Þó það sé langt frá síðasta bloggi þá er ég ennþá á lífi og voðalega ánægð með það. Orðin mun hræddari um mitt líf þessa síðustu mánuði og ár, bráðum þori ég ekki útúr húsi vegna alls þess sem gæti komið fyrir. Það er amk gott að ég get séð það skoplega við þetta því það er ekki sjaldan að mér er hugsað til þess að þetta og hitt sé nú bara nokkuð hættulegt. Gæti verið tengt því að ég sé orðin mamma og að Elmar sé háður því að ég passi upp á hann.
Við erum komin aftur til DK og lífið komið aftur í fastar skorður, þó alltaf komi eitthvað uppá til að skorða aðeins við því. Ég er til dæmis heil á húfi (en ennþá nokkuð aum) eftir litla aðgerð í síðustu viku.
Okkur dreymdi um að eyða ca mánuði á suðrænum slóðum (Bali eða Lomboc) núna i vor, en ég held að þau plön séu dottinn uppfyrir - bæði því ég er svo hrædd um að prinsinn þoli illa hitann, eða verði veikur, eða verði rænt, eða við yrðum sprengd i loft upp eða eitthvað álíka, og því að ritgerðin Binna krefst þess að hann vinni meiri tilraunavinnu sem bindur hann við rannsóknarstofu hér í DK næstu mánuði. Væri sko alveg til í að nota þetta frí frá vinnu til að fara eitthvert langt í burtu því hver veit hvenær næsta tækifæri gefst. Hefði Habba vinkona ekki verið í "sumarfríi" á vitlausum tíma í sumar hefðum við heimsótt hana í Ástralíu, svo nú er ég búin að farga 2 plönum um ævintýri á framandi slóðum.
Elmar Örn er 4.mánaða í dag... ekkert smá hvað tíminn hefur liðið hratt frá því að hann kom í heiminn. Ég sem ætlaði að gera svo mikið er varla búin að gera neitt. Hélt ég myndi eiga meiri tíma fyrir sjálfa mig og allskonar dundur. Hann er samt óskaplega góður strákur og lætur ekkert hafa neitt alltof mikið fyrir sér - amk ekki alla daga :o)
laugardagur, febrúar 2
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)