nidri i bæ og eru med risa iskap og stort eldhus og allt a godu verdi. Meira tharf ekki til thess ad tæla mig :o) Eg hugsa ad thad eigi eftir ad fara margar helgar i ad heimsækja thau a næstunni. (Mest audvitad utaf Astu og Amunda en ekki ibudinni).

Eg er lika buin ad tæla mømmu i ad koma i heimsokn til okkar nuna um manadarmotin, var mest allan gær daginn a netinu ad leita ad midum og plotta. Eg ætla nefnilega eg ad draga hana med mer i einhverja helgarferd fyrst eg er svo heppin ad fa upplestrarfri fyrir profin 3 manudum fyrir prof thar sem lesturinn gerir vodalega litid gagn, (planid er ad vera dugleg ad lesa og verdlauna sig med sma ferd). Vid erum samt badar frekar blankar ad vid endum eflaust med rutuferd til Stettin i pollandi eda eitthvad alika - kemur i ljos, en thad verdur amk gaman hja okkur.

Hmm.. jæja, ekki meiri leti, eg verd vist ad koma mer til Holbæk.

laugardagur, september 10

update

Jamm, fra thvi ad eg kom aftur til DK hef eg:
  • Thurft ad mæta a spitalann i Holbæk a hverjum morgni (kennsla)
  • thar af leidandi ekki komist svo mikid i ræktina
  • ekki nad ad svara tølvuposti
  • drepid heilann helling af kongulom (vid erum ad tala um hundrud)
  • fengid Astu og Amunda tvisvar i heimsokn
  • djammad tvisvar
  • haltrad um (rustadi fætinum eftir allann dansinn i Norge)
  • tynt lyklunum minum i lestinni
  • haldid arangurslausa leit ad thessum lyklum
  • brotid upp lasinn a hjolinu minu
  • hætt ad reykja - og nuna skal thad virka
  • bordad endalaust... og eg er ekki ad djoka
  • solad mig og skemmt mer i gørdum kaupmannahafnar
  • hjolad um i rigningu
  • vaknad kl half 6 a morgnana og farid ad sofa um 22 :-(
  • sed tvær fædingar sem gerdu thad thess virdi
  • verid svakalega sybbin
  • latid mig dreyma um heimsreysu eftir utskrift fyrir turnus
  • saknad vina minna
  • fengid bodskort i brudkaup
  • og ekki gert neitt fyrir mitt eigid
  • gleymt thvi ad eg ER ad spara
  • fengid einhverja flensupest
  • eitt heilum fridegi ad klippa runna og mala grindverk
  • fengid malingu i uppahalds trefilinn minn
  • verid pinu leid
  • ordid fyrir aras af risaflugu (rett adan!)
  • pottthett gleymt einhverju merkilegu :o)

Reunion

Tha var komid ad thvi sem allt sumarid var planad i kringum - runionid i skolanum i Noregi.

Eg tok Binna med mer, var nu half hrædd vid thad en thad gekk nu bara fint engu ad sidur. Hann sa ansi vel um sig sjalfur svo eg nadi ad gera thad sem eg sjalf vildi an thess ad thurfa ad hafa ahyggjur af honum.
Eg var lika halfhrædd vid thad hvernig yrdi ad hitta alla aftur, hefdi madur nu enntha eitthvad sameiginlegt og svona. Eg hefdi nu bara geta sleppt thvi ad hafa ahyggjur thvi thetta endadi allt svo vel. Eg nadi eg ad rebonda vid alla gømlu vinina sem mættu, og kynntist ødrum betur en fyrr. Vid djømmudum ansi mikid og eg hef ekki dansad svona mikid sidan eg var i skolanum fyrir 10 arum. Madur gat lika alveg verid madur sjalfur og thurfti ekki ad ganga i augun a neinum.
Vorum lika svaka heppin ad fa gott vedur svo vid nadum ad njota thess ad vera uti, hoppa i hafid, sigla a kajak og bara rølta um svædid og rifja upp gamla tima. Thad er eiginlega ekki hægt ad segja hvernig thad var ad koma aftur an thess ad folk hafi vitad hvernig thad var ad vera i skolanum og eg ætla ekki einu sinni ad reyna thad.

