sunnudagur, mars 27

Gleðilega páska

Þá er ég búin að háma í mig páskaeggið og velta fyrir mér speki dagsins: Blessun vex með barni hverju. Ég veit nú ekki alveg hvernig sá málsháttur á við mig en það er samt skárra en að fá eitthvað neikvætt.
Ég fór snemma á fætur, átti von á því að vera kölluð á vakt en samstarfsmenn mínir sýndu sóma sinn með því að mæta i vinnuna i dag mér til mikillar ánægju. Ég hef því fengið að lesa (og háma í mig eggið) i friði og er núna frjáls til að gera það sem mér listir það sem af er dags.

Það var alveg frábært á tónleikunum með Eyvöru og DR big band. Þau pössuðu svo rosalega vel saman eitthvað og mikill stemning á staðnum. Ég gékk svo beint í flasið á Hildi Kr. (herbergisfélagi minn fra ML) i röðinni fyrir utan Jazzhouse en hún og Gummi voru hérna i smá helgarferð. Fyndið hvað heimurinn er stundum lítill. Kíkti svo aðeins út með Guggu, Ævari og Þóri eftir tónleikana en entist ekki lengi.

Okkur Binna var svo boðið i mat til Höbbu og Henry á föstudaginn ásamt Auði. Nutum þess virkilega að sitja og slappa af i góðum félagsskap og heyra ferðasögurna og rifja upp ýmist gamallt og gott. Ekki verra að maturinn var frábær og gaman að komast aftur í tæri við Cohiba vindlana.

Vatnaspinningið kom skemmtilega á óvart, var ekki svo frábrugðið venjulegu spinning nema hvað að hjólunum var hent ofaní sundlaug og svo var bara hjólað þar. Hefði verið alveg frábært hefði ég haft vit á því að vera ekki alveg svona berleggjuð :O) Alltaf gott að vera vitur eftirá. Annars dauðlangar mig i ræktina sem ég hef mikið vanrækt undanfarið en það er auðvitað allt lokað núna um páskana. Það kæmi mér samt ekki á óvart þó ég verði aftur komin i letibykkjuskapið þegar þau opna aftur eða þá komin með einhverja afsökun fyrir því að fara bara seinna :-/

þriðjudagur, mars 22


Afmælisbarn dagsins hun Larey i fylgd med Guggu O. Til hamingju med daginn sæta. Posted by Hello

Þetta er allt að koma

Já, hér er komin sól og gott veður og allir komnir i vorskap. Ég er líka að mestu leyti orðin laus við pestina og lít því bara björtum augum á komandi daga.
Alltaf pínu svekkjandi samt að geta ekki verið i fríi alla páskana eins og fólk flest, en ég valdi þetta víst sjálf. Það verður nú bara gott að þurfa ekki að fara alltaf á fætur kl 7 til að mæta i tíma, og svo á auðvitað að skella að minnsta kosti einu skemmtilegu atriði inn i planið á hverjum degi svo ég morkni nú ekki af öllum þessum lestri.

Við erum ágætur hópur að fara á tónleikana með Eyvöru á Jazz House á fimmtudaginn ef einhverjum langar að skella sér með. Hægt að kaupa miða hérna. Svo er Gugga O líka búin að fá mig með i vatnaspinning i DGI-byen annaðkvöld, verður gaman að sjá hvernig það endar allt saman.

Hafið það sem best og gleðilega páska alle sammen.

fimmtudagur, mars 17

Er stelpan med óráði?

Já, ég er allavegana veik. Fór ekki í skólann i dag því ég er að kafna úr hori og svaf ekkert í nótt útaf hósta (i mér) og látum og hrotum (i Brynjulfi).
Ég er samt eitthvað að koma til núna en í staðinn fyrir að setjast þá niður og læra, fór mín bara í þvottinn - þegar það gékk ekki upp sökum ósvifinna nágranna sem stálu vélunum fyrir framan nebbann á stúlkunni, gafst hún bara upp á því að reyna að vera dugleg og er búin að sitja við netið að skoða ferðasíður og láta sig dreyma aðeins.

Ég sló nú bara öllu upp i smá kæruleysi og pantaði smá flug, og smá hotel og bókaði til og með veitingastaði! Við erum ekki að tala um nein ferðalög á næstunni nei, smá í júni og svo er ég nú farin að vesenast í hvað eigi að gerast í lok sumars!! Þetta danska dæmi með að vera með allt planað marga mánuði fram í tímann er svolítið farið að smitast yfir á mann :o) Borgar sig líka að vera snemma á ferðinni til að fá nú eitthvað að hræ-ódýru miðunum, kom mér samt mest á óvart að miði sem ég kíkti á í gær frá Norður Noregi og til Flekke (reunion i skólanum) þann 13.águst er orðinn mun dýrari og ekki mikið eftir af sætum yfir höfuð frá Kbh til Oslo á þessum tíma.

Já, ég nenni ekkert að skrifa meira i bili. Er ekki nógu heil i hausnum til að segja frá einhverju skemmtilegu. Reikna með að henda inn nokkrum myndum fra Tenerife, en það verður ekki alveg strax. Verð að vinna i því að snýta mér og vorkenna sjálfri mér mikið á næstunni ;-)

miðvikudagur, mars 9

Komin heim fra Kanari

Komin aftur til Køben! Bædi gott og slæmt :o)

Thad var vodalega gott ad fa pinulitid fri, vid vorum nu ekki heppin med vedrid en thad var amk skarra en herna i Danmørku a medan svo eg ma ekki kvarta. Thad var gaman ad hitta alla fjolskylduna Brynjulfs og vid tokum upp a ymsu snidugu. Tho thad se gott ad vera kominn heim er eg ekki alveg komin i studid. Eg sit nuna og er ad berjast vid ad reyna ad koma einhverju af viti inn i kollinn a mer - mikid er erfitt ad byrja aftur, verdur lettara a morgun hugsa eg. Fer ad gefast upp hvad af hverju og snua aftur heim a leid.

Fullt af godum frettum:
Ali vinkona atti stelpu tho nokkud fyrir timann (1.mars) en theim heilsast badum alveg agætlega, bækurnar minar eru komnar (okey.. 1 theirra, hinar eru enn a leidinni en thetta var mikilvægasta bokin), AP møller styrkurinn verdur greiddur ut a morgun og eg- sem venjulega er bara frekar oheppinn, fæ hluta af pottinum. Thydir thvi litid annad en ad brosa i dag.

laugardagur, mars 5

"Ammaeli"

Ja, tha er eg i veislu. Ekkert minna en attraedis afmaelid hans Brynjulfs eldri. Eini stadurinn med tolvu i hundrad milna fjarlaegd. Vildi bara lata vita ad vedrid er ad lagast og ad vid hofum thad fint, sit nuna med baileys og kaffi og var ad klara isinn minn:o) Asta systir og Amundi halda lika upp a 25 ara afmaelin sin i kvold og oska eg theim til hamingju og godrar skemmtunnar i kvold. Thau lengi lifi.

Ja, svo a una dogg afmaeli nuna 6.mars og thar sem eg er simalaus kemur bara afmaeliskvedjan hennar herna nuna lika.

Knus og kossar fra Kanari.... ps: hugsa ad baekurnar seu loksins komnar, thorir fekk thungann pakka i postinum :o)

fimmtudagur, mars 3

A ferdalagi

Komin til Tenerife eftir erfida byrjun. Missti fyrst af straeto og lestinni, svo var fleiri tima seinkunn inn i vel adur en haegt var ad af-isa velina. En hingad erum vid komin og buin ad hitta allt folkid.

Vedrir er omurlegt enn sem komid er, grenjandi rigning og bara frekar kalt - stelpan alltaf svo heppin. Letum samt vedrid ekki stoppa okkur og skelltum okkur yfir eyjuna endilanga, thegar sast i gegnum skyjin og rigninguna var margt fint ad sja, thetta er hin flottasta eyja. Mer fanst samt nog komid thegar maelirinn syndi 0 gradur a celsius og haglelid bardi mig i framan. Bid og vona, veit thad fer ad koma sol.

Kvedjur fra sudrinu