miðvikudagur, desember 31

Gleðilegt nýtt ár!

Best að nota tækifærið og óska öllum farsældar á komandi ári. Væri ekki verra ef ég fengi að hitta alla vini og ættingja sem mest á nýja árinu.

Allt fínt að frétta héðan. Vorum með gesti frá Íslandi um jólin og núna frá Noregi. Tökum því með ró um áramótin, tengdó er hjá okkur og Binni fer að vinna í nótt svo ég verð bara róleg heima með fjölskyldunni. Væri nú samt til í gott áramóta partý. Verð bara að taka það út seinna í staðinn.

Elmar er nokkuð hress, engar stórar pestir í gangi amk. Hann er algjört skott og er farinn að sýna svo mikinn karakter. Veit alveg hvað er bannað en lætur það ekkert stoppa sig, bíður stundum eftir því að við séum á staðnum til að taka eftir því að hann sé að gera eitthvað bannað til að fá viðbrögð.

Nú er ég búin með kandidatsárið hérna úti, seinasti dagurinn var í gær svo ég ætti að fara að fá fullt lækningaleyfi í póstinum snemma á nýja árinu. Vei!!! Ætti kanski að halda svaka partý fyrst það varð engin útskriftarveisla þegar ég kláraði skólann.

Ég byrja í nýrri vinnu á föstudaginn, held að það verði nú ekki neinn kontakt við sjúklinga fyrr en eftir helgi. Hlakka til að byrja á einhverju nýju en finnst óttalega skrýtið að ég sé hætt að vinna í Nivaa.

Jæja, ætla að áramótast aðeins, knús á línuna. GUGGAN

fimmtudagur, desember 4

Sma vidbot

Brynjulf var ad fa thau skilabod ad hann fær ad skrifa phd a Steno svo nu er kallinn komin med vinnu næstu 3 årin :o) Thad besta er audvitad ad vinnan oftast er sveigjanleg ef vid thurfum a thvi ad halda utaf Elmari.

Nu tharf eg bara ad akveda hvad eg a ad verda thegar eg verd stor.

Eitt er vist ad eg ætla ad hafa thad huggulegt um helgina, fer med vinnunni ad sja Chicago a morgun og svo ut ad borda saman, a laugardaginn er svo galu-jolakvøld sem GOF potadi mer i og svo skemmtir Elmar mer a sunnudaginn. Næsta helgi er ekki verri en tha fer eg til Stockholm ein i stelpuheimsokn. Hef ekki farid fra Elmari fra thvi hann fæddist og nu a ad profa thad.
Sma breyting midad vid hvunndagshetjuna sem fer i hattinn um 9 alla daga (ekki bara virku dagana) til ad halda vøkunæturnar ut og komast i vinnu a rettum tima.