Myndir Ali:
Myndir Annie:
Myndir ( reunion og gamlar myndir)Mohammed:

Hvar a eg ad byrja?

Jæja, eg ætla ad reyna ad koma nidur nokkrum linum herna a bloggid mitt. Verst ad er eg nu eiginlega bara buin ad gleyma høfudpartinum af thvi sem eg ætladi ad segja fra svo thid faid bara stuttu utgafuna.

Ok, byrjum a Noregsferdinni. Vid sigldum ju til Læso og vorum thar med tengdafjølskyldunni i nokkra daga. Ekkert spes vedur og mer leiddist nu bara eiginlega pinu, var nu samt svo fegin ad vera aftur komin med fast land undir fæturnar (vard frekar sjoveik a leidinni thangad thratt fyrir sjoveikisplasturinn). Hef sjaldan hlegid jafn mikid eins og thegar vid spiludum pictionary eitt kvøldid, mamma Brynjulfs var ekki alveg ad skilja spilid og hun og tengdasonurinn svindludu ut i eitt. Annars letum vid nu bara dekra adeins vid okkur, hjoludum um eyjuna og bordudum is. Thad frettnæmasta vid thennan hluta ferdarinnar var ad elsku Binni var svo stressadur ad komast fra Læso adur en vedrid versnadi ad hann hlammadi ser a fotinn a mer i einhverskonar tilraun til ad na øllum thvottinum sinum i einni hreyfingu med theim afleidingum ad elsku litla tain min brotnadi!! Alveg typisk Gugga, brjota a ser litlutanna thegar madur er ad fara i ferdalag sem krefst thess ad madur labbi heilann helling.

Binni lagdi i hann a undan mer, eg lagdi ekki i ad sigla i einhverju ovedri i litla batnum hans og eyddi thvi næsta solarhring i ad taka ferjuna yfir til Jotlands, svo lest og adra lest og svo aftur ferju yfir til Kristianssand thar sem slapp med sma rutuferd. Binni og Solveig toku svo a moti mer thegar eg kom til Arendal :o) Vorum thar bara eina nott, kiktum i heimsokn til Solveigar og Andra, forum svo ad bada i einhverrri a med Knut og Lene (vid Lena satum nu bara med lappirnar oni og nutum thess ad lata solina skina a okkur medan strakarnir voru eitthvad ad sanna sig i vatninu). Um kvøldid kiktum vid svo ut med Solveigu. (Fann einmitt draumaservietturnar a kaffihusi kvoldsins, en hef ekki verid svo heppin ad koma høndum minum yfir thær enntha.)

Svo var ferdinni haldur nordur til Vesterålen, komum nu reyndar vid hja Ømmu Binna og afa i sveitinni adur en vid forum i flugid, eg fekk ad rada i mig berjum i øllum utgafum og tegundum, held ad thau hafi aldrei hitt neinn jafn anægdann med berin i gardinum fyrr :o)

Svo tok vid vika i Sortland (liggur i Vesterålen sem eru eyjarnar rett fyrir nordan Lofoten).
Afi Binna var svo godur vid okkur, hann var endalaust ad syna okkur eitthvad i nagrenninu, keyrdi okkur um allt, eldadi fyrir okkur og svo videre. Vid fengum nokkra mjøg goda daga og svo audvitad lika thoku og regn lika, en godu dagarnir voru eiginlega eins og eg mundi eftir godu sumardøgunum a Siglo thegar eg var litil.

Vid tokum tvo daga i ad keyra um Vesterålen, fullt af flottum fjollum og natturu, minnir pinu a Island bara miklu grænna utaf øllum trjanum(myndir). Vid saum medal annars yfirgefid sjafarplass sem var svo draugalegt, um leid og vid komum inn i bæinn hvarf solin fyrir thykkri thoku. Mavarnir voru bunir ad taka bæinn undir sig og mer var bara hugsad til thess hvort ad Siglufjørdur eigi eftir ad enda sem svona bær.
Vid forum svo einn dag i sumarbustadinn hja Kari (systir pabba hans) og tyndum ber (eg aftur hæst anægd med ad rada i mig berjum, verst hvad thad var sart ad arka um i hlidunum i lanudum stigvelum og med brotna ta). Binni fekk svo ad sigla ut a vatnid vid bustadinn ad veida (thetta var bara byrjunin, strakurinn fekk slæmt case af veidisyki i thessarri ferd), og a medan spiladi eg vid frænkurnar.

Eftir thetta kvøld a vatninu vard Binni alveg veidiodur. Thad byrjadi med thvi ad sama hvert vid keyrdum vard ad stoppa vid øll vøtn og hann thurfti ad fa ad kasta sma, thad var nu ekki nog svo eitt kvøldid var eg thvi tekin med i veidiferd med honum og Uve (madurinn Kariar). Their drogu mig ut um allt og eg skakklappadist a eftir theim tabrotin i of litlum stigvelum sem laku. Their voru audvitad med svaka flugustangir og læti og eg fekk 50 ara veidistøng lanada hja Brynjulfi gamla, thad kom samt ekki i veg fyrir ad eg var su eina sem fekk fisk i fyrsta vatninu. Strakarnir sættu sig audvitad ekki vid ad fa ekkert svo their fundu annad vatn a ledinni heim (thad vel falid bakvid svaka skog med brjaludum beljum og storgryti) og heldu afram thar til Binni fekk fisk lika og eg var buin ad slita linuna (nota bene eftir ad eg fekk annan fisk).

Sidasti dagurinn for svo i thad ad klifa stærdarinnar fjall til thess ad komast ad einhverju veidivatni, eg var nu buin ad vara Binna vid ad thad gæti verid erfitt fyrir mig ad fara i svona lika miklar fjallgøngur tabrotin en thad hræddi hann ekki mikid. Vid komumst frekar klakklaust upp a fjallid en leidin nidur og ad vatninu var hreinasta helviti! Byrjadi med myflugu aras daudans, svo toku vid adrar stunguflugur. Eg hafdi fengid lanada adeins of litla gongusko og brotna tain slost inn i skoin vid hvert skref nidur a vid, thad var svaka bratt nidur og ekkert nema storgryti undir sma grodri sem for allt a fleygiferd thegar eg steig a steinana. Held eg hafi verid komin nidur halfa hlidina thegar eg for ad grata og neitadi ad fara lengra nidur! Brynjulf fekk mig nu samt nidur af vatninu en eg var ekki su sattasta. Eftir smastund var eg farin ad gefa skit i øll flugnabitin og farin ad veida a bikininu.
Binni akvad svo ad kikja a næsta vatn en eg var ekki mikid fyrir ad arka svo langt med blødrur a fotunum og vangefna ta, eg vard thvi eftir. Thad var hrein snilld, eg sleit snuruna i næsta kasti og thar sem Binni for med allt veididotid med ser akvad eg thvi bara ad fa mer nesti, en ups Binni var ju farinn med tøskuna lika, tha ætladi eg nu heldur betur ad finna mer stein sola mig og fa mer ad reykja (til ad halda flugunum i burtu) eg var med fullt af sigo en wupsi, Binni tok kveikjarann MINN med ser! eg var thvi stuck uppi a fjalli vid eitthvad vatn, ogøngufær, svong og skitug med ekkert ad gera og 100.000. myflugur sem vildu mig dauda - Verd ad vidurkenna ad eg hef oft hugsad fallegra til Binna en akkurat tha!

Thetta var nu samt i heildina hin finasta ferd og voda gaman ad sja fjølskylduna hans og upplifa svona flotta natturu, svo var lika dekrad svo mikid vid okkur, vid vorum endalaust bodin i kaffi og mat allstadar og eg hugsa ad eg hafi nu bara aldrei bordad jafn mikid og i thessari ferd, enda fullt af godum fisk, berjatertum og thesshattar i bodi :o)

Fra Sortland forum vid svo til Flekke (reunion dæmid). Klassisk Gugga tekin a thad lika, løgdum af stad kl half 5 um nottina fra Sortlandi til ad komast a flugvøllinn i Kevik, Binni flaug thadan kl 7 en eg vard ad bida til kl 3 eftir minu flugi. Hittumst svo i Oslo og flugum saman til Førde, fekk nu lika ad bida thar til kl 23 eftir fari i skolann (misstum af rutunni utaf seinkunn a Førde fluginu). En svo tok vid ein skemmtilegasta vika sumarsins. Skrifa um thad seinna, thetta hlytur ad vera nog i bili.

laugardagur, ágúst 27

Bilad

Asta og Amundi eru i heimsokn :o)

Netid heima virkar ekki svo eg dro thau med a bokasafnid, hef ekki skodad postinn minn i viku og hef ekkert getad bloggad fra eg kom heim fra Noregi. Kemur samt ekkert blogg nuna thvi thau eru ad bida eftir mer, nadi ad setja inn myndir fra Noregi a myndasiduna mina, (til hægri) thid getid kikt a thad thangad til ad netid er komid i lag hja mer og eg fæ tima til ad skrifa nokkra linur um Noregsferdina miklu, reunionid, HOLBÆK og heimsoknina fra A og A.

Heyrumst

Ps. Habba til hamingju med afmælid

sunnudagur, ágúst 14

Reunion i Noregi

Ja, er komin a 10 ara reunion i gamla skolanum i Noregi. Ekkert sma hvad timinn lidur hratt hja manni, ser thad best nuna thegar slatti af gamla genginu mætir med hendurnar fullar af børnum :o)

Annars er folk ekki svo breytt utlitslega, kanski 5 sem eg hefdi ekki thekkt uti a gøtu kalla thad nu gott a 10 arum. Strakarnir lita ut fyrir ad hafa elst meira en stelpurnar, komnir med adeins thynnra har og svona en stelpurnar halda ser i formi. Stærsta breytingin er Saheen, musliminn sem neitadi ad heilsa stelpum, borda i sama matsal og slikar verur og hvad tha ad lata thær kenna ser eda koma vid sig a einhvern hatt... hann var med alskegg og i sidum kuflum thegar hann bjo herna. Nuna stekkur hann upp og knusar mann med mjukar kinnar(skeggid sida farid), stutt har og i thessum lika tøffara ledurjakka. Eg gisti einmitt i gamla herberginu hans thar sem engri stelpu var hleypt inn fyrsta arid mitt i skolanum.

Nuna er svaka sol og gott vedur, ætla ad fara ad koma mer ut og njota dagsins medan vedrid er svo gott, ætla meira ad segja ad syna svo mikla hetjudad ad hoppa i hafid a eftir - ef eg thori!

föstudagur, ágúst 5

Lifdi sjoferdina af

en thad var ekki mikid meira en thad.. eg endadi a thvi ad taka ferju sidasta bitann thvi mer leid ekki alveg nogu vel i batnum.

Vid erum komin til Arendal nuna, buin ad vera 3 nætur med familiunni hans Brynjulf i Læso og erum nuna a leid til afa hans og ømmu adur en vid førum nordur i kvøld.

Hittum Solveigu, Knut og Lene i gær og kiktum adeins ut a lifid med theim.

Verd ad thjota GUX

laugardagur, júlí 30

Aftur a leid i fri

Jamm... er ekki buin ad vera dugleg ad skrifa sidustu vikuna, hef verid a næturvøktum og ekki gert neitt annad spennandi. Annars er buid ad vera fint i dag, kikti med Høbbu i ræktina og hitti svo Ønnu Mariu og Emil (komu til ad fara a U2 a morgun) i Fisketorvet og eyddi deginum med theim. Er nuna bara rett ofarin ut en vid leggjum i hann til Noregs i kvøld - Binni er reyndar farinn af stad en utaf grenjandi rigningu og gløtudu vedri vildi hann ekki hafa mig med fyrsta butinn svo eg tek lest til Helsingør (get lent i turnus thar og langar ad kikja a bæinn) og sigli svo med honum afram thadan. Hann er vist hræddur um ad eg myndi alveg leggja siglingarnar a batinn ef eg sæti nuna hundblaut og sjoveik med honum :o)

Vid ætlum ad sigla til Anholt og annarrar eyju milli DK og NO, fjølskyldan hans er med sumarbustad thessa vikuna a hinni eyjunni (man ordid ekki neitt) svo er førinni haldid afram til Arendal. 5.agust fljugum vid svo til nordur Noregs og 13. agust er svo reunion hja mer i Flekke. Verdur voda gaman ad hitta alla vitleysingana aftur.

Jamm... hvad a eg meira ad segja.. var eg buin ad segja ad Asta og Amundinn eru komin inn i Sverige? ætli thad ekki, hmm.. dettur ekkert i hug i bili.

Verd nuna simalaus alla Noregsdvolina, ef folk vill na a mig ma reyna med tølvuposti annars kem eg heim seint 18.Agust. Hasta luego GUX

fimmtudagur, júlí 21

Hvad vard um solina?

Jamm, væri sko alveg til i ad skipta rigningunni herna ut med sma solskini en folk var vist buid ad byrja Gud um regn adur en eg kom aftur til Danmerkur og their hafa svona lika greinilega verid bænheyrdir.

Annars hefur stelpan mest verid roleg, sidan eg bloggadi sidast hef eg:
latid bua til nytt programm fyrir mig i ræktinni
føndrad ansi mikid ;o)
en eytt enntha meiri tima i sjalfri føndurbudinni
ordid hundblaut oftar en einu sinni
farid ut ad borda med Audi og Høbbu
heimsott Guggu i nyju høllinni
og hitt hana a kaffihusi
haldid spontant spilakvøld
thvegid ogedslega mikinn thvott
og rætt fram og aftur um brudkaupspløn

Jamm.. hef ekki hugmynd um hvad eg get gert af mer i dag, ætli eg endi ekki bara a budarrølti eda ødru alika snidugu. Allar tilløgur vel thegnar :o)

föstudagur, júlí 15

Komin til Köben

Þá er ég komin heim, búin að eiga 2 fínar vikur á Íslandi. Það var samt svo mikið að gera heima að ég náði ekki að hringja i helminginn af því fólki sem ég ætlaði að hringja í, hvað þá að hitta alla sem ég vildi. En svona er þetta stundum, mér var nær að álpast upp á fjöll. Ég skellti inn nokkrum myndum úr fyrsta degi af göngunni núna áðan en þær taka svo mikið pláss að ég set restina inn á GLÆNÝJA MYNDASÍÐU sem ég er að vinna í í þessum töluðu (reyndar skrifuðu) orðum. Bý til link þangað eftir smá stund.

Hopurinn samankominn Posted by Picasa

B�nar a� finna lei�ina Posted by Picasa

L�ttum � farangrinum vi� a� byrja � nestinu � me�an vi� bi�um eftir �nnu,Abba,Gebba og Axel Posted by Picasa

n�l�g� af sta� Posted by Picasa

svo stolt af postkortamyndinni minni Posted by Picasa

Greg...e�a snigillinn Posted by Picasa

systurnar Posted by Picasa

G�jarnir � fer�inni Posted by Picasa

Harka � f�lkinu Posted by Picasa

Skvisurnar a� koma upp kambinn Posted by Picasa

�g a� stinga alla af... Posted by Picasa

Anna s�ta Posted by Picasa

vi� h�ttulegu hellana Posted by Picasa