Þá er ég á leiðinni heim til Íslands aftur, vélin fer um kvöldmat þannig að ég næ að stússast aðeins áður en ég þarf að rífa mig afstað. Það verður hálf skrýtið að fara aftur heim þegar ég er nýkomin þaðan, en ætli það venjist ekki fljótt. Þá ætti ég að ná að hitta á það fólk sem ég missti af síðast.
Er núna að velta vöngum yfir því hvort ég eigi að taka fötin fyrir ræktina með eða hvort ég eigi að nota plássið i eitthvað annað, fúlt að taka draslið með og mæta svo aldrei i gymmið, en verra að langa að fara og vanta allt draslið sitt. Hmm... vitið þið af einhverjum tilboðum i gangi heima? Annars verður stefnan bara sett á að fara i sund. Ja, kanski er það bara besta lausnin.
Það er búið að vera nóg að gera hérna undanfarna daga. Við áttum voðalega fína helgi. Ásta og Ámi komu á föstudaginn, vorum bara róleg þá, en versluðum á Ástu og svo kom Habba i heimsókn. Svo fórum við fínt út að borða um kvöldið í tilefni af amælinu Ástu og að ég væri að stinga þau af (mikið gleðiefni). Svo var bara kaffihúsahittingur allann heila daginn i gær, hitti Sunnu i brunch, svo Katrine i kaffi og fékk svo kaffi og með því hjá Þóri og Jakob i gær. Voðalega notalegt að eiga svona daga inn á milli. Kvöldið fór svo í að kúra og horfa á video með Brynjulf. ´
Jæja, ég er að verða of sein, þarf að vera komin aftur á kaffihús eftir korter :o)
mánudagur, febrúar 27
fimmtudagur, febrúar 23
Nudd er allra meina bot
Ég var að koma úr nuddi og viti menn stress undanfarna daga hvarf bara eins og dögg fyrir sólu og áhyggjur af hinu og þessu hurfu á svipstundu. Ég var nú ekki á leiðinni i nudd, fékk þetta fína gjafakort frá stelpunum á Sigló í útskriftargjöf og ætlaði i andlitshreinsun, en það var ekki laus tími hjá skvísunni sem sá um það, kanski líka bara gott, ég var öll spennt og stíf og veitti hreinlega ekki af þessu. Ég ætla samt ekki að klikka á andlitshreinsuninni, það verður bara næst.
Elsku vinkonur takk aftur fyrir mig :o)
Elsku vinkonur takk aftur fyrir mig :o)
miðvikudagur, febrúar 22
Jada jada..
Það er ótrúlegt hvað maður getur eitt miklum tími í að skoða ekki neitt á netinu... ætlaði aðeins að kíkja á netið, en áður en ég vissi af var ég búin að skoða blogg hjá heilum helling af siglfirðingum sem ég hef ekki séð né heyrt frá i hundrað ár. Það var nú samt ansi gaman og fræðandi að kíkja á þessar síður, en mér fannst ég vera eins og hálfgerður perri að vera skoða blogg hjá gömlum kunningjum og þorði ekki að kvitta fyrir mig.. Maður er nú svolítið vitlaus stundum, mér fyndist sjálfri bara gaman ef maður heyrði i fólki.
Lárey og co eru búin að plana nýtt fermingarmót. Við Gugga misstum af því síðasta en þetta kemur alltaf á svo óheppilegum tíma að ég hugsa að allskonar undur og stórmerki gerðust áður en ég fengi meira frí í vinnunni. Maður er búin að vera svo lengi úti og misst alveg af því hvað fólk er að gera að ég eiginlega hálf skammast mín.
Jamm, tíminn flýgur svo sem líka þegar ég er ekki á netinu. Þrátt fyrir að mín fór eldsnemma á fætur tókst mér ekki að gera mikið gáfulegt í dag. Það fór hreinlega allur dagurinn í að fara til Vejle, máta kjólinn og láta títa hann upp og svo aftur upp í lest til Odense, stutt rölt um bæinn og svo aftur heim til Köben. Rétt náði að elda og surfa svolítið og áður en ég vissi af var dagurinn búinn. Ég var samt voða fegin að sjá að ég kæmist ennþá i kjólinn, hef þau grunuð um að hafa pantað einu númmeri stærri kjól en um var samið en það kemur sér nú bara vel þar sem ræktin hefur legið á hakanum lengi.
Jæja, Ásta systir á afmæli á morgun, hún fær endalausar hamingju óskir héðan. Hún ætlar að kíkja á mig á föstudaginn og svo á að fara í óléttufata leiðangur. Ég held að ég sé meira spennt fyrir þessu en hún, talað um að lifa í gegnum aðra! Mér finnst ég eiga öll lítil börn i kringum mig, mæður þeirra eru bara aðeins að passa þau :o)
Lárey og co eru búin að plana nýtt fermingarmót. Við Gugga misstum af því síðasta en þetta kemur alltaf á svo óheppilegum tíma að ég hugsa að allskonar undur og stórmerki gerðust áður en ég fengi meira frí í vinnunni. Maður er búin að vera svo lengi úti og misst alveg af því hvað fólk er að gera að ég eiginlega hálf skammast mín.
