þriðjudagur, apríl 25

Binni kominn og farinn

Þá eru páskarnir komnir og farnir og Binni líka. Hann kíkti á mig aðeins um helgina og við höfðum það voðalega huggulegt saman. Veit ekki alveg hvað við vorum að spá þegar við ákváðum að ég færi hingað heim að vinna. Nú eru samt bara rúmar 3 vikur þar til ég fer aftur út svo þetta hefst nú alveg. Það kom seinkun á vélina hans út og ég var bara hæst ánægð með það að greyið fengi ekki að fara heim svo ég fengi að knúsa hann aðeins lengur.

Nú er svo bara hörku vinna næstu vikuna og svo er ég i fríi fyrstu 2 helgarnar í mai, enda ekki seinna vænna þar sem ég hverf svo af landi burt. Ætla mér að taka amk eitt gott djamm áður.

Annars er ég frekar neikvæð i dag, það pirrar mig mikið hvað krónan er að falla i gildi, það hverfa bara allir peningarnir mínir og allt verður orðið þeim mun dýrara í sumar þegar við þurfuð að punga út fyrir veislunni. Gerist líka svo hratt :o(
Svo vilja þeir i DK ekki einu sinni athuga hvort hægt sé að meta vinnuna hérna fyrir kandidatsárið af því að ég er hérna bara i 2 og hálfan mánuð en ekki 3, þó að ég vinni miklu meira en þeir gera á 3ur mánuðum úti. Það er stundum allt svo ferhyrnt hjá dönunum varðandi allt svona.

Ja, gott að það er ekki allt jafn slæmt, Anna litla sys á afmæli i dag og er bara orðin nokkur stór, man að mér fannst það amk þegar ég var 19.
Shit hvað tíminn flýgur!

föstudagur, apríl 14

Páskafrí

Já þá er ég loksins komin í langþráð páskafrí, ekkert smá ánægð með það enda fyrsta skipti i fjölda ára þar sem ég þarf ekki að eyða páskafríinu sveitt yfir bókunum heldur get gert það sem mér sýnist. Svaf út í morgun og er svo búin að eyða deginum í faðmi stórfjölskyldunnar við spilamennsku og nammiát. Restina af páskunum ætla ég að eyða í samskonar vitleysu, væri samt gaman að komast á skíði en ég á enn eftir að sannfæra einhvern með mér í slíkann leiðangur.

Undanfarið hefur nú frekar lítið verið í fréttum, Það er farið að ganga betur i vinnunni og suma daga er meira að segja pínu skemmtilegt. Svo kom pabbi suður með liðið, fór meðal annars í bío með bræðrum mínum þar sem Guðmundur vakti mikla lukku. Það var loðfíll að hrósa öðrum loðfíl (ice age 2) á því hvað hún væri nú myndarleg með stóra rassinn sinn þegar hann segir hátt og skýrt yfir allt, "alveg eins og þú Gugga, þú ert líka með svo stórann rass" en ég held að hann hafi ekki fattað að þetta væri annað en hrós fyrir mig :o)

laugardagur, apríl 1

Laugardagslukkan

Já ég er svo ánægð með að það sé komin helgi. Svaf út i morgun og er ennþá bara að dúllast um á náttbuxunum, voða notalegt svona stundum. Plan dagsins er að koma sér i ræktina (mest til að fara i sturtu og nota góða sléttujárnið þeirra) og svo að kíkja á fermingjargjafir fyrir morgundaginn. Svo verð ég víst að gera heimavinnuna en ég varð þess dubiösa heiðurs aðnjótandi að fá að vera með tímaritafund fyrir alla skurðlæknana eftir helgi - hefði alveg viljað vera án þess en það getur ekki tekið of mikinn tíma.

I kvöld ætlum við frændsyskinin svo að koma saman og halda spilakvöld, það verður bara gaman :o)Er ennþá að vega og meta hvort ég eigi að koma við í ríkinu fyrir þann fund eða hvort ég eigi að vera hress á morgun. Ég er búin að vera voðalega ódugleg við að djamma, fer að koma að því að geri eitthvað sniðugt.