laugardagur, september 1

Komin heim til Helsingör

Það er alltaf gott að koma aftur heim til sín, reyndar held ég að þetta sé i fyrsta skiptið sem mér finnst ég eiga heima hérna i Helsingör. Búið að vera hálf asnalegt að búa hérna þegar það er allt undirlagt af verkamönnum og allt á hvolfi.
Þeir eru reyndar búnir að gera voðalega lítið þennan tíma sem við vorum á Íslandi, vantar ennþá skápa i eldhúsið og fúgur milli flisanna i ganginum og við erum ennþá með stærðarinnar gat i einum veggnum og ég ætla ekki að minnast á garðinnn okkar. En núna ætlum við ekkert að láta það á okkur fá og erum bara að vinna i því að setja allt okkar dót þar sem við viljum hafa það og koma okkur fyrir og það er strax orðið huggulegra hjá okkur. Held að þetta verði bara voðalega fínt þegar fram í sækir.

Það var yndislegt að vera á Íslandi en tíminn leið bara alltof fljótt. Gaman að hitta þá sem við náðum að hitta en alltof margir sem féllu í hinn hópinn. Finn að ég kann miklu betur að meta Ísland þegar ég bý þar ekki lengur. Náttúran, sundlaugarnar, maturinn og auðvitað fólkið! Ekki verra að það var dekrað svo mikið við okkur, ég kann mjög vel við það :o)

Núna er svo komin tími til að vinna í allskonar praktískum hlutum sem hafa legið á hakanum lengi, ég er búin að vera á flegiferð alla vikuna í allskonar útréttingum, skoðunum og heimsóknum. Hef farið til Köben núna daglega síðustu vikuna, held því áfram í dag en ætla svo að taka næstu viku meira með ró. Ætla að setja inn myndir á netið, svara pósti, laga til í pappírum, hitta fólk og kanski kíkja á Ástu og co i Lundi. He he... ef mér bara tekst að gera eitthvað af þessu :o)

Steina og Jesper eignuðust litla prinsessu á miðvikudaginn og ætlum við að kíkja á þau á morgun, hlakka mikið til þess og i kvöld ætlum við Guggurnar að hafa það kosy saman fyrst karlarnir eru uppteknir annarstaðar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta mín.

Takk fyrir síðast. Mikið var gaman að fá þig í heimsókn til okkar á meðan þú varst á Íslandi.

Takk fyrir netfangið hennar Höbbu, nú get ég farið að maila á hana, ekki getur maður kommentað, skamm skamm.

Gott að þið lítið á björtu hliðarnar í iðnaðarmannamálinu og vonandi á þetta eftir að koma allt saman áður en erfinginn kemur í október.

Farðu vel með þig og enga ofkeyrslu orkuboltinn þinn.

Luv og knús og pús,
Sigga.