Jamm, tíminn flýgur svo sem líka þegar ég er ekki á netinu. Þrátt fyrir að mín fór eldsnemma á fætur tókst mér ekki að gera mikið gáfulegt í dag. Það fór hreinlega allur dagurinn í að fara til Vejle, máta kjólinn og láta títa hann upp og svo aftur upp í lest til Odense, stutt rölt um bæinn og svo aftur heim til Köben. Rétt náði að elda og surfa svolítið og áður en ég vissi af var dagurinn búinn. Ég var samt voða fegin að sjá að ég kæmist ennþá i kjólinn, hef þau grunuð um að hafa pantað einu númmeri stærri kjól en um var samið en það kemur sér nú bara vel þar sem ræktin hefur legið á hakanum lengi.
Jæja, Ásta systir á afmæli á morgun, hún fær endalausar hamingju óskir héðan. Hún ætlar að kíkja á mig á föstudaginn og svo á að fara í óléttufata leiðangur. Ég held að ég sé meira spennt fyrir þessu en hún, talað um að lifa í gegnum aðra! Mér finnst ég eiga öll lítil börn i kringum mig, mæður þeirra eru bara aðeins að passa þau :o)
sunnudagur, febrúar 19
Breytingar framundan
Aftur komin til Köben, en stoppa ekki lengi i þetta skiptið.
Þó það hefði ekki staðið til er ég búin að ráða mig i vinnu á Íslandi næstu mánuði. Heimskulegt að vera atvinnulaus hérna i Danmörku ef ég get unnið á Íslandi.
Það var nú samt svolítið erfitt að taka þessa ákvörðun, finnst ekki spennandi að vera svona lengi frá Brynjulfi, og ekki auðveldaðist málið af því að mig langar að fylgjast með Ástu systir vaxa og dafna i Lundi.
En þetta eru bara 2.5 mánuðir og okkur veitir ekki af því að fá smá pening (nema hann fari allur í að borga fyrir flug á milli DK og Islands).
Ég næ sem sé einni viku hérna í Kaupmannahöfn og svo er ferðinni aftur heitið heim til mömmu. Það á að nota vikuna vel, nóg af praktiskum hlutum sem þarf að gera og svo á að reyna að hitta sem flesta. Ætla að nota daginn vel á morgun og kíkja á son Guggu og Ævars, en litli prinsinn kom i heiminn núna 13.febrúar :o)
Annars var gott að koma heim, tíminn flaug alltof hratt enda vorum við með aðeins of mikið á okkar könnu. Fannst samt leiðinlegast að ná ekki að hitta allar vinkonurnar og að komast ekki i sund, en það ætti að gefast tími til þess á komandi vikum.
Læt þetta nægja i bili
Þó það hefði ekki staðið til er ég búin að ráða mig i vinnu á Íslandi næstu mánuði. Heimskulegt að vera atvinnulaus hérna i Danmörku ef ég get unnið á Íslandi.
Það var nú samt svolítið erfitt að taka þessa ákvörðun, finnst ekki spennandi að vera svona lengi frá Brynjulfi, og ekki auðveldaðist málið af því að mig langar að fylgjast með Ástu systir vaxa og dafna i Lundi.
En þetta eru bara 2.5 mánuðir og okkur veitir ekki af því að fá smá pening (nema hann fari allur í að borga fyrir flug á milli DK og Islands).
Ég næ sem sé einni viku hérna í Kaupmannahöfn og svo er ferðinni aftur heitið heim til mömmu. Það á að nota vikuna vel, nóg af praktiskum hlutum sem þarf að gera og svo á að reyna að hitta sem flesta. Ætla að nota daginn vel á morgun og kíkja á son Guggu og Ævars, en litli prinsinn kom i heiminn núna 13.febrúar :o)
Annars var gott að koma heim, tíminn flaug alltof hratt enda vorum við með aðeins of mikið á okkar könnu. Fannst samt leiðinlegast að ná ekki að hitta allar vinkonurnar og að komast ekki i sund, en það ætti að gefast tími til þess á komandi vikum.
Læt þetta nægja i bili
sunnudagur, febrúar 12
Komin heim til mömmu
Ég er mætt til Íslands, kom i gærkvöldi og mömma strax farin að stjana við mig. Ég er búin að finna ísl. númmerið mitt (8671482) svo nú getiði slegið á þráðinn til mín.
Ég hugsa að ég letibykkist aðeins i dag og spjalli svolítið við þá gömlu, næ kanski að plana útréttingar vikunnar, mig dauðlangar líka að hitta sem flesta á meðan ég verð á staðnum.
Annars er lítið í fréttum. Eina áhugaverða síðustu daga er snilldar útskriftarveisla hjá Idu vinkonu, set ekki inn myndir fyrr en ég kem aftur út.
Heyrumst nú vonandi, knús GUGGAN
Ég hugsa að ég letibykkist aðeins i dag og spjalli svolítið við þá gömlu, næ kanski að plana útréttingar vikunnar, mig dauðlangar líka að hitta sem flesta á meðan ég verð á staðnum.
