laugardagur, maí 28

I ruglinu

Laugardagsmorgun, sólin skín og ég er að gera mig klára til að fleygja mér í raðirnar fyrir utan bóko. Þetta er samt sem betur fer síðasti laugardagurinn i laaaaaaaangan tíma sem fer í lestur. það verður sko gott að enduheimta líf sitt næsta föstudag.

Já Mamma á afmæli í dag, allir að óska henni til hamingju :o)

Jæja, verð að þjóta ef ég á að ná sæti - þið hin getið bara haldið áfram að sofa!

fimmtudagur, maí 26

Turnus nummerid loksins komid

Já það er nú mikið búið að bíða eftir þessu númmeri sem ákveður hvar maður komi til með að búa i tæp 2 ár eftir skólann. Það er ekkert spurt að því hvar maður vilji búa heldur er maður bara rifinn upp með rótum og restin af fjölskyldunni má gera það sem hún vill og manni er svo bara plantað niður i eitthvað krummaskuð ef maður fær hátt númmer.

Númmerin áttu að koma með póstinum í gær, og margir héldu að þeir kæmu á netinu strax i fyrradag, en greyin gleymdu að setja þau i póst (hafa haft 6 vikur til þess) en kenna því um að prentarinn hafi bilað - Sundhedsstyrelsen hlýtur nú að búa yfir meiru en bara einum prentara! Allir voru í svaka sjokki í gær yfir því af hverju þau fengu engin númmer, héldu auðvitað að umsókin þeirra væri týnd og tröllum gefin. En til að gera langa sögu stutta þá kom pósturinn með númmerið mitt núna rétt í þessu og ég er bara nokkuð sátt, amk eftir að hafa talað við Idu og Bo sem fengu 292, Maju sem fékk 337 og Berglindi sem ætlar nú ekki í túrnus hér en fékk 335. Ég fékk 157 sem breytist í 176 þegar maður bætir við tvöföldu númmerunum sem komu á undan mér. (pör geta dregið saman og fá bara eitt númmer en taka 2 stöður. I allt eru thetta 366 númmer eða 417 stöður). Ég fæ því líklega að búa áfram á Sjálandi, þýðir nú samt líklega að ég þurfi að venjast yfir klukkustunda lestarferð á morgnana ef ég ætla að búa áfram hérna á Österbro með honum Binna mínum. Sjálfa staðsetninguna fæ ég samt ekki fyrr en í lok júni, nú er bara að bíða og sjá.

Jæja, það eru bara nokkrir dagar i próf, ætla ad reyna ad lesa pínulítið, var svolítið erfitt að einbeita sér i morgun þegar ég bara varð að hlaupa út i póstkassa um leið og ég heyrði einhverja skruðninga fyrir utan. Og elsku skásta, velkomin heim og ég hlakka til að heyra ferðasögunar.

fimmtudagur, maí 19

Buin ad na medicin hlutanum

Fengum einkunnir ur skriflega profinu i dag og stelpan nadi thratt fyrir ad hafa verid half utan vid sig i profinu. Gekk ekki jafn vel og hja snillingnum henni Berglindi en er satt vid mina 9. Ja, thad er gott ad vita ad thessi hluti se komin i høfn, nu er bara ad vona ad thad gangi lika med kirurgiu hlutann.

Ætla ad kikja a fleiri veislusali a netinu og svo ad skella mer i ræktina med Høbbu, hugsa ad eg taki mer nu lika fri i kvøld og aldrei ad vita nema eg kiki a eurovision.

Njotid dagsins, thad ætla eg ad gera ;o)

miðvikudagur, maí 18

Thetta fer ad verda buid

Er ad morkna a bokasafninu... er farin ad lesa allt a sniglahrada og kemst ekkert afram i bokunum. Vildi helst ad profin væru bara a morgun svo eg kæmist i sumarfri. Kanski samt bara gott ad thad eru enntha 2 vikur i prof - ekki veitir af ad troda allskonar upplysingum inn i kollinn minn litla. Thad er alveg merkilegt hvad daninn er afjadur i ad læra, thad er rød af folki sem slæst um thad ad komast inn a bokasafnid a hverjum morgni og svo er hennt ser a hillurnar og tættar ut bækurnar.. folk endar samt stundum med bandvitlausa bok thvi enginn ser hvad hann er ad gera. Thetta minnir einna helst a mataruthlutun i fatæku løndunum. Fyrr ma nu vera!

