Bloggleti eða tíðindaleysi, ekki hægt að segja með vissu hvað veldur því að stelpan bloggar ekki.
Það er nú ekki mikið í fréttum þessa dagana nema þá helst að við fengum nokkra fína vordaga þar sem það hélt mér gangandi í vinnunni var að vita að ég gat farið beint á Sankt Hans torg og fengið mér Paradís-ís eftir vinnu... fullt af sól og næstum peysuveður.
Auðvitað varir svona ástand ekki lengi og núna er aftur farið að rigna og það er hvasst og kuldalegt úti. Fegin að við vorum of löt til að skipta um vetrardekk því það er aftur spáð snjó og kulda. Trúi því samt að næsta vorveður verður varanlegt!
Svo er búið að ríða yfir bylgja af stórafmælum hjá æskuvinunum, einu sinni þekkti ég fólk sem átti afmæli alla dagana i mars.... núna búin að missa samband við marga en man alltaf eftir afmælisdögunum þeirra. Óska þeim öllum til hamingju :o)
Gunna granni átti svo afmæli i fyrradag og hélt upp á það i gær. Fínasta partý og það kemur mér alltaf jafnmikið á óvart hvað hún kemur mörgum inn í íbúðina sína sem er akkúrat jafn stór og okkar íbúð. Var líka ekki leiðinlegt að hitta Rakel Run sem var komin alla leið frá Hvammstanga til að heimsækja afmælisbarnið.
Búin að vera í fríi alla helgina en hef ekki verið neitt sérstaklega aktív, fór í bíó með Guggu O föstudagskvöldið, þreif kofann og fór í ræktina í gær og er bara búin að hanga í dag, skoða póst og hringja i fólk, ætla nú samt aðeins að kíkja út, ekki hægt að hanga bara heima þó það sé næs að ná að slappa svolítið af.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hey sæta!
Bið kærlega, kærlega að heilsa Gunnu, knúsaðu hana vel og lengi frá mér.
Annars allt fínt að frétta frá Kanada en væntanlega einhverjar landabreytingar bráðum, nánar um það síðar.
Bið að heilsa Binna.
Þórir
Takk fyrir síðast Gugga, það var ofsalega gamana að sjá þig! ...og Þórir... skammastu þín fyrir að vera fluttur þegar ég loksins kom til Köben :)
Skrifa ummæli