föstudagur, desember 14

Lengi síðan seinast

Já, þessi síða hefur heldur betur legið á hakanum, ef þið viljið fréttir þá er líklegast að finna þær á heimasíðu litla prinsins www.barnanet.is/litlastorakrili

Ég er að byrja að pakka fyrir ferðina til Íslands, við mæðginin förum heim á mánudaginn og svo kemur pabbinn á eftir rúmum sólarhring seinna. Hann er núna á Bretlandi á einhverskonar ráðstefnu svo við erum bara ein heima. Sá stutti ákvað að nota tækifærið og stríða mömmu sinni með því að gráta frá 10 til 4 tvær nætur í röð.

Það lá við að ferðinni heim yrði frestað. Í gær kom í ljós að ég þyrfti að fara í smá aðgerð. Alveg týpiskt fyrir mig að flækja málin aðeins, svona fyrst það var hægt. Mér tókst að fá aðgerðinni frestað þangað til ég kem aftur út og nú vona ég bara að ekkert komi uppá heima.

Annars erum við bara hress og ánægð hérna í Helsingör.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ snúlla.

Elsku dúlla, vona að þetta sé ekkert alvarlegt með aðgerðina, heyri um það þegar þú kemur á Klakann. Verður að bjalla í mig við fyrsta tækifæri eða senda mér símann hjá múttunni þinni á hotmailinn minn. Þannig að við getum gert date og hisst.

Djíses, það hefur verið erfitt með þessar tvær nætur. Maður verður alveg búin á því.

Þarf að þjóta. Við erum greinilega báðar grasekkjur um þessar mundir.

knús og koss til þín og litla prins,
Sigga og prinsarnir.