Nu er Asta skasta litlasystir a leid til Benedorm thar sem hun og Amundinn ætla ad sleikja solina og halda upp a thad ad hun thurfi aldrei aftur ad fara i HI... væri alveg til i ad fara med theim.

Annars er lika komid sumar her - (nema i dag, thad er skitakuldi nuna), en thad er alveg buid ad vera stuttbuxna og bola vedur alla sidustu vikuna. Fekk sma snert af sumri um helgina, vid Binni hendum okkur i nalægan gard trodum i okkur jardaberjum, grilludum og fengum okkur bjor um helgina... reyndar ekki nema einn en hann stod alveg fyrir sinu.

Annars er eg loksins buin ad gera alvøru ur øllum fyrirheitunum um ad fara ad stunda ræktina aftur. Habba bjargadi mer alveg med thvi ad flytja i gøtuna svo nuna hef eg einhvern til ad skunda af stad med. Thad munar øllu ad hafa einhvern til ad fara med, amk medan madur er ad koma ser i gang.

þriðjudagur, maí 10

Heimsokn fra Tokyo og Odense

Ég er byrjuð að lesa fyrir kirurgiu prófin en tek því enn með ró, maður má nú ekki alveg fara með sig þegar ennþá er slatti í prófin.
Þess vegna var svo frábært að fá Dagný, Skúla og Arnar i heimsókn fra Tokyo núna i vikunni. Ekki versnaði það þegar Þóra ákvað að koma líka og heilsa upp á fólkið. Ég er búin að þvælast þónokkuð með þeim og Irísi, kíkja i Tivoli og skoða mannlífið hér og þar. Það er svo gaman að geta leikið sér aðeins og ekki verra að hafa svona skemmtilegt fólk til að leika við:o) Svo er líka bara miklu betra að vera bara dugleg á morgun.

Já var líka að fá þær fréttir að Sigga sumarblóm sé farin að blogga, verður stuð að fylgjast með henni, Tómasi og litla bumbubúanum á netinu. Vei!

Jæja, ætla að lesa pínu áður en ég skríð í bólið.

laugardagur, maí 7

Loksins einhverjar fréttir ;-)

Halló halló!

Þá er nú nokkuð betra hljóð í stelpunni en það var á mánudaginn - reyndar brosti ég nú ekki mikið á þriðjudaginn heldur þegar ég komst að því að ég færi í verklega prófið í medicin á blóðmeinafræðinni af öllum stöðum. En viti menn undur og stórmerki gerast enn og það gékk bara rosalega vel í prófinu, kom út með 11 og tilboð um vinnu :O)

Það eru ekki einu góðu fréttirnar, virðist sem guðirnir hafi brosað við mér á miðvikudaginn. Brynjulf gerði sér lítið fyrir og bað mín þennan sama dag. Hann sló mig alveg útaf laginu þegar hann skellti sér niður á hné i parisarhjólinu i Tivoli og dró upp hringana, en ég hafði nú samt vit á því að segja já. Við erum ekki búin að negla niður stað og stund en það verður einhvern tímann næsta sumar.

mánudagur, maí 2

Mánudagur til mæðu!!

Það má nú heldur betur segja það! Þrátt fyrir fullt af fólki sem var svo sætt að senda mér strauma i dag virðist ég ekki hafa verið neitt sérstaklega stillt á móttöku og því happa glappa hvernig fer með þetta próf hjá mér. Var komin með fullt af góðum punktum, en var ekki nógu viss með það og strikaði yfir heilann helling sem auðvitað reyndist vera rétt þegar ég var komin út úr prófinu, og ég sem er alltaf að predika yfir fólki að fyrstu hugsanirnar eru oftast réttastar- ich bin ein AULI!!!
Það er því lítið annað hægt að gera en að vona að það gangi betur á miðvikudaginn, en ég fæ að vita á morgun á hvaða deild ég á að koma i verklegaprófið og þá hefst lesturinn aftur. En hvernig sem fer verður endalaus gleði a miðvikudaginn þegar þessi lota er búin.