Hæ, vildi bara láta vita að það er búið að vera heljarinnar vesen á símanum mínum. Var að skifta úr tele2 yfir i CBB mobil, og var ekki með nýja kortið þegar það gamla datt út núna á þriðjudaginn. Svo er ég auðvitað ennþá svo seinheppin að nýja kortið mitt virkar ekki sem skildi. Ég get ekki hringt eða sent sms og ég kemst ekki inn á síðuna mína á netinu. Það er samt loksins orðið hægt að ná i mig í sama símanúmmer og ég hef verið með undanfarið - ég get bara ekki sent sms eða hringt i ykkur fyrr en eftir að þeir eru búnir að lagfæra þetta einhvern tímann eftir helgi.
Annars hef ég verið i góðum yfirlátum á Jótlandi hjá pabba gamla sem var með bústað ásamt fullt af öðru fólki nálægt Vejle, það koma fleiri sögur þaðan og úr Parísarferðinni einhvern tímann á næstunni. Núna ætla ég bara beint í háttinn, var að koma úr útskriftarveislu hjá Katrine (ein af 2-ur úr gamla bekknum okkar sem kláraði á réttum tíma) hörku fín veisla hjá stelpunni í glampandi sól niðri við ströndina í einu úthverfi bæjarins. Svo var mamma líka að útskrifast (aftur) úr HI i dag, hamingju óskir til þeirra beggja, duglegar skvísur báðar tvær.
sunnudagur, júní 26
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til hamingju með afmæli bóndans. Sendu honum koss frá mér :o*
Sjáumst svo heldur betur kátar á fimmtudaginn :o) Klukkan hvað mætirðu?
Skrifa ummæli