Já það er ekkert net heima hjá okkur þessa dagana. Fyrirtækið sem sér um nettenginguna hjá öllum leigjundum Lejerbo fór í fílu við þá og lokaði bara á alla kúnnana rétt sí svona. Við verðum því að treysta á nágranna med netlausar tengingar i næstu húsum til að komast online - þess vegna hefur lítið verið um blogg hjá mér síðustu viku.
Ætla að henda inn myndum úr brúðkaupinu Alisu núna á eftir ef ég helst inni á netinu. Þetta var fínasta brúðkaup, þau héldu það jafn langt frá Kaupmannahöfn og hægt er að komast án þess að fara úr landi, þetta var því alveg heillrar helgar prógram :o)
Það gékk líka áfallalaust að verða árinu eldri, hélt að ég tæki nú kanski léttann tremma yfir því að vera orðin svona gömul en það fór allt vel, munar svo miklu að vera með unglambi. Hafði líka í nógu að snúast að hafa áhyggjur af matnum ;o) Já, svo má ég ekki gleyma að þakka þeim sem mundu eftir deginum.
Annars hefur vikan bara lidið frekar hratt, mamma Brynjulfs kom i heimsókn og svo kíktu Katrine og Mathias aðeins á okkur fra Esbjerg. I gær skelltum við okkur svo i jóla-tivoli og smá get2gether i nyhöfn með Ástu, Áma, Önnu og Abba. Nú er ég nýkomin úr IKEA og er að fara i partý hjá Idu (hef ekki djammað lengi lengi og nú er sko aldeilis tilefni því ég er loksins búin með dvölina i Holbæk)!!! Verð nú að fara að hætta þessu blaðri ef ég á að ná að hafa mig til.
Góða helgi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk fyrir allt saman...
Fenguð þið eitthvað fínt í IKEA???
Skrifa ummæli