laugardagur, apríl 1

Laugardagslukkan

Já ég er svo ánægð með að það sé komin helgi. Svaf út i morgun og er ennþá bara að dúllast um á náttbuxunum, voða notalegt svona stundum. Plan dagsins er að koma sér i ræktina (mest til að fara i sturtu og nota góða sléttujárnið þeirra) og svo að kíkja á fermingjargjafir fyrir morgundaginn. Svo verð ég víst að gera heimavinnuna en ég varð þess dubiösa heiðurs aðnjótandi að fá að vera með tímaritafund fyrir alla skurðlæknana eftir helgi - hefði alveg viljað vera án þess en það getur ekki tekið of mikinn tíma.

I kvöld ætlum við frændsyskinin svo að koma saman og halda spilakvöld, það verður bara gaman :o)Er ennþá að vega og meta hvort ég eigi að koma við í ríkinu fyrir þann fund eða hvort ég eigi að vera hress á morgun. Ég er búin að vera voðalega ódugleg við að djamma, fer að koma að því að geri eitthvað sniðugt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ og takk fyrir síðast spilakvöldið gekk glimrandi vel og varð skemmtilegra þegar kvikindisskapurinn varð meiri;-) Endilega að skella okkur í spil aftur áður en þú ferð aftur af landi brott:-) og ekki skemma góðar veigar fyrir.....

Bestu kveðjur Auðunn,Rakel og krútta