laugardagur, september 10

Hvar a eg ad byrja?

Jæja, eg ætla ad reyna ad koma nidur nokkrum linum herna a bloggid mitt. Verst ad er eg nu eiginlega bara buin ad gleyma høfudpartinum af thvi sem eg ætladi ad segja fra svo thid faid bara stuttu utgafuna.

Ok, byrjum a Noregsferdinni. Vid sigldum ju til Læso og vorum thar med tengdafjølskyldunni i nokkra daga. Ekkert spes vedur og mer leiddist nu bara eiginlega pinu, var nu samt svo fegin ad vera aftur komin med fast land undir fæturnar (vard frekar sjoveik a leidinni thangad thratt fyrir sjoveikisplasturinn). Hef sjaldan hlegid jafn mikid eins og thegar vid spiludum pictionary eitt kvøldid, mamma Brynjulfs var ekki alveg ad skilja spilid og hun og tengdasonurinn svindludu ut i eitt. Annars letum vid nu bara dekra adeins vid okkur, hjoludum um eyjuna og bordudum is. Thad frettnæmasta vid thennan hluta ferdarinnar var ad elsku Binni var svo stressadur ad komast fra Læso adur en vedrid versnadi ad hann hlammadi ser a fotinn a mer i einhverskonar tilraun til ad na øllum thvottinum sinum i einni hreyfingu med theim afleidingum ad elsku litla tain min brotnadi!! Alveg typisk Gugga, brjota a ser litlutanna thegar madur er ad fara i ferdalag sem krefst thess ad madur labbi heilann helling.

Binni lagdi i hann a undan mer, eg lagdi ekki i ad sigla i einhverju ovedri i litla batnum hans og eyddi thvi næsta solarhring i ad taka ferjuna yfir til Jotlands, svo lest og adra lest og svo aftur ferju yfir til Kristianssand thar sem slapp med sma rutuferd. Binni og Solveig toku svo a moti mer thegar eg kom til Arendal :o) Vorum thar bara eina nott, kiktum i heimsokn til Solveigar og Andra, forum svo ad bada i einhverrri a med Knut og Lene (vid Lena satum nu bara med lappirnar oni og nutum thess ad lata solina skina a okkur medan strakarnir voru eitthvad ad sanna sig i vatninu). Um kvøldid kiktum vid svo ut med Solveigu. (Fann einmitt draumaservietturnar a kaffihusi kvoldsins, en hef ekki verid svo heppin ad koma høndum minum yfir thær enntha.)

Svo var ferdinni haldur nordur til Vesterålen, komum nu reyndar vid hja Ømmu Binna og afa i sveitinni adur en vid forum i flugid, eg fekk ad rada i mig berjum i øllum utgafum og tegundum, held ad thau hafi aldrei hitt neinn jafn anægdann med berin i gardinum fyrr :o)

Svo tok vid vika i Sortland (liggur i Vesterålen sem eru eyjarnar rett fyrir nordan Lofoten).
Afi Binna var svo godur vid okkur, hann var endalaust ad syna okkur eitthvad i nagrenninu, keyrdi okkur um allt, eldadi fyrir okkur og svo videre. Vid fengum nokkra mjøg goda daga og svo audvitad lika thoku og regn lika, en godu dagarnir voru eiginlega eins og eg mundi eftir godu sumardøgunum a Siglo thegar eg var litil.

Vid tokum tvo daga i ad keyra um Vesterålen, fullt af flottum fjollum og natturu, minnir pinu a Island bara miklu grænna utaf øllum trjanum(myndir). Vid saum medal annars yfirgefid sjafarplass sem var svo draugalegt, um leid og vid komum inn i bæinn hvarf solin fyrir thykkri thoku. Mavarnir voru bunir ad taka bæinn undir sig og mer var bara hugsad til thess hvort ad Siglufjørdur eigi eftir ad enda sem svona bær.
Vid forum svo einn dag i sumarbustadinn hja Kari (systir pabba hans) og tyndum ber (eg aftur hæst anægd med ad rada i mig berjum, verst hvad thad var sart ad arka um i hlidunum i lanudum stigvelum og med brotna ta). Binni fekk svo ad sigla ut a vatnid vid bustadinn ad veida (thetta var bara byrjunin, strakurinn fekk slæmt case af veidisyki i thessarri ferd), og a medan spiladi eg vid frænkurnar.

Eftir thetta kvøld a vatninu vard Binni alveg veidiodur. Thad byrjadi med thvi ad sama hvert vid keyrdum vard ad stoppa vid øll vøtn og hann thurfti ad fa ad kasta sma, thad var nu ekki nog svo eitt kvøldid var eg thvi tekin med i veidiferd med honum og Uve (madurinn Kariar). Their drogu mig ut um allt og eg skakklappadist a eftir theim tabrotin i of litlum stigvelum sem laku. Their voru audvitad med svaka flugustangir og læti og eg fekk 50 ara veidistøng lanada hja Brynjulfi gamla, thad kom samt ekki i veg fyrir ad eg var su eina sem fekk fisk i fyrsta vatninu. Strakarnir sættu sig audvitad ekki vid ad fa ekkert svo their fundu annad vatn a ledinni heim (thad vel falid bakvid svaka skog med brjaludum beljum og storgryti) og heldu afram thar til Binni fekk fisk lika og eg var buin ad slita linuna (nota bene eftir ad eg fekk annan fisk).

Sidasti dagurinn for svo i thad ad klifa stærdarinnar fjall til thess ad komast ad einhverju veidivatni, eg var nu buin ad vara Binna vid ad thad gæti verid erfitt fyrir mig ad fara i svona lika miklar fjallgøngur tabrotin en thad hræddi hann ekki mikid. Vid komumst frekar klakklaust upp a fjallid en leidin nidur og ad vatninu var hreinasta helviti! Byrjadi med myflugu aras daudans, svo toku vid adrar stunguflugur. Eg hafdi fengid lanada adeins of litla gongusko og brotna tain slost inn i skoin vid hvert skref nidur a vid, thad var svaka bratt nidur og ekkert nema storgryti undir sma grodri sem for allt a fleygiferd thegar eg steig a steinana. Held eg hafi verid komin nidur halfa hlidina thegar eg for ad grata og neitadi ad fara lengra nidur! Brynjulf fekk mig nu samt nidur af vatninu en eg var ekki su sattasta. Eftir smastund var eg farin ad gefa skit i øll flugnabitin og farin ad veida a bikininu.
Binni akvad svo ad kikja a næsta vatn en eg var ekki mikid fyrir ad arka svo langt med blødrur a fotunum og vangefna ta, eg vard thvi eftir. Thad var hrein snilld, eg sleit snuruna i næsta kasti og thar sem Binni for med allt veididotid med ser akvad eg thvi bara ad fa mer nesti, en ups Binni var ju farinn med tøskuna lika, tha ætladi eg nu heldur betur ad finna mer stein sola mig og fa mer ad reykja (til ad halda flugunum i burtu) eg var med fullt af sigo en wupsi, Binni tok kveikjarann MINN med ser! eg var thvi stuck uppi a fjalli vid eitthvad vatn, ogøngufær, svong og skitug med ekkert ad gera og 100.000. myflugur sem vildu mig dauda - Verd ad vidurkenna ad eg hef oft hugsad fallegra til Binna en akkurat tha!

Thetta var nu samt i heildina hin finasta ferd og voda gaman ad sja fjølskylduna hans og upplifa svona flotta natturu, svo var lika dekrad svo mikid vid okkur, vid vorum endalaust bodin i kaffi og mat allstadar og eg hugsa ad eg hafi nu bara aldrei bordad jafn mikid og i thessari ferd, enda fullt af godum fisk, berjatertum og thesshattar i bodi :o)

Fra Sortland forum vid svo til Flekke (reunion dæmid). Klassisk Gugga tekin a thad lika, løgdum af stad kl half 5 um nottina fra Sortlandi til ad komast a flugvøllinn i Kevik, Binni flaug thadan kl 7 en eg vard ad bida til kl 3 eftir minu flugi. Hittumst svo i Oslo og flugum saman til Førde, fekk nu lika ad bida thar til kl 23 eftir fari i skolann (misstum af rutunni utaf seinkunn a Førde fluginu). En svo tok vid ein skemmtilegasta vika sumarsins. Skrifa um thad seinna, thetta hlytur ad vera nog i bili.

Engin ummæli: