fimmtudagur, maí 17

bara svona

Loksins frídagur! Ásta og Elsa litu yfir sundið í dag til að heilsa upp á skvísuna en ég var ekki skemmtilegri en svo að þær liggja núna steinsofandi uppí rúmi hjá mér. Pabbi sendi hangikjöt til okkar síðustu helgi svo nú á að halda íslenska veislumáltíð á sjálfum þjóðhátíðar degi norðmanna :o) En ætli kallinn verði nú samt ekki sáttur við það.

Annars er lítið að frétta. Það átti eftir að ganga frá ansi miklu þegar við kíktum á húsið i seinustu viku en þeir lofa því að við getum flutt inn næstu helgi. Reyndar ekki víst hvort að það verði komið rétt eldhús innrétting inn og að allir litlu gallarnir verði komnir í lag en við verðum víst að láta reyna á það engu að síður. Ég hlakka amk mikið til að flytja i stærra húsnæði.

Mamma kemur svo eftir viku og ætlar að hjálpa okkur að flytja, hittum hana samt líklega strax á sunnudaginn og fáum íslenskar kræsingar af dömunni uppí flugstöð en hún millilendir hérna þá.

Skódinn er alveg dáinn, var skilað á föstudaginn og er líklegast núna allur í bútum. Thannig að mín er komin aftur á hjólið sem er kanski öllum fyrir bestu þar sem ég var farin að stækka aðeins of hratt upp á síðkastið :o)

Nóg í bili... meira seinna

3 ummæli:

Asta sagði...

Takk fyrir lúrinn :)

Ég fann þriðju tönnina hennar Elsu Bjargar á leiðinni heim. Kannski kom hún hjá ykkur :o)

Nafnlaus sagði...

hæ sæta mín!
Eg er med fullt af islenksum slúdurblødum ef ad tig langar ad fá tau...annars fara tau bara i ruslid!

Nafnlaus sagði...

Halló sæta Gugga!! Til hamingju með litlu/litla sem ég frétti að væri á leiðinni, spennó spennó!

Bið að heilsa Binnanum (og til hamingju til hans líka).

Yfir og út,
Heiður