Föstudagurinn 13. er nú oft talinn óhappadagur, en ég hugsa að það eigi ekki við mig - kanski af því að ég vill oft vera óheppin alla aðra daga ársins ;)
I dag var seinasti skóladagurinn minn, ekkert smá skrýtið að hugsa til þess að ég sé að vera búinn með þetta langa nám. Vona bara að lesturinn næstu 3 daga gangi vel og að heppnin verði með mér á þriðjudaginn svo ég endi ekki á skólabekknum aftur.
Já, ég er loksins búin að ná á liðinu sem ræður i Helsingör og var að fá póst þess efnis að þeir ætla að leyfa mér að fara í sumarfrí 30.júni til 15.júli svo ég komist heim á klakann og geti verið viðstödd mitt eigið brúðkaup. Ég er svo fegin að það sé komið á hreint. Ræð mér varla af kæti :o) Hún var nú ekki alveg á því að gefa mér frí strax, enda verð ég nýbyrjuð að vinna hjá þeim.
Jæja, ætla að fagna þessu og taka pásu frá lestrinum. Er komin með vírus á tölvuna sem ég verð að losna við.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
til hamingju með fríið og þú manst að maríuhænan er búin að boða heppni allt árið, líka föstudaginn 13. Knús
Til hamingju með að vera komin með frí til að komast í eigin brúðkaup- alltaf betra að brúðurin mæti líka;-)
Gangi þér rosalega vel í prófinu á þriðjudaginn.
Kv. Rakel og krúttulíus
Hæ skvís!!
Til hamingju med tad ad "mega" mæta í eigid brúdkaup:) Og gangi tér vel í prófinu á morgun-hugsa til tín;)
ps náum vid hitting ádur en tú ferd í skídaferdina?? Væri gaman ad reyna plata Thóri med í e-d geim?!
pss fékkstu sms-id med upplýsingunum um beboerlokalid??? Tad er laust 3 føstudaga í feb:10, 17 og 24 feb, en tad tarf ad stadfesta fyrir 1 feb!
knús Gof
Lúxus að fá svona brúðkaupsfrí... hehe
Nú ertu líklega búin í prófinu, allra síðasta prófinu, til hamingju með það.
Knús og kossar
Skrifa ummæli