sunnudagur, október 7

Prinsinn kominn á netið

Já nú er prinsinn kominn á netið. Við eigum ennþá eftir að fínpússa síðuna en endilega kíkjið á hann hérna. Sendið mér bara mail til að fá adgangsorðið.

Við fengum að fara heim af spítalanum á fimmtudaginn. Erum búin að vera bara heima í rólegheitunum. Fyrst fékk sá stutti gulu og augnsýkingu en hann er að mestu leiti búinn að losna við hvort tveggja núna og er allur hinn hressasti. Hann hefur þó allann tímann verið fullur af orku á nóttinni og duglegur við að halda okkur vakandi :o)

Nú bíðum við bara spennt eftir heimsóknum héðan og þaðan, bara að slá á þráðinn ef ykkur langar að kíkja á okkur. Við förum til Köben á morgun i blóðprufu, svo kemur mamma Brynjulfs á þriðjudaginn og verður fram yfir helgi.

Ég er nú ekki líkleg til að skrifa svo mikið hérna næstu dagana, orkan fer í að sinna honum og kanski að skella inn nýjum myndum á hans síðu.

Kveðjur

Engin ummæli: