mánudagur, desember 31

Gleðilega hátið

Við erum búin að hafa það svo gott hjá mömmu um jólin og núna er verið að taka sama pakkann hjá pabba á Sigló. Komumst norður rétt fyrir óveður og búin að hafa það fínt. Tókum forskot á áramótin í gær hjá Valdísi í svaka kalkúnaboði, en ég var svo þreytt eftir aksturinn fyrrinóttina að ég bailaði á ballinu með Páli Óskari... hefði nú verið gaman að fara.

Nú er svo bara tekið því með ró í dag og látið dekra við sig, svo á að áramótast aðeins á eftir og heimsækja fólk á morgun og sína piltinn.

Jæja, mínar bestu óskir um gleðilegt nýtt ár!

föstudagur, desember 14

Praktískar upplýsingar

Ég verð hjá mömmu yfir jólin en fer til pabba um áramótin, svo verð ég aftur hjá mömmu áður en ég fer aftur út 8.jan snemma.

Síminn hjá mömmu: 4213549 og adressan: Hjarðarhagi 43, 107 Rvk.
Síminn hjá pabba: 4671367
Síminn minn á Íslandi: 8671482 (þarf að opna fyrir hann fyrst)

Þá er hægt að ná í mig :o)

Lengi síðan seinast

Já, þessi síða hefur heldur betur legið á hakanum, ef þið viljið fréttir þá er líklegast að finna þær á heimasíðu litla prinsins www.barnanet.is/litlastorakrili

Ég er að byrja að pakka fyrir ferðina til Íslands, við mæðginin förum heim á mánudaginn og svo kemur pabbinn á eftir rúmum sólarhring seinna. Hann er núna á Bretlandi á einhverskonar ráðstefnu svo við erum bara ein heima. Sá stutti ákvað að nota tækifærið og stríða mömmu sinni með því að gráta frá 10 til 4 tvær nætur í röð.

Það lá við að ferðinni heim yrði frestað. Í gær kom í ljós að ég þyrfti að fara í smá aðgerð. Alveg týpiskt fyrir mig að flækja málin aðeins, svona fyrst það var hægt. Mér tókst að fá aðgerðinni frestað þangað til ég kem aftur út og nú vona ég bara að ekkert komi uppá heima.

Annars erum við bara hress og ánægð hérna í Helsingör.