sunnudagur, desember 31

Áramót

það verða bara róleg áramót hjá mér í ár. Ég á að mæta i vinnu i fyrramálið kl 8 i Helsingör og Binni rétt eftir miðnætti í nótt svo við tökum því bara með ró í ár. Við ætlum út að borða með vinum Binna og kærustum, verðum 18 svo það verður nú eflaust stuð og svo verður haldið til Sverris i party en eg endist varla lengi. Er ekki það spræk daginn eftir djamm að ég gæti mætt i vinnu eins og það er alltaf klikkað að gera á spítalanum.

Margt búið að gerast í ár, miklar breytingar og stórir áfangar hjá mér og mínum, en ég vona að það haldi bara áfram svoleiðis. Hlakka amk til að flytja i nýja húsið en við kíktum einmitt á það í gær og það er núna verið að leggja þakið á höllina og rakahreinsa svo þau geti lokað kofanum.

Óska ykkur öllum gleðilegs árs og alls hins besta á komandi ári. Takk fyrir allt gamalt og gott.

Áramóta knús GUGGAN

sunnudagur, desember 24

Gledilega hatid

Vildi bara oska øllum nær og fjær gledilegra jola.

Vid erum nokkud nykomin til Noregs og stoppum stutt i thetta skiptid. Flugum aftur til kbh a joladag thvi vinnan bidur 26.des.
Herna er heitt og milt og ekki neitt svakalega jolalegt. En vid ætlum nu samt ad hafa thad huggulegt hja tengdo.


Gledilega hatid