Annars er lítið í fréttum. Eina áhugaverða síðustu daga er snilldar útskriftarveisla hjá Idu vinkonu, set ekki inn myndir fyrr en ég kem aftur út.
Heyrumst nú vonandi, knús GUGGAN
miðvikudagur, febrúar 8
Á leiðinni heim
Vildi bara láta vita að ég er komin með flug heim til Íslands 11.til 19.februar. Endilega látið heyra i ykkur ef þið viljið leika.
þriðjudagur, febrúar 7
Óbærilegur léttleiki tilverunnar
Já þá er fríið búið... ja, amk skíðafríið. Það var voðalega gaman að skella sér með fjölskyldunni i svona ferð. Við fengum ekki svo mikinn snjó en í staðinn rosalega fínt veður, sól og blíðu næstum allann tímann.
Þó það hefði verið gaman í brekkunum var það ekki síður gaman að vera með fjölskyldunni, langt síðan ég hef hitt þau frá Sigló og nauðsynlegt að fá að leika aðeins við bræður mína sem eru algjörir snillingar.
Við vorum nú bara frekar dugleg i brekkunum miðað við hvað við getum verið löt stundum :o) Annars missti Binni úr degi því hann var veikur og Ásta tók líka einn skíðalausann dag. Gugga heppna varð auðvitað líka veik,ég var búin að vera á skíðum (skipti úr bretti á telemark skiði á föstudeginum)allann síðasta daginn og hélt að ég væri bara orðin sjóveik á öllum beyjunum en þá ældi mín bara eins og múkki alla leiðina i rútunni og á flugvellinum - frekar ólystugur ferðafélagi!
Sterling var samt alls ekki að standa sig, fyrst 2 tíma seinkun á leiðinni út og svo aftur klst á leiðinni heim og næstum tveggja tíma bið eftir að fá allann farangurinn þegar heim var komið - sussusvei! Svo tok ekki betra vid, langt i næstu lest og svaka leigubilaröð, og ég alveg ónýt. Við vorum hársbreidd frá því að leigja okkur herbergi á Hilton þegar við loksins fengum far heim.
En núna er ég búin að jafna mig, taka upp úr töskunum og henda inn nýjum myndum á síðuna mina. Mest búin að slappa af heima og er að vinna í haugunum af pappír sem ég hef sankað að mér i gengum árin. Kíkti samt á Guggu vinkonu áðan, varð að sjá hana einu sinni áður en litla krílið kæmi í heiminn :o)
Þó það hefði verið gaman í brekkunum var það ekki síður gaman að vera með fjölskyldunni, langt síðan ég hef hitt þau frá Sigló og nauðsynlegt að fá að leika aðeins við bræður mína sem eru algjörir snillingar.
Við vorum nú bara frekar dugleg i brekkunum miðað við hvað við getum verið löt stundum :o) Annars missti Binni úr degi því hann var veikur og Ásta tók líka einn skíðalausann dag. Gugga heppna varð auðvitað líka veik,ég var búin að vera á skíðum (skipti úr bretti á telemark skiði á föstudeginum)allann síðasta daginn og hélt að ég væri bara orðin sjóveik á öllum beyjunum en þá ældi mín bara eins og múkki alla leiðina i rútunni og á flugvellinum - frekar ólystugur ferðafélagi!
Sterling var samt alls ekki að standa sig, fyrst 2 tíma seinkun á leiðinni út og svo aftur klst á leiðinni heim og næstum tveggja tíma bið eftir að fá allann farangurinn þegar heim var komið - sussusvei! Svo tok ekki betra vid, langt i næstu lest og svaka leigubilaröð, og ég alveg ónýt. Við vorum hársbreidd frá því að leigja okkur herbergi á Hilton þegar við loksins fengum far heim.
En núna er ég búin að jafna mig, taka upp úr töskunum og henda inn nýjum myndum á síðuna mina. Mest búin að slappa af heima og er að vinna í haugunum af pappír sem ég hef sankað að mér i gengum árin. Kíkti samt á Guggu vinkonu áðan, varð að sjá hana einu sinni áður en litla krílið kæmi í heiminn :o)
miðvikudagur, febrúar 1
skidaferd
Ja, bara stuttur postur fra Valloire, thad er svo erfitt ad skrifa med fronsku lyklabordi!!!
Vid komumst alla leid eftir seinkun, flugvelaskipti og svoleidis vesen. Thad er nu litid um snjo hja okkur en samt alveg nog til ad skida. Nu er komin glannasol og vid oll lurkum lamin eftir allar bylturnar i brekkunum. Binni fekk flensu en er kominn aftur a lappir -thad tharf mikid til ad halda honum fra brekkunum.
Bless i bili, gugga brettastelpa
Vid komumst alla leid eftir seinkun, flugvelaskipti og svoleidis vesen. Thad er nu litid um snjo hja okkur en samt alveg nog til ad skida. Nu er komin glannasol og vid oll lurkum lamin eftir allar bylturnar i brekkunum. Binni fekk flensu en er kominn aftur a lappir -thad tharf mikid til ad halda honum fra brekkunum.
Bless i bili, gugga brettastelpa
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)