Heldur betur komið annað hjóð i skvísuna, voðalega sátt við allt og alla í dag, enda síðustu dagar búnir að vera meira næs en hitt. Verð samt að viðurkenna að tvær vaktir í röd tæra svolítið á manni.
Anna systir kom í heimsókn til okkar Ástu um helgina og tók sinn heittelskaða með, þannig að við systurnar áttum saman góðar stundir og ekki bara í búðunum í þetta skiptið :o)
Annars virka svona stopp alltaf og stutt og það er ofsalega erfitt að þurfa að mæta í vinnu þegar maður er ennþá með gesti og að koma heim að tómum kofanum.
Þar áður fór ég í þessa fínu útskriftarveislu hjá Ingu Jónu. Rosa góður matur, góð stemmning og svo er ekki verra að maður þekkti alla sem í veislunni voru. Stundum hlakka ég næstum jafn mikið til að hitta vini vina minna eins og að hitta sjálfa vinina!
Eini mínusinn á þessari helgi er að ég missti af útskriftarpartyinu hennar Sunnu vinkonu.
Nú er ég svo á leið i skíðaferð til Noregs, kom beint heim úr næturvakt í að pakka og svo er bara að skunda af stað. Held að ég sé komin með það mikilvægasta niður i töskurnar og er búin að redda sjóveikitöflum þannig að þetta ætti að enda vel. Amk verður það gott að þurfa ekki að mæta i vinnu i nokkra daga. Lífið er ljúft!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli