Vildi bara láta ykkur vita að ég er ekki alveg i sambandi þessa dagana. SIM kortið mitt datt út einhverntímann á föstudaginn, ég hélt fyrst að síminn sem ég hafði svo mikið fyrir að fá um jólin hefði gefist upp, en kortið virkar ekki i neinum öðrum síma heldur. %!ARG_!#?
Ég fór í Pulp Fiction djammið á gamla kollegíinu mínu og það var voðalega gaman. Hafði ekki séð stórann hluta af fólkinu þaðan í meira en ár og þekkti reyndar alveg hverfandi fáa af þeim sem voru til staðar, það eru svo margir fluttir í burtu - einnig litu flestir eins út með svarta hárkollur og læti :o)
Gamla gengið af hæðinni minni var samt flest mætt þó að margir væru fluttir eitthvert annað, meira að segja X-ið var á svæðinu þó hann vinni núna hinu megin á landinu, haldiði ekki að hann sé á leið til Íslands! Það var auðvitað lang mesta stuðið í okkur gamla liðinu, mér tókst t.d. að gera snörudans að aðalatriði kvöldsins með þeim afleiðingum að það var slegist um snúruna mínia þegar ég hélt heim á leið!
Annars hefur helgin liðið hratt. Laugardagurinn fór í lestur og hygge með Brynjulfi, tókum reyndar geymsluna alveg í gegn, allt í röð og reglu þar núna. Var svolítið fyndið að sjá hrægammana i blokkinni kasta sér yfir allt það sem við ákvaðum að henda, veit ekki alveg hvað þau hafa hugsað sér að gera með hálft brotið rúm, ónýtan gítar og ferðatöskur sem vantar rennilásana í, en verði þeim að góðu.
Jæja, ætla að fá mér morgunmat og skella mér í sturtu svo ég sé klár í lesturinn. Ætla að vera dugleg i dag fyrst að Binni fer að vinna og enginn getur truflað mig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli