Mamma komin og farin, var voðalega gott að fá hana i heimsókn til okkar. Við höfðum það bara huggulegt og tókum lífinu með ró, labbitúrar i bænum og svo bara hangið heima og leikið við litla prinsinn.
Anna kemur svo út um helgina (fyrst til Ástu og svo til mín), búin að tala við hana 3var i dag... sú ætlar aldeilis að spilla okkur með bakstri og luxus meðferð - hún er yndi :o)
Annars er lítið í fréttum, ég er búin að vera hálf lasin en er á bataleið, enn pínu þreytt en litli stubbur svaf loksins betur í nótt... vona að það verði að vana. Greyið er búinn að vera með allskonar smákvilla en ég trúi því að það sé allt að lagast núna.
Annars er það bara full time job að vera orðin mamma! Verð duglegri að skrifa og senda póst þegar ég er kominn betur inn í nýja starfið.
miðvikudagur, október 24
miðvikudagur, október 10
Bara tjill
Já þessa dagana er ekki gert neitt mikið meira en slappað af og gefið brjóst, litli gaur dafnar vel og allir eru í skýjunum. Tengdó er í heimsókn fram yfir helgi og svo fáum við nokkrar smáheimsóknir á meðan, fullt til af fólki sem vill skoða litla kút.
Annars er ekki svo mikið í fréttum hérna úr kofanum.
Annars er ekki svo mikið í fréttum hérna úr kofanum.
sunnudagur, október 7
Prinsinn kominn á netið
Já nú er prinsinn kominn á netið. Við eigum ennþá eftir að fínpússa síðuna en endilega kíkjið á hann hérna. Sendið mér bara mail til að fá adgangsorðið.
Við fengum að fara heim af spítalanum á fimmtudaginn. Erum búin að vera bara heima í rólegheitunum. Fyrst fékk sá stutti gulu og augnsýkingu en hann er að mestu leiti búinn að losna við hvort tveggja núna og er allur hinn hressasti. Hann hefur þó allann tímann verið fullur af orku á nóttinni og duglegur við að halda okkur vakandi :o)
Nú bíðum við bara spennt eftir heimsóknum héðan og þaðan, bara að slá á þráðinn ef ykkur langar að kíkja á okkur. Við förum til Köben á morgun i blóðprufu, svo kemur mamma Brynjulfs á þriðjudaginn og verður fram yfir helgi.
Ég er nú ekki líkleg til að skrifa svo mikið hérna næstu dagana, orkan fer í að sinna honum og kanski að skella inn nýjum myndum á hans síðu.
Kveðjur
Við fengum að fara heim af spítalanum á fimmtudaginn. Erum búin að vera bara heima í rólegheitunum. Fyrst fékk sá stutti gulu og augnsýkingu en hann er að mestu leiti búinn að losna við hvort tveggja núna og er allur hinn hressasti. Hann hefur þó allann tímann verið fullur af orku á nóttinni og duglegur við að halda okkur vakandi :o)
Nú bíðum við bara spennt eftir heimsóknum héðan og þaðan, bara að slá á þráðinn ef ykkur langar að kíkja á okkur. Við förum til Köben á morgun i blóðprufu, svo kemur mamma Brynjulfs á þriðjudaginn og verður fram yfir helgi.
Ég er nú ekki líkleg til að skrifa svo mikið hérna næstu dagana, orkan fer í að sinna honum og kanski að skella inn nýjum myndum á hans síðu.
Kveðjur
þriðjudagur, október 2
Stolt modur sinnar
Herna er mynd af litla prinsinum, hann er algjør rokkari eins og sja ma :o)
Fleiri myndir a myndasidunni minni eftir sma :o)
Øllum heilsast vel, mamman tho nokkud verkjud eftir erfidan solarhring. Okkur hlakkar mikid til ad kynnast litla gaurnum og fa ad syna hann.
Eg verd a Rikisspitalanum næstu 2 nætur nema eitthvad breytist.
Prinsinn fæddur
Í nótt klukkan 5:06 fæddist Guggu og Brynjulfi lítill stór prins. Eftir allar mögulegar gangsetningar og fæðingaraðferðir var prinsinn tekinn með bráðakeisara. Prinsinn mælist 4270 grömm og 54 cm.
Öllum heilsast vel í nýmyndaðri fjölskyldunni og pabbinn segir að drengurinn líkist móður sinni : )
Bestu kveðjur,
Ásta móðursystir
Öllum heilsast vel í nýmyndaðri fjölskyldunni og pabbinn segir að drengurinn líkist móður sinni : )
Bestu kveðjur,
Ásta móðursystir
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)