laugardagur, júní 24

2 vikur eftir

Eftir ekki meira en 2 vikur er ég orðin gift kona... og ég sem er svo ekki alveg orðin fullorðin, versla enn i unglingadeildinni i HM og er ekki að fatta það þegar einhver talar um konuna en á við mig. Ég er ekki einu sinni að fatta að nota nú tímann og vera svolítill rebel áður en ég geng i hnapphelduna og á að fara að haga mér almennilega, alltof upptekin af að gera ekki neitt.

Annars fer nú alveg óttalega mikill tími í að pendla í og úr vinnunni svo það er lítið eftir af deginum þegar þeim þætti líkur. Komst samt aðeins út á lífið um helgina, ætlaði rétt að droppa við í útskriftarpartýi hjá Gunnu granna, en endaði með að hanga þar voða lengi því það dróst alltaf á langinn að hitta skvísurnar sem ég var búin að mæla mér mót við. En það var bara næs hinumegin við vegginn ;o) Týpískt dæmi um það hvað heimurinn er lítill, Gunna granni er besta vinkona Rakelar Run frá Siglo, hún er líka mjög góð vinkona Fjólu úr doktornum hérna i DK, ekki nóg með það heldur vinnur hún líka með Þóri Bjarna og býr við hliðina á mér... það er hreinlega ekki hægt að komast hjá því að kannast við fólk.

Svo fór dagurinn i dag í það að kíkja í bæinn með Guggu vinkonu og Jakob. Hann er algjör prins og voða gaman að fá að kjassast aðeins í honum. maður verður að komast i þjálfun áður en Ástu kríli kemur i heiminn.

Jamm.. annars eru ekki miklar fréttir héðan, við erum ótrúlega róleg á því varðandi stress og svona, eigum heilann helling eftir af stússeríi en erum ekkert að gera í því, kíkjum bara á kaffihús þau fáu skipti sem við náum að hittast útaf vinnu/skóla/öðrum skyldustörfum. Ætli maður fari ekki að komast almennilega i gang núna næstu daga. Binni er mest með hugann við prófin en hann fer i síðasta prófið á föstudaginn og við fljúgum svo heim sama kvöld(30juni). Verður gott að komast heim en það verður líklega bara þeytingur og læti fram að veislunni. Komumst að því hverju við gleymdum hérna úti og allt fer á annann endann við að redda því til okkar.

jamm, vildi bara láta vita að ég er enn á lífi og allt bara í fínasta lagi.

þriðjudagur, júní 13

Still alive

Það hefur ekkert heyrst i mér nokkuð lengi, þannig að ég vill nú bara fullvissa alla um að ég er í góðu lagi, bara búið að vera mikið að gera.

Ég er byrjuð i turnus i Helsingör og fer megin þorri dagsins i að koma sér i vinnuna, vera þar i smá stund og svo koma sér aftur heim. Það tekur alltaf aðeins á að byrja að vinna á nýjum stað en hér er maður sko leiddur alla leið að lauginni og svo stendur fólk á bakkanum tilbúið að veiða mann upp úr - aðeins önnur aðstaða en á Íslandi þar sem manni var hennt beint ofaní djúpu laugina:o)
Það var ekki fyrr en í dag að ég var ein á vagt og það gékk alveg (reyndar var bakvaktin orðin pínu pirruð á að ég hringdi kanski heldur mikið) en það á nú eftir að reyna betur á það um helgina en ég verð að vinna alla helgina einmitt þegar Valdís vinkona er að koma í heimsókn :o(

Aumingja Valdís kemur þegar ég á næturvagt svo hún verður bara að heilsa upp á Binna fyrst, ég stefni á að sofa sem minnst svo ég geti nú leikið aðeins við hana og Nonna, verður svo gaman að sjá þau aftur. Ég hlakka mikið til, lítur líka út fyrir að veðrið haldi áfram að vera gott en það hefur verið vel yfir 20 stiga hiti siðustu daga og allir sem ekki eru bundnir yfir vinnu og endalausum lestarferðum fyrir löngu orðin vel sólbrún.

Jamm.. ég er ekki enn búin að helmingnum af því sem ég ætlaði að gera i frívikunni minni áður en ég hóf vinnu, það bíða min amk 7 bréf frá stéttarfélaginu sem heimtar allskonar upplýsingar sem ég má ekkert vera að að svara, ég er ekki enn búin að ná i Turnus konuna, píparann né skatta-vesenið, og svo eru kassarnir með vetrardótinu mínu enn úti á miðju gólfi og íbúðin algjörlega á hvolfi. Þar fyrir utan er ég ekki enn búin að koma lífi i PDA tölvuna mína sem ég VARÐ að fá áður en ég hóf vinnu. Valdi Dell svo ég lenti ekki í vandræðum með að hún vilji ekki spjalla við stóru tölvuna en það virðist ekki hafa verið nóg, þær neita bara að tala saman svo nú nota ég gripinn bara í tölvuleiki áður en ég fer að sofa (sem er ansi snemma þessa dagana).

Jamm... hef reyndar haft tíma fyrir smá skemmtanir líka, fór í grill til Höbbu um helgina, afmæli til Helle á sunnudaginn og í gær í grill hjá Sif og Grími. Verst að ég er alltaf í einhverjum átveislum og fresta því ferðum í gymmið- ekki alveg að gera sig þegar það er bara rúmar 3 vikur í brúðkaup og mín búin að bæta á sig síðan hún mátaði kjólinn síðast. Lísi hér með eftir sjálfsaga mínum sem ég virðist hafa týnt einhverstaðar nýlega!!

Jebb.. ætla að fara aftur í stríð við tölvurnar, ætla að fá þetta í gang.