fimmtudagur, apríl 12

Tja

Ekki alveg búin að vera nógu dugleg í blogginu, viðurkenni það alveg. Í þetta skiptið vegna anna og ekki vegna þess að ég hafi ekkert að blogga um :o)

Mamma kom i heimsókn fyrir páska og var æðislegt að fá að dunda sér aðeins með henni. Tíminn flaug bara svo svakalega hratt og áður en ég vissi af var hún farin aftur heim. En hún ætlar að koma aftur i lok mai og hjálpa okkur að flytja.

Páskarnir fóru svo í páskaeggjaát og i steinasteik hjá Gunnu granna. Munaði minnstu að við hefðum kveikt í öllu húsinu. Einhverra hluta vegna gleymdist öll varúð þegar við fylltum a sprittkönnurnar undir steininum og áður en við vissum af logaði i borðinu, gólfinu, gardínunum og geisladiskunum hennar... Binni var skjótur að taka við sér og náðum við að ráða niðurlögum eldsins eins og skot. Þurftum ekki meiri skemmtiatriði það kvöldið!

Já, svo er búið að vera nóg að gera i vinnunni, ég er alveg búin á því þegar ég loksins kem heim að loknum vinnudegi, endist stundum i göngutúr um söerne og einstaka sinnum í ræktarferð með Sunnu, stóð til að vera dugleg i dag en það endaði i ísferð á Paradís og kaffihúsaheimsókn. Ég ætti að skammast mín!
En ég er komin með súper afsökun á allri leti og þreytu, ég er orðin ófrísk og allir lestir eru yfirfærðir beint a barnið :o) Barnið vill hvíla sig, fá ís, sofa, borða mikið og svo framvegis...

7 ummæli:

Asta sagði...

Gugga bomm, bomm.

Risaknús til litlu frænku eða litla frænda.

Sól í dag, verst að þú þarft að vinna.

Sjáumst sem fyrst - koss og knús

Nafnlaus sagði...

Yndislegt mín sæta.

Innilega til hamingju, verður æðislegt. Mikið hlakka ég til haustsins 2007.

Verður æðislegt að hitta ykkur á sunnudaginn.

Luv luv luv,
Sigga.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með bumbubúann hlakka til að sjá ýkkur í ágúst og stórt knús
kv. Rakel og litla nafnan Guðbjörg Elva Dís

Nafnlaus sagði...

TIL LYKKE ELSKU GUGGA MÍN...KOSSAR OG KNÚS TIL YKKAR BRYNJULFS:)

HIldur brúðkaupsþjónn;)

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með bumbubúann.
skemmtilegar fréttir
kveðjur frá okkur

Árný og co

Herra Þóri sagði...

Vei vei vei!!! Innilega og hjartanlega til hamingju!! Hlakka til að koma aftur í haust og sjá bumbuna :-)

Knús og kossar.

Nafnlaus sagði...

Til lykke með bumbubúann :)