mánudagur, ágúst 13

Komin heim a klakann


Æðislegt að vera komin heim til Íslands!!

Komum seint a föstudaginn og gerðum ekkert annað en að koma okkur fyrir hjá mömmu. Laugardagurinn fór allur i að gæsa Lárey vinkonu sem er að fara að giftast honum Baldri næstu helgi. Þetta var fínasti dagur þrátt fyrir nokkur "smá" óhöpp sem mest lentu á aumingja Unu Dögg. Meira um það allt seinna. Ég skemmti mér amk vel og held að hinir hafi gert það líka.

I gær nutum við Brynjulf bara blíðunnar, fórum i göngutúr og í sund og fengum svo mömmu með i bæjarferð. Seinna kíktum við svo í kaffiveislu til Dagnýjar og Skúla og hittum þar Þóru og Grétar. Allt voða gaman :o)

Nú erum við svo að koma okkur í startholurnar, ætlum norður til Pabba heldur óhefðbundna leið. Kíkjum inn í Landmannalaugar núna á eftir og ætlum vonandi að gista þar, tökum svo sprengisand norður á Akureyri og lendum á Sigló einhverntímann á næstu dögum. Stefnum svo á að vera komin aftur suður seinast föstudag. Svo á bara að hitta vini og vandamenn og auðvitað fara í heljarinnar veislu á laugardeginum :o) Heyrumst!

mánudagur, ágúst 6

Loksins sumar

Loksins fann sólin okkur aftur... meira hvad hún er búin ad láta bída a eftir ser.
Eyddi fyrripart helgarinnar med Ástu systir og Elsu Bjørg, eyddum frekar miklum tíma í ad gera óskalista fyrir Bostonferd Ønnu systir en tókum heldur betur a thví med endalausum gønguferdum á laugardeginum.
Sunnudeginum vardi ég i gódum félagskap med Sunnu en vid kaffihúsudumst og røltum um i góda vedrinu. Svona ættu allir dagar ad vera :o) Heill dagur bara ad láta sig reika um bæinn.

Nú eru svo bara 5 dagar eftir í vinnunni... langar samt miklu meira ad vera úti fyrst sumrid er loksins farid ad láta sjá sig. Vikan fer líklega mest i ad undibúa ferdina heim, pakka saman hérna úr vinnunni og reyna ad reka á eftir smidunum. Ætla samt ad kíkja til Køben á fimmtudaginn og hitta Alísu. Svo verdur thad bara home sweet home a føstudaginn :o)