föstudagur, júlí 15
Komin til Köben
Þá er ég komin heim, búin að eiga 2 fínar vikur á Íslandi. Það var samt svo mikið að gera heima að ég náði ekki að hringja i helminginn af því fólki sem ég ætlaði að hringja í, hvað þá að hitta alla sem ég vildi. En svona er þetta stundum, mér var nær að álpast upp á fjöll. Ég skellti inn nokkrum myndum úr fyrsta degi af göngunni núna áðan en þær taka svo mikið pláss að ég set restina inn á GLÆNÝJA MYNDASÍÐU sem ég er að vinna í í þessum töluðu (reyndar skrifuðu) orðum. Bý til link þangað eftir smá stund.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli