Ég veit að ég var búin að lofa fréttum af helginni en svo hef eg bara ekkert mátt vera að því, vantar reyndar líka fréttir af helginni á undan líka, ég er rétt að byrja á þessu bloggdæmi þannig að ég hlýt að vera afsökuð.
Seinasta helgi hafði ansi góðan "potentiale" til að djamma en eg var engu að síður voðalega róleg. Byrjaði á huggulegu kvöldi hjá Berglindi með Steinu, Hildi, Ingu og Sunnu. Fyrsta skipti sem við allar náðum að hittast i einu en það er ekki fyrir hvern sem er að heyra hvað gengur á á okkar fundum svo ég held því bara leynilegu. Það var amk voðalega gaman hjá okkur skvísunum.
Laugardagurinn fór i vinnu og smá lúr áður en haldið var á fund íslensku læknanemanna i Kaupmannahöfn. Vorum 28 sem mættum í matinn - hálf scary hvað við erum orðin mörg (ca 40 held ég) en það voru víst teknir inn 11 íslenskir nemar á þessu ári. Samt voru ekki nema 2 sem byrjuðu i haust, kemur líklega hrúga i janúar en það eru alltaf margir sem mæta aldrei þó þeir komist inn í skólann. Held að íslensku strákarnir þori ekki að mæti nema þeir hafi kærustu sem geti leitt þá í gegnum flutninginn til DK, stelpurnar eru aftur á móti miklu duglegri við að rífa sig upp með rótum (- eins og Elías) og takast á við nýtt land og nýja þjóð.
Það var góð stemmning og það var með tárin í augunum að ég fór heim þegar allir voru á leið áfram á djammið. Það var laaangur dagur í vinnunni framundan.
Og dagurinn varð bara lengri og lengri... klikkað að gera og auðvitað mætti ekki einn tappinn í vinnuna, og ekki neitt með að svara í símana sína þegar við reyndum að ná i hann, og ekki var hægt að kalla bakvaktina út því hún var mætt í vinnuna. Gæjinn hringdi svo eftir hádegi og sagðist KANSKI hafa sofið yfir sig, en að hann væri fastur í Svíðþjóð!!! Halló, er ekki allt í lagi með fólk. Týpisk ég.
Já, ég er svolítið seinheppin. Eins og i dag, þegar ég komst að því að það er bara ekki búið að skrá að ég sé búin með Osval verkefnið mitt. Lá yfir því í allt sumar og lét það skemma byrjunina á þessari önn og svo er það bara hvergi skráð. Væri týpiskt að þurfa að búa til nýtt verkefni. Hafði samband við prófdómarann sem svo gott sem var á leið úr landi og ætlaði að vera í nokkra mánuði, ég spurði hvort hann hefði ekki ábyggilega látið vita að ég væri nú búin með þetta. Það virtist bara koma flatt uppá gæjann að ég vildi fá þetta skráð, hann vissi ekki alveg hvert hann hefði sett pappírana ef hann hefði nokkuð fengið þá, hvort ég hefði ekki bara tekið þá eða vissi hvert hann hefði sett þá. Það virðist vera rétt að prófesorar séu eilítið utan við sig, langaði að vera reið við hann en gat það bara ekki, hann er svo mikið grey.
Já, en aftur að helginni, ekki seinustu heldur þeirri á undan. Þá var sko nóg að gera. Gugga vinkona dró mig með i hina alræmdu Ársfest i RUC. Voða fínt partý, minnir einna mest á verslunarmannahelgi. Fullt af fólki, fullt af partý tjöldum, risa svæði, allskonar tónlist og allskonar fólk og svo flýtur auðvitað allt fljótandi í bjór. Vorum í ansi góðum gír.
Ég var líka svo heppin að fá heimsókn þessa helgi. Þóra Gísla kom frá Odense og fékk að krassa hjá mér - rosalega er ég góður gestgjafi sem bara stingur af í partý og kemur ekki heim fyrr en sólin kemur upp aftur.. en ég er nú bara mjög stolt af því að hafa drattast á lappir um 10 leytið til að kíkja á sjopping með skvísunni. Ég var nú ekki i besta ásigkomulagi en það kom ekki niður á verslunnarhæfileikunum, keypti 3 boli sem ég er hæst ánægð með. Þóra var nú virkari en ég. Við hittum líka Möttu og Ásdísi sem fannst við vera heldur betur sjopping óðar. Þær hafa ekki séð mig í ham, annars fyndist þeim varla mikið til mín koma þennan dag :o) Höfðum það svo bara gott með þeim þar sem eftir var dags, en ég skreið heim þegar þær ætluðu að kíkja á lífið, gat bara ekki meira.
Við Brynjulf erum svo búin að ganga frá og skila af okkur Öresundsíbúðinni, urðum svo gripin af að mála að við tókum okkur til og slengdum málingu á vegg hérna heima líka... klikkaði samt aðeins, liturinn varð frekar ljós, frekar blár og frekar væminn í staðinn fyrir flotta koksgráa litinn sem við vorum að vonast eftir. Að fráskyldu því að verja heimili mitt fyrir nýrri kóngulóa árást er lítið búið að gerast i innflutningsmálunum, jú við erum reyndar komin með rúm fyrir það sem var stolið en ég er hrædd um að við þurfuð að drösla því aftur í búðina og fá annað - aðeins mýkra. Það var eitthvað ekki í lagi með okkur þegar við völdum dýnuna, fannst hún voða góð i búðinni en enda vorum við búin að sofa á gólfinu dagana á undan.
Jæja, ég er orðin sybbin og ætla að skríða upp í umtalað rúm og kúra. Mikill lestur framundan svo það gæti orðið langt í næstu skrif. Góða nótt Zzzzzzzzzzzzz