föstudagur, september 22

Milano

Ég er á fullu að pakka fyrir Milano en við förum núna á eftir, hlakka voðalega mikið til. Verst að mér finnst ég engin föt eiga, og fataskápurinn þurfa á algjörri endurnýjun að halda og þá er nú ansi hættulegt að vera i Milano...amk þegar maður á frekar lítið af peningum.

Hef svo lítið bloggað að ég hef ekki náð að auglýsa það að Sólveig og Andri eru búin að eignast litla prinsessu og Anna Maria frænka litinn prins... Það er alveg farið að vera þörf fyrir smá ferð heim að kíkja á öll nýju krílin.

Jæja, verð að þjóta, knús og kossar

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skemmtið ykkur vel í Mílanó og njótið matar og dykkjar til fullnustu. Já og endilega farið að kíkja heim á frón!!
Knús og kossar
Þóra

Nafnlaus sagði...

Hafið það nú yndislegt í Milanó. Hlakka svo til að hitta ykkur eftir 5 vikur. Knús Mamma