Halló halló!
Já, þá er komið nýtt ár og nóg að gerast. Veit ekki alveg hvort að heppnin hefur snúist mér i vil en ég kýs að halda það. Sat og var að lesa i gær þegar það brunaði maríuhæna beint yfir endilanga stofuna og rétt i andlitið á mér - er ég að rugla eða eru þær ekki merki um heppni? Ég ætla amk að trúa því, hvað ætti maríuhæna annars að vera að gera inni í stofu hjá mér um miðjan vetur, nema til að færa mér heppni?
Við héldum upp á áramótin með Helle og svo kom Auður til okkar rétt eftir miðnætti. Það var voða gaman hjá okkur og ég kíkti svo út með stelpunum þegar Binni fór að vinna um 2. Það kom mér virkilega á óvart hvað var skotið upp mikið af flugeldum hérna, stóðum við söerne og sáum þess vegna frekar mikið en það var stanslaust upplýstur himinn i meira en 3 korter og samt var liðið búið að skjóta upp allan daginn og hélt áfram fram á morgun - einhver tók það líka að sér að sprengja upp ganginn hjá okkur, meiri vitleysingarnir.
Skólinn byrjaði svo 2.jan og ég er á fullu i seinasta kúrsinum. Ég er orðin svo stressuð að ég sef varla á nóttinni lengur, en oft er það nú ekki útaf skólanum. Plönin um nýja eldúsið hafa haldið mér vakandi amk 2 nætur, hugsanleg kandidatsveisla eitthvað svipað, vinna fram að túrnus eihverjar nætur og svona gæti ég haldið áfram. Það hefur líka farið mikill tími í að plana innréttingar i nýja húsið sem allt þarf að vera tilbúið i lok næstu viku.
Dagný og Skúli stoppuðu i kbh á leið sinni til Íslands, ég fékk að leika við þau og Írisi á föstudaginn. Það er alltaf svo gaman að sjá þau og auðvitað Arnar líka, verst að þau búa i Tokyo. Mig langar auðvitað að skella mér yfir og heimsækja þau en það er alltaf spurningin um tíma og peninga. Kanski ég komist samt einhverntimann!
Jæja, ekki seinna vænna en ad fara að lesa aftur. Ásta og Ámundi koma frá Íslandi á morgun og gista hérna, hlakka mikið til að sjá þau en ég næ víst lítið að lesa á meðan. Þriðjudagurinn fer svo í að velja eldavél, ískáp og þessháttar og á miðvikudaginn verðum við að panta eldhúsið... það er því margt sem stelur tíma frá bókunum þessa vikuna. Ég verð samt að vera dugleg að glugga í bækurnar, ekki sniðugt að mæta ólesinn í seinasta prófið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hlakka til að sjá hvernig húsið ykkar verður :) Gangi þér vel í síðasta prófinu og öllu hinu líka. knús
Við verðum að hittast þegar þú kemur á klakann. Gangi þér vel með allt :)
Luv, Una Björg
Skrifa ummæli