En betra seint en aldrei. Er komin i nokkra daga frí núna, búin að vinna svo mikið í Júli og i Águst og fantarnir vilja ekki borga neina yfirvinnu svo maður verður bara að taka frí í staðinn.. verst hvað það er dýrt að vera svona i fríi... vita þeir ekki að endalausar kaffihúsaferðir og verslunarferðir og annað eins kostar :o)
Annars virðist þetta vera fínn tími fyrir nokkra frídaga, Þóra Gísla er hérna á landi með skólanum sínum og ég ætti því að ná að hitta hana, svo er Ásta náttúrulega nýkomin á svæðið og við ætlum að leika á morgun, svo er maður heldur betur farinn að vilja hitta alla hina vinina sem hafa þurft að sitja aðeins á hakanum þegar maður kemur heim eftir langann dag. Er því næstum komin með stífara plan þessa daga en þegar ég er að vinna - það er bara svo miklu skemmtilegra að hitta vini sína en að fara í vinnuna.
Anna systir kom i hálf óvænta heimsókn þarseinustu helgi með Danna með sér, það var rosa gaman að fá skvísuna yfir og að kynnast honum betur, ég var samt að vinna þessa helgi svo ég sá þau ekki alveg jafn mikið og ég vildi hafa gert. Anna ætti núna að vera nýkomin til Sunny beach, væri til í að vera þar með henni en ekki i rigningunni i Köben.
Jæja, must run.. meira seinna
þriðjudagur, ágúst 29
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli