mánudagur, febrúar 28

Eg er a leidinni...

Það er búið að vera voðalega gaman hjá mér um helgina. Ásta systir og Anna María komu i heimsókn til mín og svo var árshátið hjá okkur læknanemunum i Danmörku. Ekki var þar við setið heldur fékk ég að leika mér við fullt af fólki sem var hérna saman komið yfir helgina, Heiður og Jói, Hildur og fleira gott fólk.

Ég má samt ekkert vera að því að segja ykkur neitt frá þessu núna því ég er að fara til Tenerife í fyrramálið/nótt og á eftir að þvo og pakka og standa i allskonar reddingum i dag. Langaði bara rétt að láta vita að ég sé að fara í hitann og sólina (reyndar ömurleg spá - ég alltaf jafn heppin) og að ég komi aftur 8.mars.

Já, og fyrir þá sem eru jafn spenntir og ég að fá fréttir af bókunum góðu þá eru þær ennþá ókomnar, ætli Þórir fái þær ekki beint í hausinn þegar ég er farin á morgun :-)

Eg var nu bara myndarleg og bakadi vøfflur daginn eftir arshatid!  Posted by Hello

Asta kom gamla MA genginu sinu a ovart Posted by Hello

Inga Jona, min og Berglind. Posted by Hello

list svona lika vel a thad Posted by Hello

Ingo og Emil Posted by Hello

Gugga, Thorir og Asta mætt til ad kikja a mig Posted by Hello

Asta og Anna i ljotu-hristakeppni (sem eg nu vann :O) Posted by Hello

Heidur stod sig med soma...  Posted by Hello

Herna er Heidur eins og hun a ad ser ad vera, sæt og fin med Joa sinum Posted by Hello

mánudagur, febrúar 21

Hvar er posturinn?

Ja hvad er betra en ad sitja vid gluggann og bida eftir thvi ad "postbudet" komi askvadandi med eitthvad gott i pokanum handa mer... mer dettur reyndar alveg heill hellingur i hug en neydist samt til thess ad bida og bida.

Vard ad fara i dag og skila bokinni sem eg fekk ad låni thangad til ad minar bækur kæmu, komnar 2 vikur og eg ma ekki vera med hana lengur. Sendi reyndar Binna inn med bokina, vildi ekki lenda i umrædum um beygludu hornin a henni (sem eg reyndar fekk skriflegt ad hefdu verid til stadar vid kaupin thvi eg vissi ad henni yrdi skilad - ekki litid suspekt finnst mer en konan i budinni sagdi ekki ord). Eg er nu svolitid farin ad efast um ad danski posturinn se sa fljotasti i heimi eins og their stæra sig af, thad getur ekki verid edlilegt ad thad taki meira en 16 daga ad koma einni bok fra Bretlandi og heim til min.

Veit ekki hvort ad thetta skemmi postgledina sem eg hef verid haldin sidan i Norge. Thar var hapunktur dagsins ad hlaupa i kofann og ga hvort madur hefdi fengid post i hadeginu og thvilik lukka thegar svo var, serstaklega thegar madur atti ekki von a neinu. Sidan hef eg verid mjog hrifinn af posti, eg half hlakka til ad koma heim ur frii a fjarlægum slodum til ad sja hvor eg hafi fengid post, Binna finnst thetta ekkert sma fyndid, en svona er eg bara. Nuna kem eg svo bara leid ur øllum ferdum i postkassann, engar bækur og eg i tomu tjoni... æjæjæj

Annars er spennan øll ad byggja sig upp fyrir helgina, hef heyrt af godri adsokn i arshatidina hja okkur og allskonar folk ad koma i bæinn. Eg er lika komin i sma fri stud, for i nyja fina rosalega vel skipulagda kjallarann okkar til ad finna sma sumarfot og sandala fyrir Tenerif ferdina - stelpan er komin i sumarskapid.

sunnudagur, febrúar 20

Ekki alveg i sambandi!

Vildi bara láta ykkur vita að ég er ekki alveg i sambandi þessa dagana. SIM kortið mitt datt út einhverntímann á föstudaginn, ég hélt fyrst að síminn sem ég hafði svo mikið fyrir að fá um jólin hefði gefist upp, en kortið virkar ekki i neinum öðrum síma heldur. %!ARG_!#?

Ég fór í Pulp Fiction djammið á gamla kollegíinu mínu og það var voðalega gaman. Hafði ekki séð stórann hluta af fólkinu þaðan í meira en ár og þekkti reyndar alveg hverfandi fáa af þeim sem voru til staðar, það eru svo margir fluttir í burtu - einnig litu flestir eins út með svarta hárkollur og læti :o)
Gamla gengið af hæðinni minni var samt flest mætt þó að margir væru fluttir eitthvert annað, meira að segja X-ið var á svæðinu þó hann vinni núna hinu megin á landinu, haldiði ekki að hann sé á leið til Íslands! Það var auðvitað lang mesta stuðið í okkur gamla liðinu, mér tókst t.d. að gera snörudans að aðalatriði kvöldsins með þeim afleiðingum að það var slegist um snúruna mínia þegar ég hélt heim á leið!

Annars hefur helgin liðið hratt. Laugardagurinn fór í lestur og hygge með Brynjulfi, tókum reyndar geymsluna alveg í gegn, allt í röð og reglu þar núna. Var svolítið fyndið að sjá hrægammana i blokkinni kasta sér yfir allt það sem við ákvaðum að henda, veit ekki alveg hvað þau hafa hugsað sér að gera með hálft brotið rúm, ónýtan gítar og ferðatöskur sem vantar rennilásana í, en verði þeim að góðu.

Jæja, ætla að fá mér morgunmat og skella mér í sturtu svo ég sé klár í lesturinn. Ætla að vera dugleg i dag fyrst að Binni fer að vinna og enginn getur truflað mig.

föstudagur, febrúar 18

Da ra ta ta

Ég er búin að vera voða löt við að skrifa upp á síðkastið, enda ekki mikið i fréttum. Þessir dagar snúast voðalega mikið um skólann og svo er ég að reyna að ná lestrarplaninu okkar Berglindar - mér tókst nú að lesa það sem ég ætlaði mér að lesa i dag, þannig að ég ætla að kíkja aðeins út á eftir. Það er víst eitthvað get2gether á gamla kollegíinu mínu og ég er búin að lofa að kíkja á fólkið. Stalst reyndar á kaffihús með Sirry og Dorthe i vikunni og átti frábæran laugardag með Höbbu, Henry og Olgu. Ekta inni-dagur á meðan allt var brjálað úti.

Aðal spennan þessa dagana er að fara í póstinn... við bíðum ennþá eftir að fá skólabækurnar sem voru pantaðar fyrir rúmum mánuði síðan! Verð nú að nota hérna 2 línur til að vara fólk við því að kaupa bækur hjá www.thebookplace.co.uk Það er ekki fyrirhafnarinnar virði og maður má víst hrósa happi ef maður fær bækurnar áður en maður verður lagður til síðustu hvílu. Glatað!

Annars er nóg af skemmtilegum hlutum að fara að gerast á næstunni Þórir kemur til okkar 25.febrúar, árshátið ísl. læknanemanna hérna úti er 26. febrúar, og ég er búin að plana hitting með fullt af öðru fólki í beinu framhaldi þaraf á Vega, svo verð ég upptekin af skemmtilegum hlutum alla þá helgi - meira seinna, og strax þriðjudaginn þar á eftir fer ég til Tenerife. Það er bara lukkan!

föstudagur, febrúar 11

Myndir af Þorrablótinu

Hérna koma myndirnar af þorrablótinu, ég veit ég var lengi að þessu en betra er seint en aldrei.

Rakst á Sirry úti á götu núna áðan þegar ég var á leiðinni heim úr skólanum, næstum því bara beint fyrir utan húsið hjá mér. Heimurinn er nú ekki stór, hún kíkti aðeins inn á meðan hún beið eftir þvottinum sínum en þvottahúsið hennar er víst bara í götunni minni.

Planið hjá mér í dag er að vera dugleg að lesa til svona 6 og fara svo i smá matarboð og herlegheit i kvöld. Ég álpaðist til að taka aukavagt á morgun svo Ali og kærastan kæmust til Parísar yfir helgina, mig sem langar svo að sofa út a mogun.
Var reyndar að heyra i dag að það er P-dagur i kvöld (þá kemur páskabjórinn, svipað og J-dagurinn fyrir þá sem muna eftir því). Ég missi alveg af honum plús að ég verð að vinna með grautþunnu fólki á morgun, já ef þau sjá sér fært að mæta, annað eins hefur nú gerst.

Jæja, ætla að láta verkin tala, óska ykkur öllum góðrar helgi, bíð spennt eftir sögum af atburðum helgarinnar.

Gugga Oddný og Anna  Posted by Hello

Það var stuð á dansgólfinu Posted by Hello

Oli og Sunna (a leið til Indlands) og Gunni Búa Posted by Hello

Við fundum Siggu af barnum á blótinu, og urðu þar fagnaðarfundir miklir. Posted by Hello

og þetta var síðri félagskapurinn Posted by Hello

Fundum Guggu og Ævar - þetta var góði félagskapurinn á borðinu Posted by Hello

Eg, Sirry og Dorthe ad gera okkur klárar fyrir thorrablotid Posted by Hello

sunnudagur, febrúar 6

Þorrablót i gær, þynnka i dag

Fór á þorrablótið i gær og skemmti mér konunglega, allt var voðalega vel heppnað og ég var i svo skemmtilegum félagsskap. Verst að ég er búin að liggja i faðmlögum við klóið stærsta hlutann af deginum i dag, alveg ónýt!

Ég hendi inn myndum þaðan og kem kanski með sögur af kvöldinu einhvern næstu daga. Bolludagurinn á morgunn og ég ekki einu sinni komin með uppskrift :o)

Anna á Stortorget i Lundi Posted by Hello

Úr ferðinni okkar Önnu til Lundar i Svíþjóð...voðalega kalt hjá okkur Posted by Hello

Anna ad vinna Posted by Hello

Binni i settlers... adur en hann for ad tapa :O) Posted by Hello