- Lesið voðalega mikið i skólabókunum
- Haldið lestrargrúppu á föstudagskvöldi
- Klárað eina skáldsögu og byrjað á annarri
- Loksins platað mömmu til þess að nota skype-ið
- Ekkert mætt i ræktina :o(
- Hleypt heilum hóp af skátum inn i stofu til mín og leyft þeim að nota eldhúsið mitt, með þeim afleiðingum að ég kom alltof seint i afmæli
- Notið góðra stunda i góðra vina hóp
- Lesið upp i skóla þar sem íslendigarnir voru búnir að taka undir sig bókasafnið
- Verið andvaka heila nótt af of mikilli kaffidrykkju
- Hætt ad drekka kaffi
- Byrjað aftur :o)
- Sofið út i fyrsta skipti i margar vikur
- Farið á kaffihús en endað á slysó
- Hlakkað mikið til jólanna
Já þarna hafiði það, bara alveg týpisk vika :o) Verð að segja að síðasti punkturinn hefur verið mikið á ferðinni. Það er ekki hægt að segja frá því hversu mikið ég hlakka til þess að halda upp á jólin heima i ár. Það allra besta er að ég verð i fríi - aldrei þessu vant verða engin próf hjá mér í janúar. Ég er búin að plana þetta allt i kollinum, margar ferðir niður i bæ að kíkja á jólagjafir, kíkja á kaffihús og hlýja sér yfir kakói, fara i sund, baka, liggja undir teppi með bók, hitta fjölskylduna og vinina, borða íslenskan mat og nammi, fara i göngutúra og njóta Íslands alveg i botn. Ásta systir verður búin í prófunum svo við verðum í góðum gír. Gugga vinkona kemur líka heim um jólin svo það lítur allt út fyrir að allur vinahópurinn getur hisst á einu bretti. Bæði Mamma og Ásta eru fluttar og þetta verður i fyrsta skipti sem ég sé nýju hýbílin þeirra, það hefur líka það með sér i för að það verður ekki nauðsyn að samhæfa allt og standa i samningaviðræðum um það hver á að fá bílinn hvert og hvenær. Æði!
Jæja, nú er ég búin að teygja lopann ansi lengi, klukkan að verða 12 og mín ekki byrjuð á lestrinum. Verð bara að óska ykkur góðrar helgi, verð að lesa i dag og vinna á morgun svo það verður ekki mikið fútt í mér þessa helgina. Vonandi hafið þið frá meiru að segja.
1 ummæli:
Já skvísa...
Það er ekki langt í að við sitjum saman upp í sófa að horfa á einhverja sæta jólasveinamynd. Það verður bara gaman.
Núna er einmitt svipað langt síðan við Ámundi komum til þín eins og það er langt þangað til að þú kemur til okkar.
Skrifa ummæli