Halló halló! Já, ég loksins komin á netið aftur, veit samt ekki hversu lengi það endist i þetta skiptið.
Af okkur er allt gott að frétta, nóg að gera og ég er fyrst núna að komast i prófgírinn. Fyrsta prófið er eftir viku og ég er svo langt frá því að vera tilbúin i slaginn.
Bjössi frændi kom i heimsókn seinustu helgi og við fórum í leiðangur með honum og Helgu, voða gaman að sjá kallinn, en annars erum við nú bara búin að vera frekar róleg upp á það síðasta. Thad hafa bara verið spilakvöld og þessháttar herlegheit á döfinni. Stefnan er að reyna að halda sér rólegum fram að jólum, en sjáum nú til - bráðavaktin heldur julefrokost um helgina og það er sko aldrei að vita hvað gæti gerst þar.
Guðmundur Árni litlibróðir á svo afmæli i dag, óska honum innilega til hamingju með daginn :o) Ciao i bili
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Halló Skúli (sólveigarbróðir) bara kíkja í heimsókn
Skrifa ummæli