Mér finnst alltaf svo gaman að fá fólk i heimsókn og því er ég alveg i essinu mínu. Fyrst ætlar mamma að heiðra okkur með nærveru sinni í lok oktober og svo er von á Pabba, Möggu og strákunum í byrjun nóvember. Þannig að ég fæ að sjá fjölskylduna fyrir jólin (ja, nema Önnu en það er ekki langt síðan hún kíkti á okkur). Ég verð núbúin að skipta yfir á medicin svo ég á ekki von á því að fá frí um jólin í ár og því verðum við líklega bara hérna tvö i kotinu.
Gott að frétta af okkur, Skodi er kominn aftur á götuna og við ætlum að halda honum þar!! Ég er núna í "fokuseret ophold" á almennri skurðdeild og þessvegna auðveld vika framundan, þetta er næstum eins og að vera kominn aftur i klinik. Fínt að fá hálfgerða pásu mitt í öllu. Ég hef meira að segja haft overskud til að vera svolítil húsmóðir, búin að þrífa allt, baka heilann helling, fá skvísur í kaffi og elda alvöru mat, ætla svo að fara að koma brúðkaupsmyndunum í albúm. Um helgina ætla ég svo yfir til Skástu og fylgjast með litlu fjölskyldunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli