Loksins komið að því, það er komin helgi. Ekkert smá anægð með það. Fékk snemma frí í skólanum, búin að lesa pínu og endurraða öllu í stofunni 2 sinnum. Brynjulf vildi endilega fá að hengja upp myndir en við þurftum nú að ræða það aðeins hvað færi upp og hvert. Við erum með mjög mismunandi skoðanir á þeim málum, en komumst næstum að samkomulagi :o) En maður fer ekki að hengja upp myndir fyrr en maður fær á hreint hvar hlutirnir eiga að vera, og við vorum ekki heldur alltof sammála um það - sko það er alveg hægt að fá smá drama útúr daglega lífinu.
Er eiginlega á leiðinni til að hitta Guggu vinkonu, við ætlum að kíkja á dagskrána og ræða hvert á að halda í kvöld, þannig að við verðum komnar með smá plan áður en allir hinir bætast i hópinn. Verður bara gaman i kvöld held ég, það er líka ágætis veður þannig að það ætti ekki að vanta fólkið. Þið fáið svo að heyra ef við lendum í einhverjum ævintýrum.
Hasta luego XXX
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Blessud nafna....og takk fyrir sídast...vid vorum aldeilis menningarleg i gær, pøbbaferd og búdarráp kallast menning..er tad ekki:) Hehe..knus
Skrifa ummæli