Loksins, vikan er að verða búin. Búið að vera svo mikið að gera i skólanum að ég get ekki beðið eftir að það komi helgi. Verst að hún verður líklega ekkert svo mikið öðruvísi en vikan, fullt af lestri, en það eru nú ljósar hliðar á öllu.
Það er kúlturnat hérna á föstudaginn og ég ætla að rækta menningarlegu hliðina af stelpunni en þar sem ég hef ekki komist yfir dagskrána ennþá er ég ekki komin með nein nánari plön.
Svo er ég að hugsa um að skella mér á næturvagt laugardagsnóttina til að bæta fyrir alla bolina sem ég álpaðist til að kaupa um seinustu helgi, ég er nú samt ekki búin að bóka mig á vagt ennþá, gæti alltaf verið að ég endi einhverstaðar annarstaðar. Það þarf yfirleitt ekki stórt tilefni til að ég taki það fram fyrir vinnuna.
Fékk fyrstu kaffiheimsóknina i frímerkið i gær, og það gékk bara vel þrátt fyrir að við séum ekki með almennilega kaffidrykkjaraðstöðu i stofunni. Gugga vinkona var voða sæt að setja ekki útá neitt - ekki einu sinni kaffið sem var ekkert svo gott, og hún hrósaði meira að segja kofanum. Það var voða næs að fá heimsókn, maður ætti nú að bjóða fleirum að kíkja i kaffi, það er samt bara einhvern veginn eitthvað sem maður gerir ekki svo mikið af i DK. Maður endar yfirleitt með að mæla sér mót á einhverju af kaffihúsum borgarinnar ef maður ætlar að hittast yfir kaffibolla.
Jæja, nú er ég bæði búin með lúrinn, og það að kíkja á póstinnn minn svo ég á víst ekki fleiri afsakanir uppí erminni til að sleppa við að sitja yfir bókunum. A morgun mun ég svo vita allt um lungnasjúkdóma... (eins gott að ég sé hætt að reykja)
fimmtudagur, október 7
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Góða skemmtun á menningunni í kvöld :O)
Skrifa ummæli