DSB... de danske stadsbaner er efst á lista yfir þá sem mér er illa við þessa dagana.
Fyrst seinkar mér um næstum 2 tíma á leiðinni til Lundar á föstudaginn... yfir klst bið á Kastrup því háspennulína datt niður og gaf lestinni minni svaka stuð og stoppaði alla umferð yfir brúnna. Á laugardaginn toppa þeir það svo með að lestin stoppar inni í göngunum við Norreport og dyrnar opnast en ekki séns að komast út því við erum langt frá sporunum, það munaði engu að ég hefði fleygt mér út um dyrnar og lent beint á teinunum... sama sagan á næstu stoppusöð en svo komumst við út úr lestinni á þriðju stöðinni langt frá hjólunum okkar...
Í dag toppar svo allt, ég eyddi 20 mínútum í að reyna að nálgast klippikort á Nörreport en ekkert af sjálfsölunum virkaði, og fékk svo loksins miða eftir að hafa staðið i langri biðröð og misst af fullt af lestum, rétt náði að hoppa inn í lest en gleymdi að klippa (i fyrsta skipti á ævinni) og viti menn, þar biðu mín lestarkallar sem sektuðu mig um næstum 8000 ísl krónur.
Skil enn betur afhverju allir danir hjóla!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ sæta.
Elsku dúllan mín, meiri lestarhremmingarnar. Ógeðslegt að hafa verið lokuð inni í lestinni í miðjum göngunum, lenti í því sjálf í London, og maður getur orðið ansi súrefnisþurfi og skelkaður.
Vonandi gengur þetta svo vel með húsafhendinguna sem þú talar um í nýasta mailnum. Það er nú alveg að koma tími á að þið eigið að geta komist inn í hús ykkar.
Sætar myndirnar frá Svíþjóð.
Luv luv luv,
Sigga.
Skrifa ummæli