sunnudagur, apríl 29

Betri tímar


Eins og oft áður fór ég til Svíþjóðar um helgina, Binni kom svo á eftir mér föstudagskvöldið. Það er alltaf jafn gott að koma og kíkja á litlu fjölskylduna hinum megin við sundið og eins og oft áður var mikið spilað, spjallað og spist :o)

Það stóð annars til að fara yfir gallana í nýja húsinu á föstudaginn en viti menn, haldiði að þeir hafi ekki bara frestað því því þeir eiga alltof mikið eftir, það á eftir að koma mér á óvart ef við fáum að flytja inn daginn sem það stendur til. En í staðinn fékk ég frí heilan dag sem fór svo í að bíða á Kastrup... nei nú verð ég að hætta að pirra mig á þessu.

Það var nú alveg þess virði að kíkja yfir i góða veðrið eins og sjá má. Fórum líka að gefa öndunum niðri í bæ og fengum smá sól á kroppinn og Anna og Abbi voru auðvitað líka með í för. Anna er orðin ansi myndarleg enda bara mánuður í erfingjann.





Sem betur fer er ekki allt jafn svart í dag, átti fínasta dag etir ad dsb böggaði mig uppúr skónum.

Hitti Dagnýju og co aftur í dag áður en þau draga aftur til Íslands á morgun. Þau hafa verið hérna i rúma viku og ég hef náð að hitta þau oftar en einu sinni. Þessi vika jafnast alveg á við hitting síðustu 3 ára held ég bara :o) enda ekki létt að halda sambandi við fólk sem býr í Tokyo. Þau eru sem betur fer að flytja til Íslands aftur svo nú ætti þetta að vera léttara. Næsti hittingur bara strax i ágúst.

Svo áttum við bráðavakta skvísurnar date á ströndinni i dag, en skilaboðin fóru forgörðum og við vorum bara 2 sem vissum hvar og hvenær það átti að hittast og því bara við Hildur sem hittumst. Var samt gaman að hitta Hildi og spjalla svolítið, en ég held við plönum þetta betur í næsta skipti :o)

Já og aftur til hamingju með stórafmælin elsku Valdís og Anna systir!!

Engin ummæli: