miðvikudagur, apríl 2

Wow hvað tíminn flýgur

Ég er varla búin að blikka og Elmar bara orðinn hálfs árs... hálf scary hvað tíminn líður hratt. Hann er farinn að vera miklu meira barn en baby en það er nú best að fylgjast með honum á síðunni hans.

Lítið að frétta af okkur í Helsingör, ætluðum alltaf í voða reisu núna í mæðraorlofinu en skatturinn ákvað að borða allann varasjóðinn okkar svo það verður víst ekkert úr því. Til að bæta gráu ofaná svart er launadeildin mín búin að standa í einhverju rugli og hefur víst borgað mér of mikið síðustu mánuði (tók nú ekkert eftir því) sem ég á núna að borga tilbaka... þegar ég er nýbyrjuð á dagpeningum (sem ég er reyndar ekkert farin að fá því launadeildin sendir mér ekki pappírana sem ég á að senda þeim til að fá mæðraorlofið mitt útborgað). Sem sagt, týpisk Gugga tekin á þetta alltsaman! Og ég sem fann svo fína skó sem mig langar í og á svo innilega skilið að fá :o)

Brynjulf er alltaf á hundraði að vinna og læra. Ég gat platað hann til að halda frí á laugardögum í marsmánuði svo við hittumst nú reyndar meira síðasta mánuð en við höfum gert fram að þessu. Ég hlakka svo til þegar hann þarf ekki að vinna svona mikið lengur. Hann er svo duglegur þessi elska.

Það hefur verið lítið um gestagang hjá okkur undanfarið, mamma kom fyrir páska og ég ætla einmitt að skoða myndirnar hennar þaðan núna, so long!