Já það er sko engin lygi, var að koma i menninguna eftir 4 nætur á fjöllum. Ferðin yfir laugarveginn var hreinlega yndisleg, ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel.
Byrjaði allt með því að rútan í Landmannalaugar bilaði i heljarinnar rigningu svo við þurftum að bíða i 2 tíma i Landmannalaugum eftir Axel, Abba, Önnu og Gebba sem voru þar umborð. Það var reyndar sól i Landmannalaugum þegar við (ég, Ásta og Ámundi) komum og við höfðum það bara fínt úti á palli í sól og blíðu, unnum vel í því að létta á pokunum við að byrja að borða nestið okkar :o)
Fyrsta dagsleiðin yfir i Hrafntinnusker gékk bara vel. Við gengum með heiðan himinn á vinstri hönd og þung ský á hægri en fengum sjálf bara fínasta veður, rétt smá rigning á stuttum kafla. Útsýnið á leiðinni er alveg i topp, mæli sterkt með því að fólk skelli sér þessa leið við fyrsta tækifæri. I Hrafntinnuskeri kíktum við á íshella sem eru ekki svo langt frá skálanum, vorum heillengi inni að taka myndir og skoða en komumst svo að því að hellirinn við hliðina hefði nú bara fallið saman fyrir örfáum dögum og að þessi geri það nú líklega bráðum. Værum illa dauð hefði hann gefið sig á meðan við vorum inni í honum.
Dagur tvö yfir i Álftavatn var líka frábær, skýjað en samt frekar hlýtt og allt annað landslag. Mér finnst svo flott að sjá alla kontrastana í íslensku náttúrunni. Þið fáið að sjá eitthvað þegar ég skelli myndunum inn seinna. Axel og Gebbi hlupu upp á Háskerðing, við hin vorum ekki alveg í ástandi til þess en mér skilst að þeir hafi verið ríkulega verðlaunaðir með alveg heiðskýrum toppi og ótrúlegu útsýni. Í Álftavatni fengum við svo eigin skála sem gat ekki verið betra.
Dagur þrjú yfir í Emstrur bauð upp á langbesta veðrið, vorum bara á stuttbuxunum og mín gékk hálfa leiðina á sandölunum því stelpan var komin með svo miklar blöðrur. Það var mun flatara landslag, en við sáum samt vítt og breytt um landið okkar. Fengum alveg fjallafílinginn á því að finna loksins lyktina af lyngi og á því að vaða árnar og svona - hefðum samt alveg verið til í að útrýma öllum flugum á leiðinni. Fengum aftur eigin skála en svo ruddust einhverjir frakkar inn á okkur, það var nú allt í gúddý bara þangað til að við komum aftur úr göngutúrnum upp að Markárgljúfri (eitt af því flottasta sem ég hef séð) og við komumst að því að þeir höfðu ekkert borgað fyrir aðstöðuna, voru komin með kana til sín (sá hafði þann leiðinlegasta framburð og hláturstíst sem ég hef nokkurntímann heyrt) og voru búnir að taka undir sig spilaborðið okkar... hmmm þeir fundu nú fljótt að þeir voru ekki velkomnir lengur og tóku til fótanna og þá hófust aftur mikil spilamennska og gleði í hópnum okkar.
Síðasti göngudagurinn, leiðin inn i Þórsmörk var líka svakalega flott og alls ekki fyrir lofthrædda. Það var spáð svaka stormi og grenjandi rigningu en það varð ekki svo slæmt, það rigndi þó mestmegnis af leiðinni og var ansi hvasst en við vorum nú næstum bara ánægð með það, þetta var nú einu sinni síðasti dagurinn og við vorum þá ekki búin að burðast um með pollabuxur og þessháttar til einskis. Það var svo flott að koma inn i gróðursældina í Þórsmörk, reyndar drógu strákarnir okkur einhvern útúrdúr í restina þar sem við urðum öll blautari en við það að vaða árnar - það er greinilega hægt að villast i íslenskum skógi :o)
I Húsadal var svo slegið upp svakalegri veislu, allir svo hressir og kátir. Við tókum að okkur strák/mann (Greg, aka the snail) sem hafði verið á ferðinni sömu leið og við sem við vorum alltaf að taka fram úr og hitta aftur. Hann er svaka hetja hefur ferðast um nánast allann heiminn og séð allt, gékk líka með allt sitt á bakinu og það var sko ekki lítið. Við buðum honum í grill og partý í rigningunni og skýrðum út fyrir honum ýmislegt um land og þjóð og fengum hann til og með til þess að taka þátt i "Þrumu hlaupinu" hefðbundna sem allir verða að taka eftir langa göngu :o) Axel tók svo að sér heilan hóp af Belgum, Gebbi toppaði það svo með franska dæminu sínu, við vorum líka svo sneddi að fá strák úr staffinu (Óskar) í partýið til okkar sem gerði það ekki verra. Það hreinlega toppuðu allir hver með sínum hætti og ég held ekki að ég hafi hlegið svona mikið i mörg ár. Þetta var hreint og beint snilldar kvöld og ég var alveg sátt við þynnkuna í dag.
Nú er ég svo bara komin heim í kotið til mömmu aftur, það er nú líka frekar notalegt að vera komin aftur í hlýjuna, orðin hrein og með fullan ískáp af mat.
sunnudagur, júlí 10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Jamm takk fyrir þvílíka snilldarferð og góðan endi í Þórmörkinni.
Kannski að við rekumst á "Canyon Dude" næsta sumar þegar við förum aftur á fjöll...
Gott rokk :o)
Skrifa ummæli