mánudagur, ágúst 13

Komin heim a klakann


Æðislegt að vera komin heim til Íslands!!

Komum seint a föstudaginn og gerðum ekkert annað en að koma okkur fyrir hjá mömmu. Laugardagurinn fór allur i að gæsa Lárey vinkonu sem er að fara að giftast honum Baldri næstu helgi. Þetta var fínasti dagur þrátt fyrir nokkur "smá" óhöpp sem mest lentu á aumingja Unu Dögg. Meira um það allt seinna. Ég skemmti mér amk vel og held að hinir hafi gert það líka.

I gær nutum við Brynjulf bara blíðunnar, fórum i göngutúr og í sund og fengum svo mömmu með i bæjarferð. Seinna kíktum við svo í kaffiveislu til Dagnýjar og Skúla og hittum þar Þóru og Grétar. Allt voða gaman :o)

Nú erum við svo að koma okkur í startholurnar, ætlum norður til Pabba heldur óhefðbundna leið. Kíkjum inn í Landmannalaugar núna á eftir og ætlum vonandi að gista þar, tökum svo sprengisand norður á Akureyri og lendum á Sigló einhverntímann á næstu dögum. Stefnum svo á að vera komin aftur suður seinast föstudag. Svo á bara að hitta vini og vandamenn og auðvitað fara í heljarinnar veislu á laugardeginum :o) Heyrumst!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta.

Gaman að lesa bloggið.

Láttu mig endilega vita hvenær þú gætir komið í heimsókn til okkar, eða í það minnsta hitt mig á kaffihúsi þegar þú ert komin aftur í bæinn. Mailaðu bara á hotmailinn minn, og þá færðu síma og svoddan og við getum ákveðið eitthvað.

Yndislegt veður fyrir ykkur á ferðalaginu. Yndislegt bara á Íslandi síðan við fluttum hingað í byrjun júlí. Nú er bara málið að þið Binni flytjið hingað endanlega líka, með börn og buru þegar þið hvort eð er farið frá Dk.

Luv bunch,
hlakka til að sjá þig,
Sigga.

Nafnlaus sagði...

ÞAð væri nú gaman að fá að sjá ykkur hjónakorn og bumbuna áður en þið farið af landi brott:-)

knús kveðjur RAkel, Auðunn og Guðbjörg Elva Dís