miðvikudagur, júní 29
Í ferðahug
Það er nú meira hvað tíminn flýgur, ég er ekki einu sinni búin að ná að segja frá fyrsta ferðalaginu fyrr en annað er búið og núna er ferðinni heitið til Íslands i fyrramálið og ennþá ekki komnar neinar myndir eða ferðasögur..uss uss uss!
Ég er orðin voðalega spennt fyrir að koma heim, verður gaman að fara i brúðkaupið hjá Berglindi og Emil og svo er líka kominn mikill ferðahugur í stelpuna. Var að koma heim úr göngustafainnkaupum en ég verð auðvitað að hafa sömu tæki og allir hinir þegar haldið verður á Laugaveginn í byrjun næstu viku. Hálf skrýtið samt að vera að pakka niður ullarnærfötum, húfu og þessháttar þegar það er hið besta sólbaðsveður hérna í Kaupmannahöfn.
Annars verð ég að klára pökkunina og koma mér yfir til Höbbu, við ætlum aðeins að skjótast í ræktina áður en ég hitti Þóru og Grétar, þau eru að flytja frá Odense, en ætla aðeins að skreppa til Tælands fyrst. Væri alveg til í þannig ferðalag sjálf.
Verð með sama gamla íslenska númmer heima ef þið viljið hafa samband eða kanski hitta á stelpuna á meðan ég er heima. Knús i bili
Ég er orðin voðalega spennt fyrir að koma heim, verður gaman að fara i brúðkaupið hjá Berglindi og Emil og svo er líka kominn mikill ferðahugur í stelpuna. Var að koma heim úr göngustafainnkaupum en ég verð auðvitað að hafa sömu tæki og allir hinir þegar haldið verður á Laugaveginn í byrjun næstu viku. Hálf skrýtið samt að vera að pakka niður ullarnærfötum, húfu og þessháttar þegar það er hið besta sólbaðsveður hérna í Kaupmannahöfn.
Annars verð ég að klára pökkunina og koma mér yfir til Höbbu, við ætlum aðeins að skjótast í ræktina áður en ég hitti Þóru og Grétar, þau eru að flytja frá Odense, en ætla aðeins að skreppa til Tælands fyrst. Væri alveg til í þannig ferðalag sjálf.
Verð með sama gamla íslenska númmer heima ef þið viljið hafa samband eða kanski hitta á stelpuna á meðan ég er heima. Knús i bili
sunnudagur, júní 26
Ekki beint i sambandi
Hæ, vildi bara láta vita að það er búið að vera heljarinnar vesen á símanum mínum. Var að skifta úr tele2 yfir i CBB mobil, og var ekki með nýja kortið þegar það gamla datt út núna á þriðjudaginn. Svo er ég auðvitað ennþá svo seinheppin að nýja kortið mitt virkar ekki sem skildi. Ég get ekki hringt eða sent sms og ég kemst ekki inn á síðuna mína á netinu. Það er samt loksins orðið hægt að ná i mig í sama símanúmmer og ég hef verið með undanfarið - ég get bara ekki sent sms eða hringt i ykkur fyrr en eftir að þeir eru búnir að lagfæra þetta einhvern tímann eftir helgi.
Annars hef ég verið i góðum yfirlátum á Jótlandi hjá pabba gamla sem var með bústað ásamt fullt af öðru fólki nálægt Vejle, það koma fleiri sögur þaðan og úr Parísarferðinni einhvern tímann á næstunni. Núna ætla ég bara beint í háttinn, var að koma úr útskriftarveislu hjá Katrine (ein af 2-ur úr gamla bekknum okkar sem kláraði á réttum tíma) hörku fín veisla hjá stelpunni í glampandi sól niðri við ströndina í einu úthverfi bæjarins. Svo var mamma líka að útskrifast (aftur) úr HI i dag, hamingju óskir til þeirra beggja, duglegar skvísur báðar tvær.
Annars hef ég verið i góðum yfirlátum á Jótlandi hjá pabba gamla sem var með bústað ásamt fullt af öðru fólki nálægt Vejle, það koma fleiri sögur þaðan og úr Parísarferðinni einhvern tímann á næstunni. Núna ætla ég bara beint í háttinn, var að koma úr útskriftarveislu hjá Katrine (ein af 2-ur úr gamla bekknum okkar sem kláraði á réttum tíma) hörku fín veisla hjá stelpunni í glampandi sól niðri við ströndina í einu úthverfi bæjarins. Svo var mamma líka að útskrifast (aftur) úr HI i dag, hamingju óskir til þeirra beggja, duglegar skvísur báðar tvær.
fimmtudagur, júní 16
Turnusinn kominn
Frá því einhverntímann á næsta ári verð ég að vinna einhverstaðar í Frederiksborgamti (Hilleröd, Helsingör (þar sem Hamlet danaprins átti að búa) eða Frederiksborg). Ég er bara nokkuð sátt en vona virkilega að ég fái Hilleröd sem er ekki nema hálftíma frá Köben og bíður upp á læknaíbúðir fyrir aumingja turnuslæknana.
Svo voru að koma niðurstöður úr skriflega kirurgiu prófinu og stelpan náði líka, sem betur fer því ég lét eitt orð i aðalspurningunni alveg snúa mig útaf laginu og var ekki viss um hvernig þeir myndu meta svörin hjá mér. En ég náði 9 á danska skalanum þannig að allt hitt hlýtur að hafa verið nokkuð rétt hjá mér. Núna er ég amk búin að tryggja það að ég þurfi aldrei aldrei aldrei aftur að fara i skriflegt próf (nema ég fari að læra eitthvað annað).
Jæja, ætla að skella mér downtown að kaupa mér efrur fyrir Parísarferðina á morgun. Binni verður líka að fá frið til að læra aðeins fyrir prófið sitt á morgun.
Lífið er ljúft :o)
Svo voru að koma niðurstöður úr skriflega kirurgiu prófinu og stelpan náði líka, sem betur fer því ég lét eitt orð i aðalspurningunni alveg snúa mig útaf laginu og var ekki viss um hvernig þeir myndu meta svörin hjá mér. En ég náði 9 á danska skalanum þannig að allt hitt hlýtur að hafa verið nokkuð rétt hjá mér. Núna er ég amk búin að tryggja það að ég þurfi aldrei aldrei aldrei aftur að fara i skriflegt próf (nema ég fari að læra eitthvað annað).
Jæja, ætla að skella mér downtown að kaupa mér efrur fyrir Parísarferðina á morgun. Binni verður líka að fá frið til að læra aðeins fyrir prófið sitt á morgun.
Lífið er ljúft :o)
miðvikudagur, júní 15
Sól i Köben
Þá erum við loksins komin með smjörþef af sumrinu hér i Kaupmannahöfn. Það er búið að vera sól og sumar hérna i 2 daga og áfram spáð góðu veðri um helgina, ekki að það komi okkur svo mikið. Brynjulf fer i próf á föstudaginn og svo er bara að koma sér upp á flugvöll því við ætlum að skella okkur til Parísar um helgina. Við höfum sama sem ekkert séð hvort annað svo lengi, fyrst var ég á kafi í prófalestri og svo þegar það var búið byrjaði Binni að lesa fyrir sín próf - og auðvitað er hann líka að vinna á fullu. Hann verður ekki heima á afmælinu sínu svo ég ákvað að bjóða honum bara til Parísar til að halda upp á það. Verður gott að vera bara 2 og geta notið lífsins aðeins langt fjarri þvottavélum og uppvaski :o)
Ég er nú ekki búin að gera neitt svo mikið undanfarið, hef aðeins verið að vinna við símaviðtöl til Íslands. Ég var komin með nóg af spítalanum og vildi gera eitthvað annað i nokkra daga. En ég er fegin því að ég sé að fara að vera búin með læknisfræðina því ég get ekki hugsað mér að þurfa að vinna svona vinnu lengur en i nokkra daga. Nú þarf ég bara að halda morgundaginn út og þá er það allt saman búið líka.
Jamm... hvað á ég að segja meira, það er voðalega lítið í fréttum af mér núna. Ég er samt búin að vera alltof mikið á netinu að reyna að finna stað fyrir brúðkaupið okkar næsta sumar, hef ekki farið að sofa fyrr en 3 a nóttinni því ég er endalaust að leita. Ætli við endum samt ekki bara með eitthvað af því sem ég var búin að finna fyrir löngu en við viljum skoða alla kosti fyrst. Þó það væri gaman að gifta sig heima á Íslandi væri nú þægilegra fyrir okkur að gera þetta hérna i Dk.
Jæja, ætla að halda leitinni áfram. Skrifa meira eftir París :o)
Ég er nú ekki búin að gera neitt svo mikið undanfarið, hef aðeins verið að vinna við símaviðtöl til Íslands. Ég var komin með nóg af spítalanum og vildi gera eitthvað annað i nokkra daga. En ég er fegin því að ég sé að fara að vera búin með læknisfræðina því ég get ekki hugsað mér að þurfa að vinna svona vinnu lengur en i nokkra daga. Nú þarf ég bara að halda morgundaginn út og þá er það allt saman búið líka.
Jamm... hvað á ég að segja meira, það er voðalega lítið í fréttum af mér núna. Ég er samt búin að vera alltof mikið á netinu að reyna að finna stað fyrir brúðkaupið okkar næsta sumar, hef ekki farið að sofa fyrr en 3 a nóttinni því ég er endalaust að leita. Ætli við endum samt ekki bara með eitthvað af því sem ég var búin að finna fyrir löngu en við viljum skoða alla kosti fyrst. Þó það væri gaman að gifta sig heima á Íslandi væri nú þægilegra fyrir okkur að gera þetta hérna i Dk.
Jæja, ætla að halda leitinni áfram. Skrifa meira eftir París :o)
föstudagur, júní 10
Túttilútti
Ég er voðalega sátt við það að vera komin i frí, mætti samt alveg vera duglegri að slappa af og gera ekki neitt. Ég er aðeins byrjuð að vinna, en það er svo lítið að ég tek varla eftir því. Verst að það á líklega ekki eftir að hafa stór áhrif á stöðuna í bankanum heldur :o)
Við vorum svo heppin að fá smá sól hingað í gær. Markmiðið með því að vinna á kvöldin var nú eiginlega það að geta verið úti i sólinni og gert eitt og annað i góða veðrinu (sem hefur látið fara afskaplega lítið fyrir sér). En dagurinn i gær var yndislegur. Ég fór á fætur um 9, skellti mér yfir til Idu og svo fengum við okkur kaffi úti í garði í sólskini og svo var haldið í búðir. Við vorum eins og 14 ára vinkonur, keyptum okkur eins föt :o) Eftir að hafa þrætt búðirnar borðuðum við svo úti í bakgarði niðri i bæ og svo var bara slappað af þar næstu tímana, ég hefði sko ekki farið heim nema af því að ég var búin að lofa að fara með Höbbu í ræktina.
I dag er aftur orðið skýjað og frekar rigningarlegt. Ég ætla að hitta Þóri i brunsh og svo fer ég að vinna kl 3 svo það verður ekki svo mikið úr þessum föstudegi. Helgin fer líka í að vinna eitthvað en annars held ég bara áfram að dunda mér.
Við vorum svo heppin að fá smá sól hingað í gær. Markmiðið með því að vinna á kvöldin var nú eiginlega það að geta verið úti i sólinni og gert eitt og annað i góða veðrinu (sem hefur látið fara afskaplega lítið fyrir sér). En dagurinn i gær var yndislegur. Ég fór á fætur um 9, skellti mér yfir til Idu og svo fengum við okkur kaffi úti í garði í sólskini og svo var haldið í búðir. Við vorum eins og 14 ára vinkonur, keyptum okkur eins föt :o) Eftir að hafa þrætt búðirnar borðuðum við svo úti í bakgarði niðri i bæ og svo var bara slappað af þar næstu tímana, ég hefði sko ekki farið heim nema af því að ég var búin að lofa að fara með Höbbu í ræktina.
I dag er aftur orðið skýjað og frekar rigningarlegt. Ég ætla að hitta Þóri i brunsh og svo fer ég að vinna kl 3 svo það verður ekki svo mikið úr þessum föstudegi. Helgin fer líka í að vinna eitthvað en annars held ég bara áfram að dunda mér.
föstudagur, júní 3
Ég á mig sjálf!
Loksins er ég búin með prófin og komin i sumarfrí! Ekki fleiri langir dagar á bókasafni dauðans því nú á ég mig sjálf og get fengið að gera eitthvað skemmtilegt.
Ég, sem jú allir vita að er alltaf svo heppin eða þannig, var söm við mig þegar ég hringdi i gær og fékk að vita að ég færi i próf á bæklun i dag - eina fagið sem ég vildi ekki fara í! Eftir 13 tíma i panik á bókasafninu og með smá lestri hérna heima hófst þetta nú allt saman og mér gékk meira að segja vel. En til að gera langa sögu stutta er ég loksins búin með 12.önn og komin i langþráð sumarfrí. (Hér er rigning og súld og ekki spáð betra veðri alla helgina)
Kom bara rétt heim til að skella mér i sturtu áður en ég held til Idu sem heldur rokna grill veislu i rigningunni i kvöld. Krakkarnir biðu eftir okkur með bjór pakkaðann inn i dagblöð og lambrúskó i plastglösum þegar við kláruðum i dag... læknum og starfsfólki spítalans til mikils hrillings og okkur til mikillar ánægju :o)
Vil nota tækifærið og þakka vinum og ættingjum fyrir stuðninginn og fallegu hugsanirnar, þær náðu allar i mark. Þið eruð svo miklar elskur. Jæja, sturtan bíður, verð að þjóta.
Ég, sem jú allir vita að er alltaf svo heppin eða þannig, var söm við mig þegar ég hringdi i gær og fékk að vita að ég færi i próf á bæklun i dag - eina fagið sem ég vildi ekki fara í! Eftir 13 tíma i panik á bókasafninu og með smá lestri hérna heima hófst þetta nú allt saman og mér gékk meira að segja vel. En til að gera langa sögu stutta er ég loksins búin með 12.önn og komin i langþráð sumarfrí. (Hér er rigning og súld og ekki spáð betra veðri alla helgina)
Kom bara rétt heim til að skella mér i sturtu áður en ég held til Idu sem heldur rokna grill veislu i rigningunni i kvöld. Krakkarnir biðu eftir okkur með bjór pakkaðann inn i dagblöð og lambrúskó i plastglösum þegar við kláruðum i dag... læknum og starfsfólki spítalans til mikils hrillings og okkur til mikillar ánægju :o)
Vil nota tækifærið og þakka vinum og ættingjum fyrir stuðninginn og fallegu hugsanirnar, þær náðu allar i mark. Þið eruð svo miklar elskur. Jæja, sturtan bíður, verð að þjóta.
miðvikudagur, júní 1
Seinasta skriflega prófið loksins búið
Já, var að koma heim úr seinasta skriflega prófinu í læknisfræðinni! Prófið var ekkert svo rosalega slæmt en ég var ekki alveg með heilann tengdan svo það er ekki víst að ég fái svo góða einkunn en stelpan ætti nú samt að ná.
Svo gott að þetta sé búið, ég er komin með algjört ógéð á bókasafninu og bókunum og ég hlakka svo til að endurheimta líf mitt. Núna er bara að halda út næstu 2 daga, en ég fer í munnlega/verklega prófið á föstudaginn og svo verður sko djammað. Ætluðum að halda svaka grillveislu hjá Idu en það er bara spáð rigningu svo við endum líklega innandyra. En það verður gott að geta sett allar bækurnar aftur upp i hillu og þurfa ekki að kíkja á neitt fyrr en i haust.
Jæja elskurnar, hugsið nú fallega til mín fram að helginni. Vona að þeir gefi mér góða deild fyrir munnlega prófið fyrst þeir voru svo illkvittnir að senda mig á blóðmeinafræðina i medicin prófinu.
Svo gott að þetta sé búið, ég er komin með algjört ógéð á bókasafninu og bókunum og ég hlakka svo til að endurheimta líf mitt. Núna er bara að halda út næstu 2 daga, en ég fer í munnlega/verklega prófið á föstudaginn og svo verður sko djammað. Ætluðum að halda svaka grillveislu hjá Idu en það er bara spáð rigningu svo við endum líklega innandyra. En það verður gott að geta sett allar bækurnar aftur upp i hillu og þurfa ekki að kíkja á neitt fyrr en i haust.
Jæja elskurnar, hugsið nú fallega til mín fram að helginni. Vona að þeir gefi mér góða deild fyrir munnlega prófið fyrst þeir voru svo illkvittnir að senda mig á blóðmeinafræðina i medicin prófinu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)