Þá er ég á leiðinni heim til Íslands aftur, vélin fer um kvöldmat þannig að ég næ að stússast aðeins áður en ég þarf að rífa mig afstað. Það verður hálf skrýtið að fara aftur heim þegar ég er nýkomin þaðan, en ætli það venjist ekki fljótt. Þá ætti ég að ná að hitta á það fólk sem ég missti af síðast.
Er núna að velta vöngum yfir því hvort ég eigi að taka fötin fyrir ræktina með eða hvort ég eigi að nota plássið i eitthvað annað, fúlt að taka draslið með og mæta svo aldrei i gymmið, en verra að langa að fara og vanta allt draslið sitt. Hmm... vitið þið af einhverjum tilboðum i gangi heima? Annars verður stefnan bara sett á að fara i sund. Ja, kanski er það bara besta lausnin.
Það er búið að vera nóg að gera hérna undanfarna daga. Við áttum voðalega fína helgi. Ásta og Ámi komu á föstudaginn, vorum bara róleg þá, en versluðum á Ástu og svo kom Habba i heimsókn. Svo fórum við fínt út að borða um kvöldið í tilefni af amælinu Ástu og að ég væri að stinga þau af (mikið gleðiefni). Svo var bara kaffihúsahittingur allann heila daginn i gær, hitti Sunnu i brunch, svo Katrine i kaffi og fékk svo kaffi og með því hjá Þóri og Jakob i gær. Voðalega notalegt að eiga svona daga inn á milli. Kvöldið fór svo í að kúra og horfa á video með Brynjulf. ´
Jæja, ég er að verða of sein, þarf að vera komin aftur á kaffihús eftir korter :o)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Velkomin aftur, ég myndi tékka á Sport/baðhúsinu. Þeir eru alltaf með e-r tilboð.
Skrifa ummæli