Sunna og Óli eignuðust loksins fyrsta erfingjann í gærkvöldi. Óska þeim innilega til hamingju með fallegan dreng. Bíð nú voðalega spennt eftir að fá grænt ljós til að heimsækja þau.
Annars var ég að vona að Sunna hefði getað setið á sér fram yfir miðnætti svo að ég fengi prinsinn i afmælisgjöf.
Trabantinn er 50 ára i dag svo ég er bara unglamb miðað við hann, líður líka alveg eins og þegar ég var 16. Mér finnst ég ekkert vera orðin gömul en skrítið samt að vera orðin þrítug... man þegar ég var krakki þá var það heldur betur fullorðið fólk.
Anna systir er búin að vera hjá mér núna í tæpar 2 vikur, búið að vera svo gott að hafa hana hérna. Pabbi og co eru líka nokkuð nýfarin aftur til Íslands. Tíminn flýgur bara áfram og áður en ég veit verður allur gestagangurinn bara búinn. Það er búið að vera yndislegt að fá allt fólkið sitt í heimsókn og ég á eftir að sakna þeirra mikið, en á sama tíma er kanski komið að því að ég þurfi að hvíla mig aðeins á daginn og dunda mér bara með litla prinsinum. Ég hef nefnilega ekkert breyst frá því að ég var lítil baun, finnst ég alltaf vera að missa af einhverju, hef því ekki getað slitið mig lausa frá gestunum síðasta mánuðinn.
Jæja, ætla að hjálpa Önnu við baksturinn, hún er búin að baka fyrir heilann her svo ekki hika við að kíkja í kaffi og kökur ef þið eigið séns á því.