þriðjudagur, janúar 17

Búin i prófunum!!

Nýkomin heim eftir seinasta prófið! Það gékk allt saman þó að ég hefði verið með hjartað i buxunum og púls sem átti betur við sjokk-sjúklingana i prófinu :o)

Nú veit ég svo ekkert hvað ég á af mér að gera, aldrei þessu vant þarf ég ekki að skunda heim og hanga yfir bókunum. Hugsa að ég fari bara i leiðangur niður í bæ, og spili það svo eftir hendinni þaðan af. Gugga ætlar ad hitta mig á eftir og svo förum við Brynjulf út að borða i kvöld.

Hugsið svo fallega til mín i fyrramálið, ég fæ ekki einu sinni að sofa út eftir próf heldur fer ég i atvinnuviðtal hálf 8 á morgun. Verð að fá vinnu fram að turnus i júni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku með áfangann og gangi þér vel í viðtalinu :)

Luv, Una Björg

Nafnlaus sagði...

Elsku bestasta
Innilega til hamingju með að vera búin með prófinn og skólann. Skrýtið ekki satt að engar bækur eða skóli bíði manns?? Veit að þér mun ganga allt í haginn elsku Gugga mín hvað varðar vinnu.
Knús og kossar
Þóra