Jamm.. ekkert ad frétta af mér i þetta skiptið.
Sunnudagskvöld eru hálf skrítin, maður er enn i fríi en gerir sér alltof vel grein fyrir því að það er vinna á morgun og finnst þess vegna ekki eins og svo sé. Nú er það svo sérstaklega slæmt því ég á vagt á morgun. Það er alltaf klikkað að gera á mánudögum, fólk kemst loksins til heimilislæknis og við leggjum inn ca 3 sinnum fleiri en á venjulegum dögum.
Ekki róleg byrjun á vikunni það.
Helgin var fín, eyddi föstudagskvöldinu með Sunnu og Ingu i notalegheitum. Matur, video og fullt af skvaðri. Laugardagurinn fór í að lesa i skólabókunum og svo fórum við Gugga á Mexibar og sötruðum jarðaberja margarítur frem eftir kvöldi. Fannst ég nú ekki hafa drukkið mikið i gær en ég er mjög meðvituð um það i dag :o) Svona er lífið víst, ekkert er ókeypis!
Annars er ég voða spennt, Ásta systir snýr aftur til Svíþjóðar á morgun eftir mánaðar fjarveru, og ég vonast til að sjá hana sem fyrst. Er samt að vinna dagvinnu fram að helgi svo það verður varla fyrr en á föstudag. Svo styttist alltaf i að Anna sys komi og heimsæki okkur i sinni árlegu janúarferð. Verður farið hart i búðir þá dagana, eins gott að ég slaki á í útsölunum núna ;o)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ sæta og takk fyrir sidast....mexi klikkar ekki:)
Tu hefur ekki sloppid vid tynnkuna...:/ Eg var bara voda hress i dag (eins og alltaf);)
knús gof
ps tu verdur ad merkja i dagbókina-út ad dansa 20 janúar!!!
Skrifa ummæli