Það er búið að vera voðalega gaman hjá mér um helgina. Ásta systir og Anna María komu i heimsókn til mín og svo var árshátið hjá okkur læknanemunum i Danmörku. Ekki var þar við setið heldur fékk ég að leika mér við fullt af fólki sem var hérna saman komið yfir helgina, Heiður og Jói, Hildur og fleira gott fólk.
Ég má samt ekkert vera að því að segja ykkur neitt frá þessu núna því ég er að fara til Tenerife í fyrramálið/nótt og á eftir að þvo og pakka og standa i allskonar reddingum i dag. Langaði bara rétt að láta vita að ég sé að fara í hitann og sólina (reyndar ömurleg spá - ég alltaf jafn heppin) og að ég komi aftur 8.mars.
Já, og fyrir þá sem eru jafn spenntir og ég að fá fréttir af bókunum góðu þá eru þær ennþá ókomnar, ætli Þórir fái þær ekki beint í hausinn þegar ég er farin á morgun :-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk fyrir helgina... ætla rétt að vona að næsta ferð til Köben verði lengri og mikið, mikið hlýrri.
Knús, knús og knús og góða skemmtun á Kanarí
Skrifa ummæli