laugardagur, mars 25

Ekkert frásagnarfært

Jæja, ekki mikið nýtt í fréttum héðan. Er komin i þetta líka fína helgarfrí en veit ekki alveg hvað ég á að gera við allann þennann tíma :o)

Tók upp úr töskunum í dag, kíkti svo i ræktina (það tókst að kaupa kort) og svo fór ég i "klippikaffi" til Þóru og Grétars, kíkti svo með þeim á alvöru kaffihús á eftir.
Kom svo bara heim i dýrindis veislu hjá mömmu. Alltaf notalegt að láta stjana svona við sig. Nú langar mig bara út og fá mér bjór :o) Ætla að athuga hvort ég geti ekki platað einhvern i það.

miðvikudagur, mars 22

Í dag....

. á Lárey afmæli :o) Til hamingju með það
. eru BARA 4 vikur þangað til að ég hitti Brynjulf aftur
. varð ég að vinna lengur launalaust því ég er svo sein að öllu
. neyddist ég samt til að láta vakthafandi ganga frá lausum endum fyrir mig
. fékk ég skilaboð um að skulda 21- þúsund og heilann helling DANSKAR i skatt
. fékk ég líka að vita að ég er í enn meiri mínus því ég fæ engar atvinnuleysisbætur fra DK fyrir tímann fram að íslandsferðinni því ég reddaði mér vinnu hérna í Rvk
. ætla ég að kaupa mér kort i ræktinni... og kanski að sprikla aðeins líka
. dauðlangar mér að hitta fólk og plana svæsnar skemmtanir um helgina
. sakna ég vina minna
. ætla ég samt að þrauka fram á morgun

GUGGAN

fimmtudagur, mars 16

babbarabara

Halló, halló!

Nú er þetta allt að koma hjá mér, ég er farin að sofa á nóttinni og ekki í stressi yfir öllu í vinnunni þó að það sé enn nóg sem ég þarf að læra :o) Ég er svona að komast í minn gír og er farin að hafa orku til að hitta fólk og gera eitthvað. Verður nú lítið samt um slíkt næstu daga því ég er á 16 tíma vakt á morgun og á sunnudaginn. Ég ætla svo að sofa lengi og fara svo i mat til Ingu vinkonu á laugardaginn, annars er ekkert planað núna í nokkra daga.

Ég sakna Brynjulfs og Ástu frekar mikið, var búin að hlakka svo til að fara að geta séð þau meira og betur eftir að skólanum lauk og svo fer maður bara. Náði ekki einu sinni að láta fullt af fólki vita að ég væri farin til Íslands, þau sitja bara i DK og blóta mér fyrir að svara ekki sms unum þeirra og svara ekki í símann.

Annars er gott að vera hjá mömmu, hún stjanar alveg við mig og það er ósköp notalegt. Við ætlum að taka okkur saman og skella okkur i ræktina i einn mánuð, vitum að við eigum líklega ekki eftir að endast lengur en það :o) letibykkjur með meiru.

Jæja, vildi bara láta vita af mér. Heyrumst!

fimmtudagur, mars 9

Gengur aðeins betur

Já, en ekki alveg búin að ná tökum á bakkasundinu. Þetta kemur samt vonandi allt með tímanum. Ég hef nú ekki verið dugleg að hafa samband við fólk því ég er oftast alveg búin á því þegar ég kem heim, en það ætti nú að fara að lagast aðeins á næstunni. Verð samt að vinna allan laugardaginn þannig að það er ekki um þessa helgi að ég á eftir að sletta úr klaufunum.

Annars er Sunna komin frá Köben, ætla rétt að hitta á hana á kaffihúsi eftir vinnu á morgun. Hún er með fötin mín fyrir ræktina, svo nú er bara að sjá hvort ég drattist til að gera eitthvað bráðum :o) Já og svo er Sólveig víst flutt aftur til Íslands - jibbi.. amk á meðan ég er hérna heima, verður samt tómlegt að fara til Arendal úr þessu.

Ekki má gleyma að Ámundi hennar Ástu á afmæli i dag og Dagný á afmæli á morgun. Sendi henni hérmeð afmælisknús alla leið til Tokyo.

Allir víst með einhverja flensu núna, ég er ekki hressust sjálf en aumingja Anna systir er búin að vera fárveik i marga daga. Það klikkar meira að segja að fá hana suður um helgina. Hefði sko alveg verið til í að hitta skvísuna.

Af góðum fréttum er að ég virðist vera með fullt af helgarfríi í Apríl :o) Ætti að kunna á vinnuna þá og geta gert eitthvað sniðugt. Svo er líka Rakel frænka búin að fá litlu skvísuna sína heim, prinsessan kom í heiminn með stórum dyn 1.mars og bara mesta lán að ekki fór illa. En frænka ætlar að spjara sig.
Er núna að reyna að leggja inn á skypið svo ég geti náð i Binna og pantað flug fyrir annað hvort okkar i April, sakna hans voðalega mikið og get ekki beðið eftir að sjá hann. Höfum bara verið að bíða eftir vöktunum i April, strax skárra þegar maður hefur eitthvað að hlakka til.

Jæja, nóg bull i bili.

laugardagur, mars 4

Fer að ná bakkanum.. vona ég

Já, manni var sko aldeilis hent út i djúpu laugina þegar maður hóf störf sem læknir hérna i vikunni. Ég er svona rétt að ná andanum núna og ég vona að ég fari nú bráðum að ná bakkanum. Stefni á bakkasund út næstu viku og vona svo að þetta fari að ganga hjá mér.

Þó maður hafi lært heilann helling síðustu 7 ár í skólanum, er svo mikið af því praktiska sem maður hefur aldrei komið nálægt og svo er auðvitað erfiðara að byrja á stað sem maður þekkir ekki og þar sem maður þekkir ekki hefðir og venjur. Bara það að finna deildina sína tel ég góðann árangur :o) (Er kanski pínu smá búin að villast um gangana undanfarið). Mér finnst svo lítið eins og það hafi verið kippt undan mér fótunum allt í einu.

Já, ég hef ekki náð að hugsa um neitt annað en vinnuna þessa viku, vonast til að geta farið að vera ég sjálf aftur, hitta fólk og skella mér i stund og svona núna á næstu dögum. Endilega látið heyra i ykkur ef þið megið vera að því að gera eitthvað.