föstudagur, janúar 27


Berglind, eg og Steina fr�nka, allar ad utskrifast i dag :o) Posted by Picasa

Mikið búið að gerast

Ég hef ekkert mátt vera að því að blogga undanfarið, það er búið að vera fullt prógramm hjá mér frá því eftir próf. Ég var með að víkka út æðar á Ríkinu daginn eftir próf, mæting kl hálf átta svo mín fékk ekki einu sinni að sofa út, svo var brunað til Helsingör að velja dót í nýja húsið, matarboð hjá Höbbu, kaffihúsahittingur með Guggu O og Þóri, kíkt á nýju híbýlin Ástu og Áma og að lokum heimsótti ég Siggu vinkonu og litla kút í London. Munaði litlu að ég kæmist ekki vegna veðurs en ég var svo heppin að eiga flug frá Sviþjóð en ekki Kaupmannahöfn svo ég rétt slapp med skrekkinn. Mánudagurinn fór svo í fyrstu "ráðstefnuna" á Radison SAS - voða gaman að fá frítt að borða i fyrsta skipti útaf starfinu :o)

Anna systir kom svo í stutta heimsókn frá Íslandi, alltaf svo gaman að sjá hana og auðvitað var mestum tíma varið í að kíkja í búðirnar, bæði hér og í Svíþjóð. Algjör munur að hafa báðar systurnar hjá sér í einu :o) Þær eru heimsins bestu. Anna fór aftur heim núna i morgun og hennar er strax sárt saknað, en Ásta verður hérna i nótt líka.

Já, og svo aðalatriðið, ég var rétt í þessu að útskrifast!! Er bara í smá pásu heima núna, eftir allskonar receptionir, og svo á að halda á fína flotta útskriftardinnerin hjá læknafélaginu. Ég ætti nú að skella mér i fína kjólinn og tala við þau gömlu í staðinn fyrir að blogga en ég þykist vita að ég nái ekki að setja inn neitt næstu daga því við skellum okkur til Frakklands á skíði svo seint sem á morgun. Endalaus gleði!

þriðjudagur, janúar 17

Búin i prófunum!!

Nýkomin heim eftir seinasta prófið! Það gékk allt saman þó að ég hefði verið með hjartað i buxunum og púls sem átti betur við sjokk-sjúklingana i prófinu :o)

Nú veit ég svo ekkert hvað ég á af mér að gera, aldrei þessu vant þarf ég ekki að skunda heim og hanga yfir bókunum. Hugsa að ég fari bara i leiðangur niður í bæ, og spili það svo eftir hendinni þaðan af. Gugga ætlar ad hitta mig á eftir og svo förum við Brynjulf út að borða i kvöld.

Hugsið svo fallega til mín i fyrramálið, ég fæ ekki einu sinni að sofa út eftir próf heldur fer ég i atvinnuviðtal hálf 8 á morgun. Verð að fá vinnu fram að turnus i júni.

föstudagur, janúar 13

Föstudagurinn þrettándi

Föstudagurinn 13. er nú oft talinn óhappadagur, en ég hugsa að það eigi ekki við mig - kanski af því að ég vill oft vera óheppin alla aðra daga ársins ;)

I dag var seinasti skóladagurinn minn, ekkert smá skrýtið að hugsa til þess að ég sé að vera búinn með þetta langa nám. Vona bara að lesturinn næstu 3 daga gangi vel og að heppnin verði með mér á þriðjudaginn svo ég endi ekki á skólabekknum aftur.

Já, ég er loksins búin að ná á liðinu sem ræður i Helsingör og var að fá póst þess efnis að þeir ætla að leyfa mér að fara í sumarfrí 30.júni til 15.júli svo ég komist heim á klakann og geti verið viðstödd mitt eigið brúðkaup. Ég er svo fegin að það sé komið á hreint. Ræð mér varla af kæti :o) Hún var nú ekki alveg á því að gefa mér frí strax, enda verð ég nýbyrjuð að vinna hjá þeim.

Jæja, ætla að fagna þessu og taka pásu frá lestrinum. Er komin með vírus á tölvuna sem ég verð að losna við.

sunnudagur, janúar 8

Fyrsta blogg ársins

Halló halló!

Já, þá er komið nýtt ár og nóg að gerast. Veit ekki alveg hvort að heppnin hefur snúist mér i vil en ég kýs að halda það. Sat og var að lesa i gær þegar það brunaði maríuhæna beint yfir endilanga stofuna og rétt i andlitið á mér - er ég að rugla eða eru þær ekki merki um heppni? Ég ætla amk að trúa því, hvað ætti maríuhæna annars að vera að gera inni í stofu hjá mér um miðjan vetur, nema til að færa mér heppni?

Við héldum upp á áramótin með Helle og svo kom Auður til okkar rétt eftir miðnætti. Það var voða gaman hjá okkur og ég kíkti svo út með stelpunum þegar Binni fór að vinna um 2. Það kom mér virkilega á óvart hvað var skotið upp mikið af flugeldum hérna, stóðum við söerne og sáum þess vegna frekar mikið en það var stanslaust upplýstur himinn i meira en 3 korter og samt var liðið búið að skjóta upp allan daginn og hélt áfram fram á morgun - einhver tók það líka að sér að sprengja upp ganginn hjá okkur, meiri vitleysingarnir.

Skólinn byrjaði svo 2.jan og ég er á fullu i seinasta kúrsinum. Ég er orðin svo stressuð að ég sef varla á nóttinni lengur, en oft er það nú ekki útaf skólanum. Plönin um nýja eldúsið hafa haldið mér vakandi amk 2 nætur, hugsanleg kandidatsveisla eitthvað svipað, vinna fram að túrnus eihverjar nætur og svona gæti ég haldið áfram. Það hefur líka farið mikill tími í að plana innréttingar i nýja húsið sem allt þarf að vera tilbúið i lok næstu viku.

Dagný og Skúli stoppuðu i kbh á leið sinni til Íslands, ég fékk að leika við þau og Írisi á föstudaginn. Það er alltaf svo gaman að sjá þau og auðvitað Arnar líka, verst að þau búa i Tokyo. Mig langar auðvitað að skella mér yfir og heimsækja þau en það er alltaf spurningin um tíma og peninga. Kanski ég komist samt einhverntimann!

Jæja, ekki seinna vænna en ad fara að lesa aftur. Ásta og Ámundi koma frá Íslandi á morgun og gista hérna, hlakka mikið til að sjá þau en ég næ víst lítið að lesa á meðan. Þriðjudagurinn fer svo í að velja eldavél, ískáp og þessháttar og á miðvikudaginn verðum við að panta eldhúsið... það er því margt sem stelur tíma frá bókunum þessa vikuna. Ég verð samt að vera dugleg að glugga í bækurnar, ekki sniðugt að mæta ólesinn í seinasta prófið.

Helle a skautum (reyndar i pasu) Posted by Picasa